Messi sá rautt í annað skipti á ferlinum er Argentína tók bronsið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Messi og Medel fá rauða spjaldið.
Messi og Medel fá rauða spjaldið. vísir/getty
Argentína hafði betur gegn Síle í leiknum um þriðja sætið í Suður-Ameríku keppninni. Lokatölur urðu 2-1 sigur Argentínu en mikill hiti var í leiknum.

Fyrsta markið kom strax á tólftu mínútu. Sergio Aguero kom þá Argentínu yfir eftir að hafa sloppið einn í gegn, sólað Gabriel Arias og komið boltanum auðveldlega í netið.

Tíu mínútum síðar var staðan orðinn 2-0. Eftir frábæra sókn fékk Dybala boltann, hann virtist vera að missa boltann of langt frá sér en afgreiddi færið frábærlega. 2-0 fyrir Argentínu.

Allt sauð svo gjörsamlega upp úr á 37. mínútu. Gary Medel og Lionel Messi lentu saman eftir að boltinn fór útaf og paragvæski dómarinn henti þeim báðum í sturtu. Rosalegur hiti í leikmönnum beggja liða.

Einungis annað rauða spjald Lionel Messi á ferlinum en Argentína tveimur mörkum yfir er liðin gengu til búningsherbergja. Bæði lið tíu í síðari hálfleik.







Síle fékk líflínu eftir klukkutímaleik. Þeir fengu þá vítaspyrnu eftir að brot innan vítateigs Argentínu var skoðað í VARsjánni. Arturo Vidal fór á punktinn og þrumaði boltanum í netið.

Nær komust þeir ekki og Argentína hirti bronsið. Annað kvöld mætast Brasilía og Perú í úrslitarimmunni á Maracana leikvanginum goðsagnakennda.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira