Vigdís Hauksdóttir kærir úrskurð kjörnefndar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. júlí 2019 19:01 Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins. Vísir/Vilhelm Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins í Reykjavík, hefur kært úrskurð kjörnefndar sem skipuð var af sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu þann 7. júní síðastliðinn. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að kæra Vigdísar á framkvæmd borgarstjórnarkosninganna sem fram fóru á síðasta ári hafi komið of seint. Henni var því vísað frá. Áður hafði sýslumaður vísað kærunni frá en fyrr í þessum mánuði felldi dómsmálaráðuneytið ákvörðun sýslumanns úr gildi og lagði fyrir hann að skipa þriggja manna nefnd til að úrskurða um kæruefni. Forsaga málsins er sú að Reykjavíkurborg ákvað snemma árs 2018 að ráðast í aðgerðir til að auka kosningaþátttöku. Send voru bréf á innflytjendur sem nýverið höfðu öðlast kosningarétt í borgarstjórnarkosningum, konur yfir áttrætt og ungt fólk sem var að kjósa í fyrsta skipti. Á síðastnefnda hópnum stóð til að gera rannsókn á hvaða áhrif hvatningin hefði. Persónuvernd tók málið til skoðunar og komst að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið gætt að persónuverndarákvæðum þegar borgaryfirvöld sendu út á tiltekna hópa hvatningu um að taka þátt í kosningunum. Í kjölfarið ákvað Vigdís að kæra framkvæmd kosninganna á þeim grundvelli að umrætt verkefni borgarinnar væri ólögmæt íhlutun þáverandi meirihluta í kosningarnar.Segir nýjan kærufrest hafa hafist við úrskurð Persónuverndar Í kærunni, sem Vigdís sendi fjölmiðlum í dag, segir að hún telji að 7. febrúar, daginn sem úrskurður Persónuverndar var birtur, hafi nýr kærufrestur vegna kosninganna byrjað. „Kjörnefnd og kærandi eru ekki sammála í þessum efnum og hefur kjörnefnd vísað kærunni frá með þeim rökum að ekki eru ákvæði í lögum um kosningar til sveitastjórna nr. 5/1998 um að framlengja megi þann frest sem kveðið er á um í 1. mgr. 93. gr. Jafnframt taldi nefndin að ekki væri í öðrum lögum eða réttarheimildum að finna heimild til þess að nefndin gæti framlengt þann frest eða ákvarðað að upphaf hans verði fært til síðara takmarks en þess er úrslitum kosninga var lýst.“ Þarna segir Vigdís nefndina hafa beitt lagaeyðuákvæði sem túlka verði kæranda, það er Vigdísi sjálfri, í hag „vegna alvarleika brotsins og fordæmalausra vinnubragða Reykjavíkurborgar sem Persónuvernd úrskurðaði um að afloknum lögbundnum sveitastjórnarkosningum.“ Líti Vigdís á brot Reykjavíkurborgar á persónuverndarlögum sem alvarlega aðför að lýðræði í landinu. Óskar Vigdís eftir því að dómsmálaráðuneytið vísi kæru hennar aftur til kjörnefndarinnar til efnisúrskurðar á grunni alvarleika þeirra brota sem Persónuvernd úrskurðaði um, til ógildingar kosninganna. „Ef dómsmálaráðuneytið telur þá vísun málsins ekki rétta óskar kærandi eftir að ráðuneytið vísi kærunni til rétts stjórnvalds, eða úrskurði sjálft efnislega,“ segir í kærunni. Borgarstjórn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Þriggja manna nefnd tekur afstöðu til kæru Vigdísar Dómsmálaráðuneytið hefur fellt úr gildi ákvörðun sýslumanns á höfuðborgarsvæðinu þess efnis að vísa frá kæru Vigdísar Hauksdóttir, borgarfulltrúa Miðflokksins, um gildi borgarstjórnarkosninganna í Reykjavík. Lagt hefur verið fyrir sýslumann að skipa þriggja manna nefnd til að úrskurða um kæruefni. 5. júní 2019 10:55 Dagur setti hnefann í borðið: „Ábyrgðarhluti af kjörnum fulltrúum að dreifa gróusögum um kosningasvindl“ Breytingartillaga meirihlutans var samþykkt í kvöld. 20. febrúar 2019 00:10 Þriggja manna nefndin vísar kosningakæru Vigdísar frá Þriggja manna nefnd skipuð af sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu hefur komist að þeirri niðurstöðu að kæra Vigdísar Hauksdóttir, borgarfulltrúa Miðflokksins, á framkvæmd borgarstjórnakosninganna á síðasta ári hafi komið of seint fram og var henni því vísað frá. Vigdís hyggst kæra úrskurðinn til dómsmálaráðuneytisins. 25. júní 2019 13:39 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Fleiri fréttir Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins í Reykjavík, hefur kært úrskurð kjörnefndar sem skipuð var af sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu þann 7. júní síðastliðinn. