Íslenski boltinn

Ræddu um umdeilt jöfnunarmark Breiðabliks: „Þetta er ekki á gráu svæði“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gunnar Borgþórsson og Ásthildur Helgadóttir voru spekingar Pepsi Max-markanna í gærkvöldi.
Gunnar Borgþórsson og Ásthildur Helgadóttir voru spekingar Pepsi Max-markanna í gærkvöldi. vísir/skjáskot
Valur og Breiðablik gerðu 2-2 jafntefli í stórleik áttundu umferðar Pepsi Max-deildar kvenna er liðin mættust á Origo vellinum á miðvikudagskvöldið.

Jöfnunarmark Blika var umdeilt. Alexandra Jóhannsdóttir skoraði þá en eftir nánari skoðun sést að Áslaug Munda er rangstæð.

Hún er ekki inni á vellinum, kemur inn á og tekur boltann, leggur hann á Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur sem leggur upp markið fyrir Alexöndru en markið má sjá hér að neðan.

Markið var til umræðu í Pepsi Max-mörkum kvenna sem voru á dagskrá Stöð 2 Sport í gærkvöldi. Þar fóru Helena Ólafsdóttir og spekingar hennar yfir markið.

„Þetta er rangstaða. Við kíktum meira að segja á reglurnar til þess að vera alveg með þetta hundrað prósent,“ sagði Ásthildur Helgadóttir, fyrrum landsliðskona og sérfræðingur í þættinum.







„Ef að dómarinn og línuvörðurinn túlka þetta þannig að þetta sé bara klafs og ekki meiningin að senda þá er þetta á gráu svæði. Þetta er þó í rauninni rangstaða.“

Gunnar Borgþórsson, fyrrum þjálfari bæði karla- og kvennaliðs Selfoss, var einnig í þættinum og hann var ekki sammála Ásthildi að þetta væri á gráu svæði.

„Ég held að þetta sé ekkert á gráu svæði. Ef að það er Bliki sem leikur boltanum þá er þetta rangstaða. Hins vegar er þetta svaka hnappur þarna og mér sýndist fyrst Valsari leika boltanum,“ sagði Gunnar aðspurður um atvikið.

„Ég held að það sé frekar að það sem þeir halda og sjá ekki er að það er Sólveig sem spilar boltanum,“ bætti Gunnar við að lokum.



Klippa: Pepsi Max-mörk kvenna: Rangstöðumark Blika



Fleiri fréttir

Sjá meira


×