Segja að Man. United hafi fundið manninn til að koma í stað Pogba Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júlí 2019 07:30 Saul Niguez hefur verið frábær á miðju Atletico Madrid síðustu ár. Vísir/Getty Paul Pogba vill fara frá Manchester United og það er bara einn raunhæfur endir á því vandamáli. Manchester United mun að öllum líkindum selja kappann. En hver kemur í staðinn? Spænska blaðið AS slær því upp að Ole Gunnar Solskjær og félagar séu búnir að finna rétta manninn til að leysa franska heimsmeistarann af á miðju liðsins. Ole Gunnar Solskjær þjálfaði Paul Pogba í varaliði Manchester United frá 2009 til 2011 og tókst að kveikja í Frakkanum þegar hann tók við á miðju síðasta tímabili. Þegar leið á tímabilið þá var Pogba hins vegar dottinn í sama pakkann og áður. Það kom lítið út úr hans leik síðustu mánuði tímabilsins og ensku miðlarnir voru duglegir að orða Pogba við Real Madrid.Manchester United 'target Saul Niguez as Paul Pogba replacement' and other #mufc transfer gossip https://t.co/i2GhA1J3LN — Man United News (@ManUtdMEN) July 5, 2019Talsvert hefur verið skrifað um Portúgalann Bruno Fernandes og möguleg kaup United á honum frá Sporting en þrátt fyrir áhuga enska félagsins á honum þá herma heimildir AS að Solskjær vilji fá annan miðjumann til að fylla í skarð Pogba. Maðurinn til að leysa af Paul Pogba er sagður vera Spánverjinn Saul Niguez hjá Atletico Madrid. Samkvæmt frétt AS hafa fulltrúar Manchester United þegar haft samband við Atletico Madrid um kaup á Saul. Þetta er búið að vera erfitt sumar fyrir Atletico Madrid sem er búið að missa menn eins og þá Diego Godin, Juanfran, Filipe Luís, Lucas Hernandez og nú síðast miðjumanninn Rodri til Manchester City. Þá er búist við því að Antoine Griezmann fari til Barcelona.Saul Niguez as been anointed as Paul Pogba's successor, according to reports in Spain #MUFChttps://t.co/LKAkz4Doukpic.twitter.com/TxUS00uabn — Express Sport (@DExpress_Sport) July 4, 2019Saul Niguez hefur verið lengi í stóru hlutverki hjá Atletico en er samt bara 24 ára gamall. Hann skrifaði undir níu ára samning við Atletico árið 2017 og sá samningur rennur því ekki út fyrr en árið 2026. Umboðsmaður Saul Niguez vill að leikmaðurinn fá launahækkun og það gæti útskýrt að nafn hans sé orðað við Manchester United í spænsku blöðunum. Manchester United gæti keypt um samning Saul á 134,5 milljónir punda en þar sem Diego Simeone vill alls ekki missa hann þurfa væntanlegir kaupendur að borga alla þessa upphæð ætli þeir að fá Saul. Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Sjá meira
Paul Pogba vill fara frá Manchester United og það er bara einn raunhæfur endir á því vandamáli. Manchester United mun að öllum líkindum selja kappann. En hver kemur í staðinn? Spænska blaðið AS slær því upp að Ole Gunnar Solskjær og félagar séu búnir að finna rétta manninn til að leysa franska heimsmeistarann af á miðju liðsins. Ole Gunnar Solskjær þjálfaði Paul Pogba í varaliði Manchester United frá 2009 til 2011 og tókst að kveikja í Frakkanum þegar hann tók við á miðju síðasta tímabili. Þegar leið á tímabilið þá var Pogba hins vegar dottinn í sama pakkann og áður. Það kom lítið út úr hans leik síðustu mánuði tímabilsins og ensku miðlarnir voru duglegir að orða Pogba við Real Madrid.Manchester United 'target Saul Niguez as Paul Pogba replacement' and other #mufc transfer gossip https://t.co/i2GhA1J3LN — Man United News (@ManUtdMEN) July 5, 2019Talsvert hefur verið skrifað um Portúgalann Bruno Fernandes og möguleg kaup United á honum frá Sporting en þrátt fyrir áhuga enska félagsins á honum þá herma heimildir AS að Solskjær vilji fá annan miðjumann til að fylla í skarð Pogba. Maðurinn til að leysa af Paul Pogba er sagður vera Spánverjinn Saul Niguez hjá Atletico Madrid. Samkvæmt frétt AS hafa fulltrúar Manchester United þegar haft samband við Atletico Madrid um kaup á Saul. Þetta er búið að vera erfitt sumar fyrir Atletico Madrid sem er búið að missa menn eins og þá Diego Godin, Juanfran, Filipe Luís, Lucas Hernandez og nú síðast miðjumanninn Rodri til Manchester City. Þá er búist við því að Antoine Griezmann fari til Barcelona.Saul Niguez as been anointed as Paul Pogba's successor, according to reports in Spain #MUFChttps://t.co/LKAkz4Doukpic.twitter.com/TxUS00uabn — Express Sport (@DExpress_Sport) July 4, 2019Saul Niguez hefur verið lengi í stóru hlutverki hjá Atletico en er samt bara 24 ára gamall. Hann skrifaði undir níu ára samning við Atletico árið 2017 og sá samningur rennur því ekki út fyrr en árið 2026. Umboðsmaður Saul Niguez vill að leikmaðurinn fá launahækkun og það gæti útskýrt að nafn hans sé orðað við Manchester United í spænsku blöðunum. Manchester United gæti keypt um samning Saul á 134,5 milljónir punda en þar sem Diego Simeone vill alls ekki missa hann þurfa væntanlegir kaupendur að borga alla þessa upphæð ætli þeir að fá Saul.
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Sjá meira