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að kæra Vigdísar á framkvæmd borgarstjórnarkosninganna sem fram fóru á síðasta ári hafi komið of seint. Henni var því vísað frá. Áður hafði sýslumaður vísað kærunni frá en fyrr í þessum mánuði felldi dómsmálaráðuneytið ákvörðun sýslumanns úr gildi og lagði fyrir hann að skipa þriggja manna nefnd til að úrskurða um kæruefni. Forsaga málsins er sú að Reykjavíkurborg ákvað snemma árs 2018 að ráðast í aðgerðir til að auka kosningaþátttöku. Send voru bréf á innflytjendur sem nýverið höfðu öðlast kosningarétt í borgarstjórnarkosningum, konur yfir áttrætt og ungt fólk sem var að kjósa í fyrsta skipti. Á síðastnefnda hópnum stóð til að gera rannsókn á hvaða áhrif hvatningin hefði. Persónuvernd tók málið til skoðunar og komst að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið gætt að persónuverndarákvæðum þegar borgaryfirvöld sendu út á tiltekna hópa hvatningu um að taka þátt í kosningunum. Í kjölfarið ákvað Vigdís að kæra framkvæmd kosninganna á þeim grundvelli að umrætt verkefni borgarinnar væri ólögmæt íhlutun þáverandi meirihluta í kosningarnar.Segir nýjan kærufrest hafa hafist við úrskurð Persónuverndar Í kærunni, sem Vigdís sendi fjölmiðlum í dag, segir að hún telji að 7. febrúar, daginn sem úrskurður Persónuverndar var birtur, hafi nýr kærufrestur vegna kosninganna byrjað. „Kjörnefnd og kærandi eru ekki sammála í þessum efnum og hefur kjörnefnd vísað kærunni frá með þeim rökum að ekki eru ákvæði í lögum um kosningar til sveitastjórna nr. 5/1998 um að framlengja megi þann frest sem kveðið er á um í 1. mgr. 93. gr. Jafnframt taldi nefndin að ekki væri í öðrum lögum eða réttarheimildum að finna heimild til þess að nefndin gæti framlengt þann frest eða ákvarðað að upphaf hans verði fært til síðara takmarks en þess er úrslitum kosninga var lýst.“ Þarna segir Vigdís nefndina hafa beitt lagaeyðuákvæði sem túlka verði kæranda, það er Vigdísi sjálfri, í hag „vegna alvarleika brotsins og fordæmalausra vinnubragða Reykjavíkurborgar sem Persónuvernd úrskurðaði um að afloknum lögbundnum sveitastjórnarkosningum.“ Líti Vigdís á brot Reykjavíkurborgar á persónuverndarlögum sem alvarlega aðför að lýðræði í landinu. Óskar Vigdís eftir því að dómsmálaráðuneytið vísi kæru hennar aftur til kjörnefndarinnar til efnisúrskurðar á grunni alvarleika þeirra brota sem Persónuvernd úrskurðaði um, til ógildingar kosninganna. „Ef dómsmálaráðuneytið telur þá vísun málsins ekki rétta óskar kærandi eftir að ráðuneytið vísi kærunni til rétts stjórnvalds, eða úrskurði sjálft efnislega,“ segir í kærunni.
Borgarstjórn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Þriggja manna nefnd tekur afstöðu til kæru Vigdísar Dómsmálaráðuneytið hefur fellt úr gildi ákvörðun sýslumanns á höfuðborgarsvæðinu þess efnis að vísa frá kæru Vigdísar Hauksdóttir, borgarfulltrúa Miðflokksins, um gildi borgarstjórnarkosninganna í Reykjavík. Lagt hefur verið fyrir sýslumann að skipa þriggja manna nefnd til að úrskurða um kæruefni. 5. júní 2019 10:55 Dagur setti hnefann í borðið: „Ábyrgðarhluti af kjörnum fulltrúum að dreifa gróusögum um kosningasvindl“ Breytingartillaga meirihlutans var samþykkt í kvöld. 20. febrúar 2019 00:10 Þriggja manna nefndin vísar kosningakæru Vigdísar frá Þriggja manna nefnd skipuð af sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu hefur komist að þeirri niðurstöðu að kæra Vigdísar Hauksdóttir, borgarfulltrúa Miðflokksins, á framkvæmd borgarstjórnakosninganna á síðasta ári hafi komið of seint fram og var henni því vísað frá. Vigdís hyggst kæra úrskurðinn til dómsmálaráðuneytisins. 25. júní 2019 13:39 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Fleiri fréttir Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Sjá meira
Þriggja manna nefnd tekur afstöðu til kæru Vigdísar Dómsmálaráðuneytið hefur fellt úr gildi ákvörðun sýslumanns á höfuðborgarsvæðinu þess efnis að vísa frá kæru Vigdísar Hauksdóttir, borgarfulltrúa Miðflokksins, um gildi borgarstjórnarkosninganna í Reykjavík. Lagt hefur verið fyrir sýslumann að skipa þriggja manna nefnd til að úrskurða um kæruefni. 5. júní 2019 10:55
Dagur setti hnefann í borðið: „Ábyrgðarhluti af kjörnum fulltrúum að dreifa gróusögum um kosningasvindl“ Breytingartillaga meirihlutans var samþykkt í kvöld. 20. febrúar 2019 00:10
Þriggja manna nefndin vísar kosningakæru Vigdísar frá Þriggja manna nefnd skipuð af sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu hefur komist að þeirri niðurstöðu að kæra Vigdísar Hauksdóttir, borgarfulltrúa Miðflokksins, á framkvæmd borgarstjórnakosninganna á síðasta ári hafi komið of seint fram og var henni því vísað frá. Vigdís hyggst kæra úrskurðinn til dómsmálaráðuneytisins. 25. júní 2019 13:39