Meniga opnar skrifstofur á Spáni og Singapúr Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. júlí 2019 10:33 Georg Lúðvíksson, forstjóri Meniga. Fréttablaðið/SAJ Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Meniga hefur opnað skrifstofur í Singapúr og Barcelona. Þeim er ætlað að anna aukinni eftirspurn eftir vörum og þjónustu fyrirtækisins í Suðaustur-Asíu og Suður-Evrópu. Meniga er í dag með skrifstofur í Reykjavík, Stokkhólmi, Helsinki, Varsjá og Lundúnum. Í tilkynningu frá Meniga er haft eftir Georgi Lúðvíkssyni, forstjóra og einum stofnenda Meniga, að mikil eftirspurn sé eftir þjónustu fyrirtækisins þar sem bankar um allan heim vilji gera notendaupplifun sína persónulegri. „Bankar og önnur fjármálafyrirtæki eru í síauknum mæli að nýta gögn á skynsamlegan hátt til að bjóða viðskiptavinum sínum mun betri þjónustu í gegnum netbanka og snjallsímaapp. Lausnir Meniga gegna þar mikilvægu hlutverki.”Kanika Mittal.Kanika Mittal, sem mun leiða sölustarf Meniga í Singapore, tekur í sama streng í tilkynningunni. Það sé mikil eftirspurn í Asíu eftir bankaþjónustu sem geti keppt við notendaupplifun leiðandi snjallsímaforrita svo sem Alipay og WeChat. „Viðskiptavinir vilja bankaþjónustu sem skilur þarfir þeirra og einfaldar þeim lífið. Ný skrifstofa Meniga undirstrikar þá trú sem fyrirtækið hefur á Singapore sem miðstöð fjártækni í Asíu. Við hlökkum til að byggja upp sterkt teymi í Asíu sem mun leika lykilhlutverk í starfsemi Meniga,“ segir Mittal. Meniga var stofnað árið 2009 og eru starfsmenn í dag um 160. Hugbúnaður Meniga hefur verið innleiddur hjá yfir 70 fjármálastofnunum og er hann aðgengilegur yfir 65 milljónum manna í 30 löndum. Meðal viðskiptavina Meniga eru stórir alþjóðlegir bankar, þeirra á meðal Unicredit, Swedbank, BPCE, Santander, Commerzbank, ING Direct og Intesa Sanpaolo. Íslenskir bankar Singapúr Spánn Tækni Tengdar fréttir Meniga kaupir sænskt félag Forstjóri Meniga segir að við kaupin á Wrapp verði fyrirtækið stærst á sviði endurgreiðslutilboða á Norðurlöndunum. Saman geti þau vaxið hraðar en í sitt hvoru lagi. Nordea bætist við í hluthafahóp í Meniga. 10. janúar 2019 07:00 Bankar þurfa að hugsa út fyrir kassann og endurskilgreina sig Fjármálastarfsemi stendur á tímamótum. 1. nóvember 2018 07:00 Meniga velti 1,8 milljörðum króna Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Meniga velti 12,6 milljónum evra, jafnvirði um 1.770 milljóna króna, á síðasta rekstrarári frá apríl í fyrra til mars síðastliðins. 21. nóvember 2018 09:30 Þýski netbankinn birtingarmynd þess sem koma skal Þó svo að koma þýska netbankans N26 muni að öllum líkindum ekki umturna íslenska bankakerfinu er innreið hans skýr birtingarmynd þeirrar þróunar sem er að eiga sér stað í bankaþjónustu þessi misserin. 16. nóvember 2018 14:45 Mest lesið Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Stýrivextir halda áfram að lækka Viðskipti innlent Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Neytendur Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Meniga hefur opnað skrifstofur í Singapúr og Barcelona. Þeim er ætlað að anna aukinni eftirspurn eftir vörum og þjónustu fyrirtækisins í Suðaustur-Asíu og Suður-Evrópu. Meniga er í dag með skrifstofur í Reykjavík, Stokkhólmi, Helsinki, Varsjá og Lundúnum. Í tilkynningu frá Meniga er haft eftir Georgi Lúðvíkssyni, forstjóra og einum stofnenda Meniga, að mikil eftirspurn sé eftir þjónustu fyrirtækisins þar sem bankar um allan heim vilji gera notendaupplifun sína persónulegri. „Bankar og önnur fjármálafyrirtæki eru í síauknum mæli að nýta gögn á skynsamlegan hátt til að bjóða viðskiptavinum sínum mun betri þjónustu í gegnum netbanka og snjallsímaapp. Lausnir Meniga gegna þar mikilvægu hlutverki.”Kanika Mittal.Kanika Mittal, sem mun leiða sölustarf Meniga í Singapore, tekur í sama streng í tilkynningunni. Það sé mikil eftirspurn í Asíu eftir bankaþjónustu sem geti keppt við notendaupplifun leiðandi snjallsímaforrita svo sem Alipay og WeChat. „Viðskiptavinir vilja bankaþjónustu sem skilur þarfir þeirra og einfaldar þeim lífið. Ný skrifstofa Meniga undirstrikar þá trú sem fyrirtækið hefur á Singapore sem miðstöð fjártækni í Asíu. Við hlökkum til að byggja upp sterkt teymi í Asíu sem mun leika lykilhlutverk í starfsemi Meniga,“ segir Mittal. Meniga var stofnað árið 2009 og eru starfsmenn í dag um 160. Hugbúnaður Meniga hefur verið innleiddur hjá yfir 70 fjármálastofnunum og er hann aðgengilegur yfir 65 milljónum manna í 30 löndum. Meðal viðskiptavina Meniga eru stórir alþjóðlegir bankar, þeirra á meðal Unicredit, Swedbank, BPCE, Santander, Commerzbank, ING Direct og Intesa Sanpaolo.
Íslenskir bankar Singapúr Spánn Tækni Tengdar fréttir Meniga kaupir sænskt félag Forstjóri Meniga segir að við kaupin á Wrapp verði fyrirtækið stærst á sviði endurgreiðslutilboða á Norðurlöndunum. Saman geti þau vaxið hraðar en í sitt hvoru lagi. Nordea bætist við í hluthafahóp í Meniga. 10. janúar 2019 07:00 Bankar þurfa að hugsa út fyrir kassann og endurskilgreina sig Fjármálastarfsemi stendur á tímamótum. 1. nóvember 2018 07:00 Meniga velti 1,8 milljörðum króna Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Meniga velti 12,6 milljónum evra, jafnvirði um 1.770 milljóna króna, á síðasta rekstrarári frá apríl í fyrra til mars síðastliðins. 21. nóvember 2018 09:30 Þýski netbankinn birtingarmynd þess sem koma skal Þó svo að koma þýska netbankans N26 muni að öllum líkindum ekki umturna íslenska bankakerfinu er innreið hans skýr birtingarmynd þeirrar þróunar sem er að eiga sér stað í bankaþjónustu þessi misserin. 16. nóvember 2018 14:45 Mest lesið Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Stýrivextir halda áfram að lækka Viðskipti innlent Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Neytendur Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Meniga kaupir sænskt félag Forstjóri Meniga segir að við kaupin á Wrapp verði fyrirtækið stærst á sviði endurgreiðslutilboða á Norðurlöndunum. Saman geti þau vaxið hraðar en í sitt hvoru lagi. Nordea bætist við í hluthafahóp í Meniga. 10. janúar 2019 07:00
Bankar þurfa að hugsa út fyrir kassann og endurskilgreina sig Fjármálastarfsemi stendur á tímamótum. 1. nóvember 2018 07:00
Meniga velti 1,8 milljörðum króna Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Meniga velti 12,6 milljónum evra, jafnvirði um 1.770 milljóna króna, á síðasta rekstrarári frá apríl í fyrra til mars síðastliðins. 21. nóvember 2018 09:30
Þýski netbankinn birtingarmynd þess sem koma skal Þó svo að koma þýska netbankans N26 muni að öllum líkindum ekki umturna íslenska bankakerfinu er innreið hans skýr birtingarmynd þeirrar þróunar sem er að eiga sér stað í bankaþjónustu þessi misserin. 16. nóvember 2018 14:45