Íslandspóstur auglýsir Samskipti til sölu þrettán árum eftir kaup Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. júlí 2019 14:26 Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspósts, segist ekki hafa miklar skoðanir á hugsanlegri sölu ríkisins á rekstri Íslandspósts. Það mikilvægasta sé að koma rekstrinum í rétt horf. Íslandspóstur Íslandspóstur er að undirbúa söluferli á prentþjónustufyrirtækinu Samskiptum. Salan er hluti af endurskipulagningu félagsins vegna fjárhagsörðugleika sem greint var frá á dögunum. Samskipti er þjónustufyrirtæki á sviði prentlausna og þjónustar fyrirtæki jafnt sem einstaklinga. Sextán starfsmenn eru í fullu starfi hjá Samskiptum og einn í hálfu starfi. Íslandspóstur mun fá óháða matsaðila til að verðmeta félagið og taka saman sölugögn en allt kapp er lagt á að ferlið taki sem skemmstan tíma og mun auglýsing um söluferlið birtast á næstu vikum segir í tilkynningu frá Íslandspósti. „Íslandspóstur er í alsherjar endurskipulagningu og mikið hagræðingarferli er farið af stað innan félagsins, í því ferli er litið á alla hluta rekstursins og metið hvað þjónar hagsmunum til framtíðar,“ segir Birgir Jónsson forstjóri. „Samskipti var keypt árið 2006 þegar aðstæður voru aðrar og Íslandspóstur var leita eftir viðskiptatækifærum til að styrkja sig til framtíðar enda lá þá þegar fyrir að vægi hefðbundina bréfa myndi minnka í starfseminni. Tilkoma og vöxtur netverslana hefur haft það í för með sér að megin starfsemi Íslandspósts er í pakkasendinum sem og auðvitað bréfadreifingu. Við lítum einfaldlega svo á núna að prentsmiðjurekstur sé ekki hluti af kjarnastarfsemi Íslandspósts og höfum því ákveðið að setja fyrirtækið á sölu. Okkar markmið með endurskipulagningunni er að reka fyrirtækið á sem hagkvæmastan hátt, minnka yfirbyggingu og bæta þjónustu. Þessi ákvörðun er liður í þeirri vegferð.“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur viðrað skoðanir sínar að ríkið selji Íslandspóst. Birgir hefur sagst ekki hafa miklar skoðanir á hugsanlegri sölu ríkisins á rekstri Íslandspósts. Það mikilvægasta sé að koma rekstrinum í rétt horf. Íslandspóstur Neytendur Tengdar fréttir Íslandspóstur fækkar framkvæmdastjórum og flytur í ódýrara húsnæði Viðamiklar breytingar hafa verið gerðar á rekstri Íslandspósts. Framkvæmdastjórum verður fækkað úr fimm í þrjá, og láta þannig tveir framkvæmdastjórar af störfum. 25. júní 2019 09:21 Íslenskt eftirlit einkennist af hálfkáki Nefndarmaður í fjárlaganefnd segir eftirlitsstofnanir á Íslandi of ragar við að segja hlutina eins og þeir eru og skýr fyrirmæli skorti. Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Íslandspóst var birt í gær. 26. júní 2019 08:00 Íslandspóstur verði seldur við fyrsta tækifæri segir ráðherra Þegar umbætur á lagaumgjörð, sem gerðar hafa verið, og nauðsynlegar breytingar á rekstri Íslandspósts fari að skila árangri er ekkert því til fyrirstöðu að ríkið selji reksturinn, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. 27. júní 2019 06:00 Mest lesið Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Íslandspóstur er að undirbúa söluferli á prentþjónustufyrirtækinu Samskiptum. Salan er hluti af endurskipulagningu félagsins vegna fjárhagsörðugleika sem greint var frá á dögunum. Samskipti er þjónustufyrirtæki á sviði prentlausna og þjónustar fyrirtæki jafnt sem einstaklinga. Sextán starfsmenn eru í fullu starfi hjá Samskiptum og einn í hálfu starfi. Íslandspóstur mun fá óháða matsaðila til að verðmeta félagið og taka saman sölugögn en allt kapp er lagt á að ferlið taki sem skemmstan tíma og mun auglýsing um söluferlið birtast á næstu vikum segir í tilkynningu frá Íslandspósti. „Íslandspóstur er í alsherjar endurskipulagningu og mikið hagræðingarferli er farið af stað innan félagsins, í því ferli er litið á alla hluta rekstursins og metið hvað þjónar hagsmunum til framtíðar,“ segir Birgir Jónsson forstjóri. „Samskipti var keypt árið 2006 þegar aðstæður voru aðrar og Íslandspóstur var leita eftir viðskiptatækifærum til að styrkja sig til framtíðar enda lá þá þegar fyrir að vægi hefðbundina bréfa myndi minnka í starfseminni. Tilkoma og vöxtur netverslana hefur haft það í för með sér að megin starfsemi Íslandspósts er í pakkasendinum sem og auðvitað bréfadreifingu. Við lítum einfaldlega svo á núna að prentsmiðjurekstur sé ekki hluti af kjarnastarfsemi Íslandspósts og höfum því ákveðið að setja fyrirtækið á sölu. Okkar markmið með endurskipulagningunni er að reka fyrirtækið á sem hagkvæmastan hátt, minnka yfirbyggingu og bæta þjónustu. Þessi ákvörðun er liður í þeirri vegferð.“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur viðrað skoðanir sínar að ríkið selji Íslandspóst. Birgir hefur sagst ekki hafa miklar skoðanir á hugsanlegri sölu ríkisins á rekstri Íslandspósts. Það mikilvægasta sé að koma rekstrinum í rétt horf.
Íslandspóstur Neytendur Tengdar fréttir Íslandspóstur fækkar framkvæmdastjórum og flytur í ódýrara húsnæði Viðamiklar breytingar hafa verið gerðar á rekstri Íslandspósts. Framkvæmdastjórum verður fækkað úr fimm í þrjá, og láta þannig tveir framkvæmdastjórar af störfum. 25. júní 2019 09:21 Íslenskt eftirlit einkennist af hálfkáki Nefndarmaður í fjárlaganefnd segir eftirlitsstofnanir á Íslandi of ragar við að segja hlutina eins og þeir eru og skýr fyrirmæli skorti. Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Íslandspóst var birt í gær. 26. júní 2019 08:00 Íslandspóstur verði seldur við fyrsta tækifæri segir ráðherra Þegar umbætur á lagaumgjörð, sem gerðar hafa verið, og nauðsynlegar breytingar á rekstri Íslandspósts fari að skila árangri er ekkert því til fyrirstöðu að ríkið selji reksturinn, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. 27. júní 2019 06:00 Mest lesið Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Íslandspóstur fækkar framkvæmdastjórum og flytur í ódýrara húsnæði Viðamiklar breytingar hafa verið gerðar á rekstri Íslandspósts. Framkvæmdastjórum verður fækkað úr fimm í þrjá, og láta þannig tveir framkvæmdastjórar af störfum. 25. júní 2019 09:21
Íslenskt eftirlit einkennist af hálfkáki Nefndarmaður í fjárlaganefnd segir eftirlitsstofnanir á Íslandi of ragar við að segja hlutina eins og þeir eru og skýr fyrirmæli skorti. Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Íslandspóst var birt í gær. 26. júní 2019 08:00
Íslandspóstur verði seldur við fyrsta tækifæri segir ráðherra Þegar umbætur á lagaumgjörð, sem gerðar hafa verið, og nauðsynlegar breytingar á rekstri Íslandspósts fari að skila árangri er ekkert því til fyrirstöðu að ríkið selji reksturinn, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. 27. júní 2019 06:00