Skoðun

Kleinuhringir eða kaffi?

Árný Björg Blandon skrifar
Dunkin Donuts og Krispy Kreme eru mjög góðir kleinuhringir, eru best þekktir í Bandaríkjunum, seljast gríðarlega vel og hafa gert í fleiri áratugi.

Það var því ekki skrýtið að þeim voru gerðir möguleikar á að seljast eins og heitar lummur hér á landi.

Það gerðist þó ekki. Málið er dautt eftir stuttan tíma.

Ég hef búið í Bandaríkjunum, reyndar í heil 9 ár og öll þau ár var stoppað við í Dunkin Donuts á leið til vinnu, í hádegishléinu og oft um helgar til að kaupa kaffi. Ekki til að kaupa kleinuhring eða annað góðgæti en það fékk munnvatnið þó af stað við lykt og sjón og þess vegna fékk maður sér oft hring með kaffinu.

Í Bandaríkjunum gengur Dunkin Donuts fyrst og fremst út á kaffið. Þekki Krispy Kreme ekki á sama hátt. En oft er auglýsingin yfir DD stöðunum “COFFEE AND MORE”.

Kaffið kostaði mig í kringum $2:00. Allskonar bragðtegundir og nokkrar stærðir, small, medium og large. Gott ef ekki er hægt að fá extra large.

Classic kleinuhringur kostaði ca. $0.90 cent. Þannig að það er augljóst að þeir græða á kaffinu. Það er aðalsöluvaran. 

Kleinuhringir og annað meðlæti selst einnig vel af því að það er svo gott með kaffinu.

Hér á landi fer fólk mikið í bakarí til að kaupa brauð og þar eru kleinuhringirnir bara nokkuð góðir, eða á mörgum stöðum og ég hef heyrt frá fólki að þeir séu ekkert síðri en Dunkin Donuts. Það er ekkert endilega betra að vera með kurl og krem á þeim. Spennandi kannski af og til.

Og þar sem fólk hér á landi fer mikið frekar á kaffihús til að fá sér kaffi heldur en á kleinuhringjastaði, þá varð Dunkin Donuts svolítið útundan enda kostuðu hringirnir sitt, því þeir voru aðalsöluvaran og áttu að halda staðnum uppi. Það varð ekki raunin.

Dunkin Donust þrífst vel í Ameríkunni vegna kaffisölunnar. Kleinuhringirnir eru bara með.




Skoðun

Skoðun

Þöggun

Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar

Sjá meira


×