Sykur og frelsi Guðmundur Steingrímsson skrifar 1. júlí 2019 07:00 Ég verð að játa að mér persónulega er nokkurn veginn alveg sama hvað sykrað kók kostar og ef Nóa kropp og lakkrís — sem er eiginlega eina nammið sem ég finn einstaka sinnum löngun til að fá mér — hækkar í verði, þá býst ég við að ég muni kaupa mér það samt ef umtalsverð þörf til þess skapast. Nammi og sykraðir gosdrykkir skipa sem sagt ekki þann sess í mínu lífi að ég sjái ástæðu til þess að vera á nokkurn hátt brjálaður yfir tillögu Landlæknisembættisins um að leggja hér á sérstakan skatt á slíkar vörur í þágu lýðheilsusjónarmiða. Ég er pollrólegur. Hins vegar verð ég þó líka að játa að það hringja ætíð í kolli mínum vissar viðvörunarbjöllur og efasemdarkór sálu minnar syngur fimmraddað í hvert einasta skipti sem þessi umræða, um lýðheilsu og frelsi almennt, kemur upp á yfirborðið. Og slíkt gerist jú æði oft. Umræðan um sykurskattinn er gott dæmi. Hér vill yfirvaldið beita skattlagningu svo lýðurinn öðlist betri heilsu. Skerða skal fjárhagslegt svigrúm til nammikaupa. Minna frelsi, meiri lýðheilsa.Spurningar æpa Þarna tjúllast ég dáldið. Á þessum punkti fórna ég höndum og höfuðið snýst í heilhring á búknum. Augun á stilkum. Hárið upp í loftið. Spurningin æpir á mig: Af hverju þykir það svona sjálfsagt mál í ákveðnum kreðsum að hamla skuli frelsi og svigrúmi, því annars muni lýðheilsa versna og fólk drepa sig úr sjúkdómum? Af hverju er frelsi álitið andstæða lýðheilsu? Ég sé veröldina öðrum augum. Ég held að frelsi bæti ekki síður lýðheilsu. Kannski eru einhver mörk en ég held þó samt almennt að því meira sem frelsið er, því betri lýðheilsa. Og af hverju finnst mér þetta? Jú, vegna þess að frelsi — sérstaklega í vel menntuðu samfélagi þar sem fólk hefur greiðan aðgang að upplýsingum — eykur ábyrgð. Fólk tekur upplýstar ákvarðanir. Ég tel raunar að ábyrgð fólks á sjálfu sér sé langbesta leiðin til þess að bæta lýðheilsu á einhvern hátt sem virkar, til langs tíma. Annað er eilífðarbarningur. Sjálfsagt er þetta ekki alveg svarthvítt. Boð og bönn, skattar og verðlag, hafa sjálfsagt einhver áhrif. En þó má velta fyrir sér dæmunum. Hvað hefur minnkað reykingar? Er það verðið á pakkanum eða almenn vitneskja fólks um það að reykingar eru stórhættulegar? Hvað hefur aukið hreyfingu og skapað þannig stemningu meðal þjóðarinnar að fólk er hlaupandi, hjólandi, syndandi og skíðandi út um allar hæðir og hóla? Lög frá Alþingi?Stjórnmál fortíðar Auðvitað ekki. Fleiri dæmi blasa við. Ég held til dæmis að óhikað megi fullyrða að áfengismenning þjóðarinnar hafi batnað mikið á undanförnum áratugum. Hér áður fyrr voru meira eða minna allir pöddufullir. Svo er ekki nú. Unglingadrykkja hefur einnig minnkað gríðarlega. Á sama tíma hafa verið stigin skref í frelsisátt hvað áfengismál varðar, svo sem með fjölgun áfengisverslana og lengri opnunartíma. Umræðan og ábyrgð fólks, samfara auknu frelsi, hefur bætt menninguna. Það er aldrei smart í rökræðu að væna fólk um fasisma. Þegar það hugtak heyrist er það yfirleitt vísbending um að umræðan sé komin verulega út í móa og fólk farið að missa stjórn á tilfinningum sínum. Hins vegar get ég ekki látið hjá líða að minna á — í samhengi álitamála varðandi lýðheilsustjórnmál — að fasismi sem stjórnmálaskoðun í upphafi síðustu aldar einkenndist ákaflega mikið af áherslu á lýðheilsu og hreysti. Þessar áherslur má glöggt greina í blaðinu Fasistinn sem kom út á Íslandi í örfáum tölublöðum á millistríðsárunum og finna má á timarit.is. Drjúgur þáttur í boðskapnum var áherslan á lýðheilsu. Sjálfsagt var þetta skásta hliðin á þessari annars andstyggilega stjórnmálaviðhorfi, en tengslin eru umhugsunarverð. Hugsanlegt er að þessi hlið fasismans lifi enn í dag í vissri stefnumótun í heilbrigðismálum. Heilsu lýðsins skal bæta með miðstýrðu boðvaldi. Ríkið skal hafa vit.Annað má gera frekar Mér finnst þetta röng nálgun. Áður en farið er í skattaþvinganir gegn nammigrísum finnst mér að prófa mætti fjölmargar aðrar hófsamari og skynsamari aðferðir, sem ríma meira við tíðaranda samfélagsins. Hvað með að setja til dæmis merkingar á matvæli, þar sem fólk er varað við sykurmagni og þá líka, ef út í það er farið, fitumagni og saltmagni? Upplýsingar eru gull. Hví ekki að auka frekar aðgengi að þeim? Svo mætti líka íhuga hitt, að lækka frekar verð á heilsusamlegum matvælum eins og grænmeti, ávöxtum, hnetum og fræjum. Í raun er heilsuvakningin sem orðið hefur á Íslandi og öll eftirspurnin sem skapast hefur eftir slíkum mat besta dæmið um það að verðlag stýrir ekki neyslunni nema að litlum hluta. Þrátt fyrir að maður þurfi eiginlega að sækja um lán til að kaupa lárperur, þá kaupir maður þær samt. Sem frjáls og upplýstur maður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Ég verð að játa að mér persónulega er nokkurn veginn alveg sama hvað sykrað kók kostar og ef Nóa kropp og lakkrís — sem er eiginlega eina nammið sem ég finn einstaka sinnum löngun til að fá mér — hækkar í verði, þá býst ég við að ég muni kaupa mér það samt ef umtalsverð þörf til þess skapast. Nammi og sykraðir gosdrykkir skipa sem sagt ekki þann sess í mínu lífi að ég sjái ástæðu til þess að vera á nokkurn hátt brjálaður yfir tillögu Landlæknisembættisins um að leggja hér á sérstakan skatt á slíkar vörur í þágu lýðheilsusjónarmiða. Ég er pollrólegur. Hins vegar verð ég þó líka að játa að það hringja ætíð í kolli mínum vissar viðvörunarbjöllur og efasemdarkór sálu minnar syngur fimmraddað í hvert einasta skipti sem þessi umræða, um lýðheilsu og frelsi almennt, kemur upp á yfirborðið. Og slíkt gerist jú æði oft. Umræðan um sykurskattinn er gott dæmi. Hér vill yfirvaldið beita skattlagningu svo lýðurinn öðlist betri heilsu. Skerða skal fjárhagslegt svigrúm til nammikaupa. Minna frelsi, meiri lýðheilsa.Spurningar æpa Þarna tjúllast ég dáldið. Á þessum punkti fórna ég höndum og höfuðið snýst í heilhring á búknum. Augun á stilkum. Hárið upp í loftið. Spurningin æpir á mig: Af hverju þykir það svona sjálfsagt mál í ákveðnum kreðsum að hamla skuli frelsi og svigrúmi, því annars muni lýðheilsa versna og fólk drepa sig úr sjúkdómum? Af hverju er frelsi álitið andstæða lýðheilsu? Ég sé veröldina öðrum augum. Ég held að frelsi bæti ekki síður lýðheilsu. Kannski eru einhver mörk en ég held þó samt almennt að því meira sem frelsið er, því betri lýðheilsa. Og af hverju finnst mér þetta? Jú, vegna þess að frelsi — sérstaklega í vel menntuðu samfélagi þar sem fólk hefur greiðan aðgang að upplýsingum — eykur ábyrgð. Fólk tekur upplýstar ákvarðanir. Ég tel raunar að ábyrgð fólks á sjálfu sér sé langbesta leiðin til þess að bæta lýðheilsu á einhvern hátt sem virkar, til langs tíma. Annað er eilífðarbarningur. Sjálfsagt er þetta ekki alveg svarthvítt. Boð og bönn, skattar og verðlag, hafa sjálfsagt einhver áhrif. En þó má velta fyrir sér dæmunum. Hvað hefur minnkað reykingar? Er það verðið á pakkanum eða almenn vitneskja fólks um það að reykingar eru stórhættulegar? Hvað hefur aukið hreyfingu og skapað þannig stemningu meðal þjóðarinnar að fólk er hlaupandi, hjólandi, syndandi og skíðandi út um allar hæðir og hóla? Lög frá Alþingi?Stjórnmál fortíðar Auðvitað ekki. Fleiri dæmi blasa við. Ég held til dæmis að óhikað megi fullyrða að áfengismenning þjóðarinnar hafi batnað mikið á undanförnum áratugum. Hér áður fyrr voru meira eða minna allir pöddufullir. Svo er ekki nú. Unglingadrykkja hefur einnig minnkað gríðarlega. Á sama tíma hafa verið stigin skref í frelsisátt hvað áfengismál varðar, svo sem með fjölgun áfengisverslana og lengri opnunartíma. Umræðan og ábyrgð fólks, samfara auknu frelsi, hefur bætt menninguna. Það er aldrei smart í rökræðu að væna fólk um fasisma. Þegar það hugtak heyrist er það yfirleitt vísbending um að umræðan sé komin verulega út í móa og fólk farið að missa stjórn á tilfinningum sínum. Hins vegar get ég ekki látið hjá líða að minna á — í samhengi álitamála varðandi lýðheilsustjórnmál — að fasismi sem stjórnmálaskoðun í upphafi síðustu aldar einkenndist ákaflega mikið af áherslu á lýðheilsu og hreysti. Þessar áherslur má glöggt greina í blaðinu Fasistinn sem kom út á Íslandi í örfáum tölublöðum á millistríðsárunum og finna má á timarit.is. Drjúgur þáttur í boðskapnum var áherslan á lýðheilsu. Sjálfsagt var þetta skásta hliðin á þessari annars andstyggilega stjórnmálaviðhorfi, en tengslin eru umhugsunarverð. Hugsanlegt er að þessi hlið fasismans lifi enn í dag í vissri stefnumótun í heilbrigðismálum. Heilsu lýðsins skal bæta með miðstýrðu boðvaldi. Ríkið skal hafa vit.Annað má gera frekar Mér finnst þetta röng nálgun. Áður en farið er í skattaþvinganir gegn nammigrísum finnst mér að prófa mætti fjölmargar aðrar hófsamari og skynsamari aðferðir, sem ríma meira við tíðaranda samfélagsins. Hvað með að setja til dæmis merkingar á matvæli, þar sem fólk er varað við sykurmagni og þá líka, ef út í það er farið, fitumagni og saltmagni? Upplýsingar eru gull. Hví ekki að auka frekar aðgengi að þeim? Svo mætti líka íhuga hitt, að lækka frekar verð á heilsusamlegum matvælum eins og grænmeti, ávöxtum, hnetum og fræjum. Í raun er heilsuvakningin sem orðið hefur á Íslandi og öll eftirspurnin sem skapast hefur eftir slíkum mat besta dæmið um það að verðlag stýrir ekki neyslunni nema að litlum hluta. Þrátt fyrir að maður þurfi eiginlega að sækja um lán til að kaupa lárperur, þá kaupir maður þær samt. Sem frjáls og upplýstur maður.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar