Fótbolti

Atletico gerir Joao Felix að fimmta dýrasti leikmanni sögunnar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Felix hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Benfica, í bili, að minnsta kosti.
Felix hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Benfica, í bili, að minnsta kosti. vísir/getty
Atletico Madrid hefur staðfest kaup á hinum unga og efnilega Portúgala, Joao Felix, en hann kemur til félagsins frá Benfica.

Mörg félög hafa barist um Joao undanfarnar vikur og mánuði sem er einungis nítján ára gamall en Atletico náði að klófesta hann. Þeir þurftu þó að borga skildinginn.







Þeir þurfa að borga 113 milljónir punda fyrir framherjann en einungis Neymar, Kylian Mbappe, Philippe Coutinho og Ousmane Dembele hafa verið keyptir fyrir meira.

Felix skrifar undir sex ára samning við Atletico en hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir Benfica í ágúst á síðustu leiktíð.

Hann fór þá á kostum og skoraði fimmtán mörk er Benfica tryggði sér titilinn. Hann spilaði sinn fyrsta A-landsleik í júní í Þjóðadeildinni gegn Sviss.






Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×