Fótbolti

Starfsmaður Bandaríkjanna var á hóteli enska landsliðsins meðan þær ensku æfðu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Neville var ekki par sáttur með þessa uppákomu.
Neville var ekki par sáttur með þessa uppákomu. vísir/getty
Phil Neville, þjálfari enska kvennalandsliðsins, hefur sett spurningarmerki við mannasiði bandaríska landsliðsins eftir að starfsmaður þeirra sást á hóteli Englendinga í Lyon.

Liðin mætast í undanúrslitum HM í Lyon annað kvöld en Neville gagnrýndi þetta á blaðamannafundi sínum í morgun er hann ræddi um leik morgundagsins.

Samkvæmt heimildum sást að minnsta kosti einn starfsmaður Bandaríkjanna á hóteli Englendinga á meðan þær ensku voru á æfingu.







Bæði Neville og þjálfari Bandaríkjanna, Jill Ellis, hafa neitað því að um njósnir voru að ræða en Ellis segir að starfsmaðurinn hafi verið að skoða mögulegt hótel, fari Bandaríkin í úrslitaleikinn.

Neville undraði sig á þessu en sagði þó að honum hafi bara fundist þetta fyndið. Þetta muni ekki hafa áhrif á leikinn annað kvöld.

„Þetta kemur þeim ekki að góðu og hefur ekki áhrif á leikinn. Mér fannst þetta bara fyndið. Ég hugsaði bara: Hvað eru þau að gera? Þetta eru ekki mannasiðir, er það?“

„Það eina sem ég vil segja er að ég myndi ekki láta mína starfsmenn gera þetta. Við erum ánægð með hótelið og ég vona að þau hafi notið hótelsins,“ bætti Neville við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×