Tíminn og vatnið og ástin Brynhildur Björnsdóttir skrifar 1. júlí 2019 08:30 Myndin Síðasta haustið var tekin í Árneshreppi á Ströndum árið 2016. Bækur Blá Höfundur: Maja Lunde Þýðandi: Ingunn Ásdísardóttir Útgefandi: Forlagið 347 blaðsíðurRithöfundurinn Maja Lunde er einn vinsælasti rithöfundur Norðmanna um þessar mundir. Fyrsta fullorðinsskáldsaga hennar, Saga býflugnanna, sló rækilega í gegn um allan heim og Blá er önnur fullorðinssaga hennar og hefur ekki hlotið síðri viðtökur. Báðar eru bækurnar hluti af loftslagsfjórleik þar sem ætlunin er að kanna áhrif loftslagsbreytinga í fortíð, nútíð og framtíð. Sagan Blá gerist á tveimur tímabilum. Annars vegar fylgjum við Signe, norskri konu á áttræðisaldri sem lifir í okkar samtíma og hefur horft upp á skemmdarverk á náttúrunni frá barnsaldri, séð dalinn sinn, fossana og jökulinn eyðilagða og ákveður að gera upp við fortíðina með táknrænum hætti. Hins vegar fylgjum við frönsku feðginunum David og lítilli dóttur hans Lou í Evrópu árið 2041 þar sem ekki hefur rignt í fimm ár og vatn er mesta munaðarvara sem völ er á. Þau búa í flóttamannabúðum og draumurinn er að komast norður þar sem vatn er að fá. En landamærin eru lokuð og vonin lítil. Sögurnar tengjast með óvæntum hætti gegnum skútuna Blá sem er í eigu Signe en David og Lou finna á furðulegum stað. Blá er ekki þægileg aflestrar, óþægilega allt of nálægt samtímanum og líklegri framtíð, einmitt núna þegar hitabylgja virðist ætla að steikja meginland Evrópu enn eitt sumarið. Maður á efri árum stillti sér upp fyrir framan beltagröfu síðastliðinn þriðjudag til að mótmæla virkjunum en virkjanir eru einmitt sterkt leiðarstef í Blá, fyrst vatnsaflsvirkjanir og svo vatnshreinsistöðvar. Lýsingarnar á lífinu í vatnsflóttamannabúðunum eru áhrifamiklar sem og hversu líkt líf David og Lou er okkar lífi í dag áður en eldur læsir sig í bæinn þeirra, eldur sem er ekki hægt að slökkva því það er ekkert vatn til. Það hversu fljótt þau feðgin fara frá því að lifa því sem við myndum kalla venjulegu, vestrænu lífi yfir í allsleysi og landleysi er áminning um hvernig hlutir geta þróast og eru líklegir til að þróast ef við tökum ekki í taumana og það bæði fast og fljótt. En þrátt fyrir allt er ekki öll von úti og lokin sýna svo ekki verður um villst hvað er það eina sem er þess megnugt að bjarga okkur. Að áherslunni á umhverfismálin slepptri er Blá einnig feiknavel skrifuð og áhrifamikil skáldsaga sem gefur innsýn í okkar nánustu samskipti, við þá sem við elskum, við fjölskylduna og við umhverfið og náttúruna. Ingunn Ásdísardóttir þýðir söguna og ferst það vel úr hendi. Niðurstaða: Blá er áhrifamikil skáldsaga um áleitið efni en líka mennsku, ást og von. Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Bækur Blá Höfundur: Maja Lunde Þýðandi: Ingunn Ásdísardóttir Útgefandi: Forlagið 347 blaðsíðurRithöfundurinn Maja Lunde er einn vinsælasti rithöfundur Norðmanna um þessar mundir. Fyrsta fullorðinsskáldsaga hennar, Saga býflugnanna, sló rækilega í gegn um allan heim og Blá er önnur fullorðinssaga hennar og hefur ekki hlotið síðri viðtökur. Báðar eru bækurnar hluti af loftslagsfjórleik þar sem ætlunin er að kanna áhrif loftslagsbreytinga í fortíð, nútíð og framtíð. Sagan Blá gerist á tveimur tímabilum. Annars vegar fylgjum við Signe, norskri konu á áttræðisaldri sem lifir í okkar samtíma og hefur horft upp á skemmdarverk á náttúrunni frá barnsaldri, séð dalinn sinn, fossana og jökulinn eyðilagða og ákveður að gera upp við fortíðina með táknrænum hætti. Hins vegar fylgjum við frönsku feðginunum David og lítilli dóttur hans Lou í Evrópu árið 2041 þar sem ekki hefur rignt í fimm ár og vatn er mesta munaðarvara sem völ er á. Þau búa í flóttamannabúðum og draumurinn er að komast norður þar sem vatn er að fá. En landamærin eru lokuð og vonin lítil. Sögurnar tengjast með óvæntum hætti gegnum skútuna Blá sem er í eigu Signe en David og Lou finna á furðulegum stað. Blá er ekki þægileg aflestrar, óþægilega allt of nálægt samtímanum og líklegri framtíð, einmitt núna þegar hitabylgja virðist ætla að steikja meginland Evrópu enn eitt sumarið. Maður á efri árum stillti sér upp fyrir framan beltagröfu síðastliðinn þriðjudag til að mótmæla virkjunum en virkjanir eru einmitt sterkt leiðarstef í Blá, fyrst vatnsaflsvirkjanir og svo vatnshreinsistöðvar. Lýsingarnar á lífinu í vatnsflóttamannabúðunum eru áhrifamiklar sem og hversu líkt líf David og Lou er okkar lífi í dag áður en eldur læsir sig í bæinn þeirra, eldur sem er ekki hægt að slökkva því það er ekkert vatn til. Það hversu fljótt þau feðgin fara frá því að lifa því sem við myndum kalla venjulegu, vestrænu lífi yfir í allsleysi og landleysi er áminning um hvernig hlutir geta þróast og eru líklegir til að þróast ef við tökum ekki í taumana og það bæði fast og fljótt. En þrátt fyrir allt er ekki öll von úti og lokin sýna svo ekki verður um villst hvað er það eina sem er þess megnugt að bjarga okkur. Að áherslunni á umhverfismálin slepptri er Blá einnig feiknavel skrifuð og áhrifamikil skáldsaga sem gefur innsýn í okkar nánustu samskipti, við þá sem við elskum, við fjölskylduna og við umhverfið og náttúruna. Ingunn Ásdísardóttir þýðir söguna og ferst það vel úr hendi. Niðurstaða: Blá er áhrifamikil skáldsaga um áleitið efni en líka mennsku, ást og von.
Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira