Standa vörð um Huawei-bann Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 17. júlí 2019 07:00 Mitt Romney þingmaður. Nordicphotos/AFP Nordicphotos/AFP Öldungadeildarþingmenn úr flokkum bæði Demókrata og Repúblikana í Bandaríkjunum lögðu í gær fram frumvarp sem myndi meina ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta að heimila viðskipti við kínverska tæknirisann Huawei án samþykkis þings. Þá myndi frumvarpið einnig koma í veg fyrir að viðskiptamálaráðuneytið fjarlægði Huawei af svokölluðum svörtum lista en bannað er að stunda viðskipti með bandaríska tækni, vörur eða þjónustu við fyrirtæki á listanum. Trump setti bannið á fyrr á árinu eftir langa umræðu og fjölda ásakana bandarískra þjóðaröryggisstofnana um að Huawei stundaði njósnir fyrir kínversk stjórnvöld. Því hefur fyrirtækið alla tíð neitað. Undanfarnar vikur hefur Trump ýjað að því að banninu yrði hugsanlega aflétt ef Kína og Bandaríkin samþykkja nýjan viðskiptasamning. „Við þurfum að standa saman gegn þeirri ógn sem steðjar að bandarísku þjóðaröryggi, hugverkum og tækni vegna Kína. Frumvarpið okkar mun meina bandarískum fyrirtækjum að stunda viðskipti við Huawei svo lengi sem fyrirtækið telst ógn við þjóðaröryggi,“ sagði Repúblikaninn og fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Mitt Romney. Tim Cotton, samflokksmaður Romneys, sagði Huawei síður en svo hefðbundinn viðskiptafélaga. „Það er leppur fyrir kínverska Kommúnistaflokkinn. Frumvarpið okkar styður við ákvörðun forsetans um að setja Huawei á svarta listann. Bandarísk fyrirtæki ættu ekki að selja óvinum okkar verkfæri til þess að njósna um bandarískan almenning.“ Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Kína Tækni Tengdar fréttir Hóta hefndum vegna Huawei-banns Bandaríkjaforseti mun setja bann við viðskiptum við kínverska tæknirisann Huawei með nýrri forsetatilskipun. Utanríkisráðuneyti Kína kveðst undirbúa gagnaðgerðir. 17. maí 2019 07:15 Tæknirisinn Huawei fær að koma inn úr kuldanum Þrjú stór samtök í tæknigeiranum sem skáru á tengsl við kínverska tæknifyrirtækið Huawei fyrr í mánuðinum hafa skipt um skoðun. 31. maí 2019 07:00 Svört staða Huawei en ekki ómöguleg Kínverski tæknirisinn getur ekki lengur stundað viðskipti við afar mikilvæga samstarfsaðila vegna banns Bandaríkjaforseta. Missir Android-stýrikerfið og mikilvæga örflöguhönnun. Forstjóri Huawei í Svíþjóð kveðst vongóður um að deilan verði leyst. 25. maí 2019 07:45 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Öldungadeildarþingmenn úr flokkum bæði Demókrata og Repúblikana í Bandaríkjunum lögðu í gær fram frumvarp sem myndi meina ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta að heimila viðskipti við kínverska tæknirisann Huawei án samþykkis þings. Þá myndi frumvarpið einnig koma í veg fyrir að viðskiptamálaráðuneytið fjarlægði Huawei af svokölluðum svörtum lista en bannað er að stunda viðskipti með bandaríska tækni, vörur eða þjónustu við fyrirtæki á listanum. Trump setti bannið á fyrr á árinu eftir langa umræðu og fjölda ásakana bandarískra þjóðaröryggisstofnana um að Huawei stundaði njósnir fyrir kínversk stjórnvöld. Því hefur fyrirtækið alla tíð neitað. Undanfarnar vikur hefur Trump ýjað að því að banninu yrði hugsanlega aflétt ef Kína og Bandaríkin samþykkja nýjan viðskiptasamning. „Við þurfum að standa saman gegn þeirri ógn sem steðjar að bandarísku þjóðaröryggi, hugverkum og tækni vegna Kína. Frumvarpið okkar mun meina bandarískum fyrirtækjum að stunda viðskipti við Huawei svo lengi sem fyrirtækið telst ógn við þjóðaröryggi,“ sagði Repúblikaninn og fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Mitt Romney. Tim Cotton, samflokksmaður Romneys, sagði Huawei síður en svo hefðbundinn viðskiptafélaga. „Það er leppur fyrir kínverska Kommúnistaflokkinn. Frumvarpið okkar styður við ákvörðun forsetans um að setja Huawei á svarta listann. Bandarísk fyrirtæki ættu ekki að selja óvinum okkar verkfæri til þess að njósna um bandarískan almenning.“
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Kína Tækni Tengdar fréttir Hóta hefndum vegna Huawei-banns Bandaríkjaforseti mun setja bann við viðskiptum við kínverska tæknirisann Huawei með nýrri forsetatilskipun. Utanríkisráðuneyti Kína kveðst undirbúa gagnaðgerðir. 17. maí 2019 07:15 Tæknirisinn Huawei fær að koma inn úr kuldanum Þrjú stór samtök í tæknigeiranum sem skáru á tengsl við kínverska tæknifyrirtækið Huawei fyrr í mánuðinum hafa skipt um skoðun. 31. maí 2019 07:00 Svört staða Huawei en ekki ómöguleg Kínverski tæknirisinn getur ekki lengur stundað viðskipti við afar mikilvæga samstarfsaðila vegna banns Bandaríkjaforseta. Missir Android-stýrikerfið og mikilvæga örflöguhönnun. Forstjóri Huawei í Svíþjóð kveðst vongóður um að deilan verði leyst. 25. maí 2019 07:45 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Hóta hefndum vegna Huawei-banns Bandaríkjaforseti mun setja bann við viðskiptum við kínverska tæknirisann Huawei með nýrri forsetatilskipun. Utanríkisráðuneyti Kína kveðst undirbúa gagnaðgerðir. 17. maí 2019 07:15
Tæknirisinn Huawei fær að koma inn úr kuldanum Þrjú stór samtök í tæknigeiranum sem skáru á tengsl við kínverska tæknifyrirtækið Huawei fyrr í mánuðinum hafa skipt um skoðun. 31. maí 2019 07:00
Svört staða Huawei en ekki ómöguleg Kínverski tæknirisinn getur ekki lengur stundað viðskipti við afar mikilvæga samstarfsaðila vegna banns Bandaríkjaforseta. Missir Android-stýrikerfið og mikilvæga örflöguhönnun. Forstjóri Huawei í Svíþjóð kveðst vongóður um að deilan verði leyst. 25. maí 2019 07:45