Spenntir að sjá hvort makríll veiðist aftur hér í sama mæli Ari Brynjólfsson skrifar 17. júlí 2019 06:00 Skip frá Vestmannaeyjum eru farin á makrílveiðar, skip á Austurlandi eru á leið út. Jón Jónsson „Makríllinn er kominn til landsins, það er verið að veiða hann víða,“ segir Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri uppsjávarlífríkis hjá Hafrannsóknastofnun, við Fréttablaðið. Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson er nú í fjölþjóðlegum leiðangri til að kanna ástand á vistkerfinu frá Svalbarða suður fyrir lögsögu Íslands. Meðal þess sem verið er að kanna er makrílstofninn. Samkvæmt tölum Hagstofunnar féll aflamagn og verðmæti makríls í fyrra. Makríllinn tók fyrst stökk árið 2008 þegar hann fór í 112 þúsund tonn úr 36 þúsund tonnum árið áður. Hæst fór hann svo í 170 þúsund tonn árið 2014 með verðmæti upp á 15,2 milljarða króna. Veiðin í fyrra nam 135 þúsund tonnum og 7,5 milljörðum króna í verðmæti. Í ár er leyfilegur heildarafli á makríl 140 þúsund tonn. „Þetta er eins og við mátti búast, uppsjávarskipin fóru fyrr af stað í ár en í fyrra. Þau byrjuðu við Vestmannaeyjar, svo eru skip að byrja fyrir austan,“ segir Þorsteinn. „Makríllinn kom inn í Keflavíkina fyrir helgina, sem er árvisst. Síðan var veiði um helgina vestan við miðlínuna þar sem Grænlendingarnir eru að veiða. Þannig að þetta er allt eftir bókinni.“Það er ekkert sjálfgefið að makríllinn komi aftur í sama mæli árlega og hann hefur gert á undanförnum árum. Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri uppsjávarlífríkis hjá HafrannsóknastofnunSkipstjórar sem Fréttablaðið ræddi við í ágúst í fyrra sögðu veiðina þá hafa gengið erfiðlega. Var veiðin þá sú minnsta í mörg ár. Þorsteinn segir erfitt að bera sumarið í ár saman við það í fyrra. „Þeir fóru svo seint út í fyrra. Það var þó heldur minna í lögsögunni, en það er ekki hægt að bera það beint saman því veiðitímabilinu er ekki lokið.“ Árni Friðriksson er búinn að mæla magn makríls í hafinu út af Norður- og Austurlandi, en á eftir að mæla í hafinu fyrir sunnan og vestan land. „Það er líklegasta svæðið,“ segir Þorsteinn. „Það var lítið fyrir norðan, en þar er alltaf lítið. Þar er kaldari sjór og makríllinn gengur ekki inn í hann fyrr en í haust þegar hann gengur til baka.“ Tómas Kárason, skipstjóri á Beiti á Neskaupstað, var að undirbúa skipið fyrir makrílveiðar þegar Fréttablaðið náði tali af honum. „Það er búin að vera ágætis veiði, hún hefur verið upp á við síðustu daga,“ segir Tómas. Veiðin sé þó ekki endilega meiri en í fyrra. „Þetta er alla vega komið af stað núna.“ Þorsteinn segir menn spennta að sjá hvernig staðan verði í ár í ljósi veiðinnar í fyrra. „Það er ekkert sjálfgefið að makríllinn komi aftur í sama mæli árlega og hann hefur gert á undanförnum árum.“ Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Sjá meira
„Makríllinn er kominn til landsins, það er verið að veiða hann víða,“ segir Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri uppsjávarlífríkis hjá Hafrannsóknastofnun, við Fréttablaðið. Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson er nú í fjölþjóðlegum leiðangri til að kanna ástand á vistkerfinu frá Svalbarða suður fyrir lögsögu Íslands. Meðal þess sem verið er að kanna er makrílstofninn. Samkvæmt tölum Hagstofunnar féll aflamagn og verðmæti makríls í fyrra. Makríllinn tók fyrst stökk árið 2008 þegar hann fór í 112 þúsund tonn úr 36 þúsund tonnum árið áður. Hæst fór hann svo í 170 þúsund tonn árið 2014 með verðmæti upp á 15,2 milljarða króna. Veiðin í fyrra nam 135 þúsund tonnum og 7,5 milljörðum króna í verðmæti. Í ár er leyfilegur heildarafli á makríl 140 þúsund tonn. „Þetta er eins og við mátti búast, uppsjávarskipin fóru fyrr af stað í ár en í fyrra. Þau byrjuðu við Vestmannaeyjar, svo eru skip að byrja fyrir austan,“ segir Þorsteinn. „Makríllinn kom inn í Keflavíkina fyrir helgina, sem er árvisst. Síðan var veiði um helgina vestan við miðlínuna þar sem Grænlendingarnir eru að veiða. Þannig að þetta er allt eftir bókinni.“Það er ekkert sjálfgefið að makríllinn komi aftur í sama mæli árlega og hann hefur gert á undanförnum árum. Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri uppsjávarlífríkis hjá HafrannsóknastofnunSkipstjórar sem Fréttablaðið ræddi við í ágúst í fyrra sögðu veiðina þá hafa gengið erfiðlega. Var veiðin þá sú minnsta í mörg ár. Þorsteinn segir erfitt að bera sumarið í ár saman við það í fyrra. „Þeir fóru svo seint út í fyrra. Það var þó heldur minna í lögsögunni, en það er ekki hægt að bera það beint saman því veiðitímabilinu er ekki lokið.“ Árni Friðriksson er búinn að mæla magn makríls í hafinu út af Norður- og Austurlandi, en á eftir að mæla í hafinu fyrir sunnan og vestan land. „Það er líklegasta svæðið,“ segir Þorsteinn. „Það var lítið fyrir norðan, en þar er alltaf lítið. Þar er kaldari sjór og makríllinn gengur ekki inn í hann fyrr en í haust þegar hann gengur til baka.“ Tómas Kárason, skipstjóri á Beiti á Neskaupstað, var að undirbúa skipið fyrir makrílveiðar þegar Fréttablaðið náði tali af honum. „Það er búin að vera ágætis veiði, hún hefur verið upp á við síðustu daga,“ segir Tómas. Veiðin sé þó ekki endilega meiri en í fyrra. „Þetta er alla vega komið af stað núna.“ Þorsteinn segir menn spennta að sjá hvernig staðan verði í ár í ljósi veiðinnar í fyrra. „Það er ekkert sjálfgefið að makríllinn komi aftur í sama mæli árlega og hann hefur gert á undanförnum árum.“
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Sjá meira