Vinsældirnar komu Inga á óvart Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 18. júlí 2019 07:00 Ingi Bauer spilar á Stóra sviðinu á Þjóðhátíð á föstudagskvöldinu. Ketchup Creative Ingi Bauer er einn efnilegasti house-tónlistarpródúser landsins og hefur gefið út hvern smellinn á fætur öðrum síðastliðið ár. Hann kemur fram á Stóra sviðinu á Þjóðhátíð í Eyjum í ár og fær til sín marga af helstu samstarfsmönnum sínum. Þeirra á meðal eru Chase Anthony og Ezekiel Carl en á morgun kemur út afrakstur samstarfs þeirra með Inga, lagið Áttavilltur.Hóf ferilinn með Áttunni Ferill Inga hófst á því að hann framleiddi tónlistina fyrir Áttuna, þar á meðal smellinn Nei, nei, sem varð gífurlega vinsæll. „Ég var byrjaður að fikta við tónlistargerð og þekkti þá sem stóðu að baki Áttunni. Þannig að við ákváðum að slá til og prófa að gera lag saman. Í kjölfarið urðu svo öll þessi helstu lög Áttunnar til og gekk bara mjög vel,“ segir Ingi. Ingi gerir lög oftast í samstarfi við aðra listamenn, en spilar þó sjálfur sem plötusnúður um land allt og segist mest vera að spila á menntaskólaböllum. „Þetta byrjaði samt allt þegar ég hafði samband við rapparann Herra Hnetusmjör og spurði hvort ég mætti endurhljóðblanda lagið Spurðu um mig, sem hann tók vel í. Ég kláraði það samt aldrei en sendi samt á hann það sem ég var kominn með. Honum leist vel á það og byrjaði að spila þá útgáfu á tónleikum.“Lagið Áttavilltu kemur út á öllum helstu streymisveitum á morgun. Mynd/Ingi BauerAmman fílar Upp til hópa Endurhljóðblöndun Inga fór vel í áhorfendur og fólk fór að forvitnast um þessa nýju útgáfu. „Fólk var forvitið um það hvaða lag þetta væri, þannig að loksins kýldum við á það og gáfum það út. Það gekk svo alveg fáránlega vel, miklu betur en okkur hafði grunað. Eftir velgengni lagsins ákváðum við að gera lag í sameiningu alveg frá grunni og úr því samstarfi kom Upp til hópa,‘‘ segir Ingi. Upp til hópa hefur setið á lista yfir topp fimmtíu vinsælustu lögin á Íslandi á streymisveitunni Spotify í heilt ár, sem verður að teljast einstaklega vel gert. Hann segir það hafa komið virkilega að óvart hversu vel lagið hefur gengið og til hve breiðs hlustendahóps það nær. „Mamma mín og pabbi og meira að segja amma mín tala um hvað þeim finnist þetta gott lag og hafa gaman af því. Sem er smá ótrúlegt því maður hefði haldið að það væru langmest menntaskólakrakkar sem fíluðu svona tónlist.“ Eftir vinsældir Upp til hópa byrjaði fólk að kannast betur við nafn Inga og hann hefur síðan þá haft nóg að gera að spila um allt land. Um samstarf hans og hljómsveitarinnar Séra Bjössi segir Ingi þá hafa hist á Egilsstöðum og stefnt á samstarf. „Fyrsta skiptið sem við hittumst gekk ekki alveg nógu vel en svo hittumst við aftur og út úr því kom lagið Dicks. Fyrir þetta þekktumst við ekki neitt. En Dicks hefur líka verið mjög vinsælt,“ segir Ingi. Nýja lagið varð til um miðja nótt Ingi hefur áður spilað á Þjóðhátíð en í ár er hann í fyrsta sinn á Stóra sviðinu. „Ég spilaði með Áttunni árið 2017 en þá var ég í raun bara að ýta á Play-takkann fyrir þau,“ segir Ingi hlæjandi og heldur svo áfram: „Svo var ég í Tuborg-tjaldinu í fyrra sem var mjög gaman líka. En ég er mjög spenntur fyrir því að spila á Stóra sviðinu.“ Á morgun kemur svo út lagið Áttavilltur með Inga, Chase Anthony og Ezekiel Carl. „Við erum að gera sem sagt okkar útgáfu af laginu Þú vilt ganga þinn veg með Einari áttavillta. Við vorum bara í stúdíói klukkan þrjú um nótt og einhvern veginn óvart byrjuðum við að gera lagið. Svo kláruðum við það bara tíu um morguninn,“ segir Ingi. Hægt er að nálgast lagið Áttavilltur á öllum helstu streymisveitum frá og með morgundeginum. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
Ingi Bauer er einn efnilegasti house-tónlistarpródúser landsins og hefur gefið út hvern smellinn á fætur öðrum síðastliðið ár. Hann kemur fram á Stóra sviðinu á Þjóðhátíð í Eyjum í ár og fær til sín marga af helstu samstarfsmönnum sínum. Þeirra á meðal eru Chase Anthony og Ezekiel Carl en á morgun kemur út afrakstur samstarfs þeirra með Inga, lagið Áttavilltur.Hóf ferilinn með Áttunni Ferill Inga hófst á því að hann framleiddi tónlistina fyrir Áttuna, þar á meðal smellinn Nei, nei, sem varð gífurlega vinsæll. „Ég var byrjaður að fikta við tónlistargerð og þekkti þá sem stóðu að baki Áttunni. Þannig að við ákváðum að slá til og prófa að gera lag saman. Í kjölfarið urðu svo öll þessi helstu lög Áttunnar til og gekk bara mjög vel,“ segir Ingi. Ingi gerir lög oftast í samstarfi við aðra listamenn, en spilar þó sjálfur sem plötusnúður um land allt og segist mest vera að spila á menntaskólaböllum. „Þetta byrjaði samt allt þegar ég hafði samband við rapparann Herra Hnetusmjör og spurði hvort ég mætti endurhljóðblanda lagið Spurðu um mig, sem hann tók vel í. Ég kláraði það samt aldrei en sendi samt á hann það sem ég var kominn með. Honum leist vel á það og byrjaði að spila þá útgáfu á tónleikum.“Lagið Áttavilltu kemur út á öllum helstu streymisveitum á morgun. Mynd/Ingi BauerAmman fílar Upp til hópa Endurhljóðblöndun Inga fór vel í áhorfendur og fólk fór að forvitnast um þessa nýju útgáfu. „Fólk var forvitið um það hvaða lag þetta væri, þannig að loksins kýldum við á það og gáfum það út. Það gekk svo alveg fáránlega vel, miklu betur en okkur hafði grunað. Eftir velgengni lagsins ákváðum við að gera lag í sameiningu alveg frá grunni og úr því samstarfi kom Upp til hópa,‘‘ segir Ingi. Upp til hópa hefur setið á lista yfir topp fimmtíu vinsælustu lögin á Íslandi á streymisveitunni Spotify í heilt ár, sem verður að teljast einstaklega vel gert. Hann segir það hafa komið virkilega að óvart hversu vel lagið hefur gengið og til hve breiðs hlustendahóps það nær. „Mamma mín og pabbi og meira að segja amma mín tala um hvað þeim finnist þetta gott lag og hafa gaman af því. Sem er smá ótrúlegt því maður hefði haldið að það væru langmest menntaskólakrakkar sem fíluðu svona tónlist.“ Eftir vinsældir Upp til hópa byrjaði fólk að kannast betur við nafn Inga og hann hefur síðan þá haft nóg að gera að spila um allt land. Um samstarf hans og hljómsveitarinnar Séra Bjössi segir Ingi þá hafa hist á Egilsstöðum og stefnt á samstarf. „Fyrsta skiptið sem við hittumst gekk ekki alveg nógu vel en svo hittumst við aftur og út úr því kom lagið Dicks. Fyrir þetta þekktumst við ekki neitt. En Dicks hefur líka verið mjög vinsælt,“ segir Ingi. Nýja lagið varð til um miðja nótt Ingi hefur áður spilað á Þjóðhátíð en í ár er hann í fyrsta sinn á Stóra sviðinu. „Ég spilaði með Áttunni árið 2017 en þá var ég í raun bara að ýta á Play-takkann fyrir þau,“ segir Ingi hlæjandi og heldur svo áfram: „Svo var ég í Tuborg-tjaldinu í fyrra sem var mjög gaman líka. En ég er mjög spenntur fyrir því að spila á Stóra sviðinu.“ Á morgun kemur svo út lagið Áttavilltur með Inga, Chase Anthony og Ezekiel Carl. „Við erum að gera sem sagt okkar útgáfu af laginu Þú vilt ganga þinn veg með Einari áttavillta. Við vorum bara í stúdíói klukkan þrjú um nótt og einhvern veginn óvart byrjuðum við að gera lagið. Svo kláruðum við það bara tíu um morguninn,“ segir Ingi. Hægt er að nálgast lagið Áttavilltur á öllum helstu streymisveitum frá og með morgundeginum.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira