Vill að FBI rannsaki FaceApp Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. júlí 2019 07:50 Chuck Schumer óttast að rússneskir eigendur smáforritsins FaceApp muni hagnýta persónuupplýsingar notenda. Getty/ Mark Wilson Leiðtogi demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings, Chuck Schumer, fer fram á að bandarísk yfirvöld rannsaki smáforritið FaceApp sem tröllríður nú öllum samfélagsmiðlum, og þar á meðal hér á landi. Talið er að reglulegir notendur séu um 80 milljón talsins um víða veröld. Með FaceApp geta notendur tekið mynd af sér og breytt henni þannig að þeir virðist mun eldri eða yngri. Schumer segist hafa af þessu miklar áhyggjur og óttast að upplýsingarnar sem forritið afli í leiðinni verði notaðar í annarlegum tilgangi og að óvinveitt erlend ríki gætu nýtt sér þær. Wireless Lab, fyrirtækið sem á og þróar FaceApp, er rússneskt og staðsett í Sankti Pétursborg. Talsmenn þess hafna því alfarið að upplýsingarnar séu geymdar um alla framtíð, þeim sé eytt eftir að myndunum hefur verið breytt. Þá segir fyrirtækið aukinheldur að persónuupplýsingar notenda rati aldrei nokkurn tímann til Rússlands. Schumer tekur þeim útskýringum með fyrirvara og vill að alríkislögreglan rannsaki málið.BIG: Share if you used #FaceApp: The @FBI & @FTC must look into the national security & privacy risks now Because millions of Americans have used it It’s owned by a Russia-based company And users are required to provide full, irrevocable access to their personal photos & data pic.twitter.com/cejLLwBQcr — Chuck Schumer (@SenSchumer) July 18, 2019 Hann er ekki eini demókratinn sem hefur haft áhyggjuraf smáforritinu. Þannig hefur landsnefnd Demókrataflokksins varað forsetaframbjóðendur, sem sækjast eftir útnefningu demókrata fyrir kosningarnar á næsta ári, við því að nota FaceApp. „Á þessari stundu er ekki ljóst hverjar öryggisógnirnar eru, en það er þó ljóst að kostirnir sem fylgja því að sniðganga smáforritið eru fleiri en gallarnir,“ er haft eftir yfirmanni öryggismála hjá flokknum á vef Washington Post. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tækni Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira
Leiðtogi demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings, Chuck Schumer, fer fram á að bandarísk yfirvöld rannsaki smáforritið FaceApp sem tröllríður nú öllum samfélagsmiðlum, og þar á meðal hér á landi. Talið er að reglulegir notendur séu um 80 milljón talsins um víða veröld. Með FaceApp geta notendur tekið mynd af sér og breytt henni þannig að þeir virðist mun eldri eða yngri. Schumer segist hafa af þessu miklar áhyggjur og óttast að upplýsingarnar sem forritið afli í leiðinni verði notaðar í annarlegum tilgangi og að óvinveitt erlend ríki gætu nýtt sér þær. Wireless Lab, fyrirtækið sem á og þróar FaceApp, er rússneskt og staðsett í Sankti Pétursborg. Talsmenn þess hafna því alfarið að upplýsingarnar séu geymdar um alla framtíð, þeim sé eytt eftir að myndunum hefur verið breytt. Þá segir fyrirtækið aukinheldur að persónuupplýsingar notenda rati aldrei nokkurn tímann til Rússlands. Schumer tekur þeim útskýringum með fyrirvara og vill að alríkislögreglan rannsaki málið.BIG: Share if you used #FaceApp: The @FBI & @FTC must look into the national security & privacy risks now Because millions of Americans have used it It’s owned by a Russia-based company And users are required to provide full, irrevocable access to their personal photos & data pic.twitter.com/cejLLwBQcr — Chuck Schumer (@SenSchumer) July 18, 2019 Hann er ekki eini demókratinn sem hefur haft áhyggjuraf smáforritinu. Þannig hefur landsnefnd Demókrataflokksins varað forsetaframbjóðendur, sem sækjast eftir útnefningu demókrata fyrir kosningarnar á næsta ári, við því að nota FaceApp. „Á þessari stundu er ekki ljóst hverjar öryggisógnirnar eru, en það er þó ljóst að kostirnir sem fylgja því að sniðganga smáforritið eru fleiri en gallarnir,“ er haft eftir yfirmanni öryggismála hjá flokknum á vef Washington Post.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tækni Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira