Fyrirliði Evrópumeistara Liverpool með nýtt húðflúr og fær líka að heyra það Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júlí 2019 11:30 Jordan Henderson með Meistaradeildarbikarinn sem verður hér eftir alltaf "hluti af honum“. Getty/Marc Atkins Jordan Henderson komst í úrvalshóp í Madrid 1. júní síðastliðinn þegar hann lyfti Meistaradeildarbikarnum eftir sigur Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Aðeins fjórir aðrir leikmenn Liverpool hafa lyft þessum eftirsótta bikar eða þeir Emlyn Hughes (1977, 1978), Phil Thompson (1981), Graeme Souness (1984) og Steven Gerrard (2005). Henderson ákvað að minnast þessa miklu tímamóta með sérstökum hætti. Hann mætti á húðflúrstofu með ákveðna ósk.Jordan Henderson's new tattoo of the Champions League trophy on his left thigh 'He's saving the right leg for the Premier League trophy' #LFChttps://t.co/6eKJaVp9lX — GiveMeSport Football (@GMS__Football) June 30, 2019Jordan Henderson vildi fá Meistarabikarinn húðflúraðan á vinstra lærið og fékk það eins og sjá má á myndinni hér fyrir ofan. Henderson kom til Liverpool frá Sunderland árið 2011 en hann var þá bara tvítugur. Enginn leikmaður Liverpool í dag hefur verið lengur hjá félaginu. Jordan Henderson tók við fyrirliðabandinu af Steven Gerrard og var búinn að bíða lengi eftir því að fá að lyfta bikar. Liverpool vann síðast titil tímabilið 2011-12 og hafði tapað þremur úrslitaleikjum á síðustu þremur tímabilum. Nú fékk Henderson loksins að upplifa það að stíga fram og taka við bikar. Þetta var án vafa stærsta stundin hans á ferlinum og kappinn var klökkur í viðtölum eftir leik. Jordan Henderson ætlaði að vera öruggur með að gleyma ekki þessum degi og þetta húðflúr ætti að sjá til þess. Henderson hefur hins vegar fengið á sig talsverða gagnrýni á samfélagsmiðlum fyrir uppátækið og margir hafa látið hann heyra það. Gagnrýnendum hans finnst þetta full mikið af sjálfshreykni og rembingi. Þeim finnst að fyrirliði Evrópumeistaranna eigi að sýna meiri auðmýkt. Aðrir hafa líka bent á það að hægra lærið er nú laust fyrir húðflúr af Englandsbikarnum takist Liverpool að vinna hann í vetur eftir þrjátíu ára bið.This time last month, Liverpool captain Jordan Henderson lifted the Champions League trophy pic.twitter.com/vBcByw7tmA — Goal (@goal) July 1, 2019 Enski boltinn Húðflúr Meistaradeild Evrópu Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í París og Solskjær mætir til leiks í Tyrklandi Sport Fleiri fréttir Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Sjá meira
Jordan Henderson komst í úrvalshóp í Madrid 1. júní síðastliðinn þegar hann lyfti Meistaradeildarbikarnum eftir sigur Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Aðeins fjórir aðrir leikmenn Liverpool hafa lyft þessum eftirsótta bikar eða þeir Emlyn Hughes (1977, 1978), Phil Thompson (1981), Graeme Souness (1984) og Steven Gerrard (2005). Henderson ákvað að minnast þessa miklu tímamóta með sérstökum hætti. Hann mætti á húðflúrstofu með ákveðna ósk.Jordan Henderson's new tattoo of the Champions League trophy on his left thigh 'He's saving the right leg for the Premier League trophy' #LFChttps://t.co/6eKJaVp9lX — GiveMeSport Football (@GMS__Football) June 30, 2019Jordan Henderson vildi fá Meistarabikarinn húðflúraðan á vinstra lærið og fékk það eins og sjá má á myndinni hér fyrir ofan. Henderson kom til Liverpool frá Sunderland árið 2011 en hann var þá bara tvítugur. Enginn leikmaður Liverpool í dag hefur verið lengur hjá félaginu. Jordan Henderson tók við fyrirliðabandinu af Steven Gerrard og var búinn að bíða lengi eftir því að fá að lyfta bikar. Liverpool vann síðast titil tímabilið 2011-12 og hafði tapað þremur úrslitaleikjum á síðustu þremur tímabilum. Nú fékk Henderson loksins að upplifa það að stíga fram og taka við bikar. Þetta var án vafa stærsta stundin hans á ferlinum og kappinn var klökkur í viðtölum eftir leik. Jordan Henderson ætlaði að vera öruggur með að gleyma ekki þessum degi og þetta húðflúr ætti að sjá til þess. Henderson hefur hins vegar fengið á sig talsverða gagnrýni á samfélagsmiðlum fyrir uppátækið og margir hafa látið hann heyra það. Gagnrýnendum hans finnst þetta full mikið af sjálfshreykni og rembingi. Þeim finnst að fyrirliði Evrópumeistaranna eigi að sýna meiri auðmýkt. Aðrir hafa líka bent á það að hægra lærið er nú laust fyrir húðflúr af Englandsbikarnum takist Liverpool að vinna hann í vetur eftir þrjátíu ára bið.This time last month, Liverpool captain Jordan Henderson lifted the Champions League trophy pic.twitter.com/vBcByw7tmA — Goal (@goal) July 1, 2019
Enski boltinn Húðflúr Meistaradeild Evrópu Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í París og Solskjær mætir til leiks í Tyrklandi Sport Fleiri fréttir Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Sjá meira
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti