Fátt fær stöðvað illa rekin ríkisfyrirtæki Helgi Vífill Júlíusson skrifar 3. júlí 2019 07:00 BSRB, samtök opinberra starfsmanna, börðust kröftuglega fyrir þá félagsmenn sem starfa hjá Íslandspósti á dögunum þegar mótmælt var einkavæðingu ríkisfyrirtækisins. Í herlúðrunum ómaði gamall, skerandi falskur tónn um mikilvægi ríkisrekstrar á fjölda sviða mannlífsins. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra á hrós skilið fyrir að stíga fram og lýsa yfir áhuga á að selja Íslandspóst. Það getur verið erfitt að viðra hugmyndir sem þessar í ríkisstjórnarsamstarfi við Vinstri græna. Það skiptir nefnilega sköpum að leiðtogar Sjálfstæðisflokksins tali með þessum hætti. Það hreyfir við umræðunni, eins og sést. Því miður vildi Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra stíga varlega til jarðar. Hann taldi ekki tímabært að ræða sölu á fyrirtækinu og vildi sjá hver árangur af rekstrarumbótum á félaginu yrði. Birgir Jónsson, nýr forstjóri Íslandspósts, má eiga það að hann lætur strax til sín taka. Hans fyrsta verk var að setja prentsmiðjuna Samskipti á sölu. Það er lýsandi fyrir óráðsíuna hjá ríkispóstinum að hafa keypt illa rekna prentsmiðju á árunum fyrir hrun. Stjórnendurnir virtust ekki átta sig á þeim takmörkum sem ríkisrekstur setur þeim. Sigurður Ingi þarf að hafa í huga að endurskipulagning á rekstri Íslandspósts breytir ekki þessu þrennu: Í fyrsta lagi á ríkið ekki að reka flutningafyrirtæki sem dreifir bréfum, pökkum og stærri sendingum eins og Íslandspóstur gerir. Hann á ekki að vera í samkeppnisrekstri. Opinberu fé er betur varið í þarfari verkefni. Í öðru lagi felst vandi Íslandspósts í því að bréfasendingum hefur fækkað með tilkomu internetsins. Ríkið sendir til dæmis ekki skattframtöl í pósti nema nauðbeygt. BSRB-liðar segja að póstþjónusta sé mikilvægur innviður en bréfasendingar eru það ekki lengur. Jafnvel þótt svo væri, geta einkafyrirtæki geta sinnt þjónustunni með myndarbrag. Í þriðja lagi er ríkið með einkarétt á bréfasendingum. Pawel Bartoszek, forseti borgarstjórnar, vakti athygli á að Ísland væri síðasta EES-ríkið til að afnema þessa einokun. Framkvæmdastjóri BSRB sagði í grein í Fréttablaðinu í gær að vandi Íslandspósts fælist í skorti á stefnumótun, ekki eignarhaldinu. Í þessu felst rökvilla. Vegna eignarhaldsins var skortur á stefnumótun. Aðhald hluthafa er með allt öðrum hætti en stjórnmálamanna. Það sem ekki skiptir síður máli er að þegar hefðbundin fyrirtæki ná ekki að fóta sig, líða þau undir lok. En vel rekin fyrirtæki fá að lifa áfram. Fátt fær stöðvað illa rekin ríkisfyrirtæki. Í því liggur vandinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Sjá meira
BSRB, samtök opinberra starfsmanna, börðust kröftuglega fyrir þá félagsmenn sem starfa hjá Íslandspósti á dögunum þegar mótmælt var einkavæðingu ríkisfyrirtækisins. Í herlúðrunum ómaði gamall, skerandi falskur tónn um mikilvægi ríkisrekstrar á fjölda sviða mannlífsins. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra á hrós skilið fyrir að stíga fram og lýsa yfir áhuga á að selja Íslandspóst. Það getur verið erfitt að viðra hugmyndir sem þessar í ríkisstjórnarsamstarfi við Vinstri græna. Það skiptir nefnilega sköpum að leiðtogar Sjálfstæðisflokksins tali með þessum hætti. Það hreyfir við umræðunni, eins og sést. Því miður vildi Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra stíga varlega til jarðar. Hann taldi ekki tímabært að ræða sölu á fyrirtækinu og vildi sjá hver árangur af rekstrarumbótum á félaginu yrði. Birgir Jónsson, nýr forstjóri Íslandspósts, má eiga það að hann lætur strax til sín taka. Hans fyrsta verk var að setja prentsmiðjuna Samskipti á sölu. Það er lýsandi fyrir óráðsíuna hjá ríkispóstinum að hafa keypt illa rekna prentsmiðju á árunum fyrir hrun. Stjórnendurnir virtust ekki átta sig á þeim takmörkum sem ríkisrekstur setur þeim. Sigurður Ingi þarf að hafa í huga að endurskipulagning á rekstri Íslandspósts breytir ekki þessu þrennu: Í fyrsta lagi á ríkið ekki að reka flutningafyrirtæki sem dreifir bréfum, pökkum og stærri sendingum eins og Íslandspóstur gerir. Hann á ekki að vera í samkeppnisrekstri. Opinberu fé er betur varið í þarfari verkefni. Í öðru lagi felst vandi Íslandspósts í því að bréfasendingum hefur fækkað með tilkomu internetsins. Ríkið sendir til dæmis ekki skattframtöl í pósti nema nauðbeygt. BSRB-liðar segja að póstþjónusta sé mikilvægur innviður en bréfasendingar eru það ekki lengur. Jafnvel þótt svo væri, geta einkafyrirtæki geta sinnt þjónustunni með myndarbrag. Í þriðja lagi er ríkið með einkarétt á bréfasendingum. Pawel Bartoszek, forseti borgarstjórnar, vakti athygli á að Ísland væri síðasta EES-ríkið til að afnema þessa einokun. Framkvæmdastjóri BSRB sagði í grein í Fréttablaðinu í gær að vandi Íslandspósts fælist í skorti á stefnumótun, ekki eignarhaldinu. Í þessu felst rökvilla. Vegna eignarhaldsins var skortur á stefnumótun. Aðhald hluthafa er með allt öðrum hætti en stjórnmálamanna. Það sem ekki skiptir síður máli er að þegar hefðbundin fyrirtæki ná ekki að fóta sig, líða þau undir lok. En vel rekin fyrirtæki fá að lifa áfram. Fátt fær stöðvað illa rekin ríkisfyrirtæki. Í því liggur vandinn.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun