Bæjarhátíðir haldnar um land allt Andri Eysteinsson skrifar 5. júlí 2019 14:00 Írskir dagar eru haldnir á Akranesi yfir helgina. Vísir. Nú fer í hönd ein stærsta ferðahelgi ársins en nóg er um að vera víða um land og eitthvað að finna fyrir alla fjölskylduna. Heilar sjö bæjarhátíðir fara fram helgina 6-.7. júlí í ár. Markaðshelgin í Bolungarvík Markaðshelgin er árleg fjölskylduhátíð sem haldin er í Bolungarvík fyrstu helgina í júlí. Upphaf hátíðarinnar má rekja til fjáröflunar Kvennakórs Bolungarvíkur sem tókst svo vel að vísir að bæjarhátíð varð til. Haldið er upp á hátíðina með markaðstorgi, myndlistarsýningu Grétu Gísladóttur, golfmóti á Syðridalsvelli ásamt leiktækjum fyrir krakkana. Þá bíða bæjarbúar spenntir eftir brekkusöngnum í Gryfjunni sem fram fer í kvöld. Að brekkusöngnum loknum er haldin í annað skipti keppnin um fyndnasta mann Vestfjarða. Markaðsdagurinn sjálfur er fyrsti laugardagurinn í júlí og er ávallt mikið líf í víkinni fögru þann dag. Á markaðsdeginum munu fram koma töframaðurinn Einar Mikael, söngkonan Bríet Vagna frá Þingeyri mun flytja nokkur lög ásamt því að boðið verður upp á Mýrarbolta fyrir krakka. Þá verður flutt saga athafnamannsins Einars Guðfinnssonar sem skipar stóran sess í sögu Bolungarvíkur. Þá mun markaðsdansleikurinn fara fram síðla kvölds en María Ólafs og Biggi Olgeirs munu þar halda uppi stuðinu ásamt hljómsveit. Hátíðin hófst miðvikudaginn síðasta með tónlistarhátíðinni Miðnætursól sem haldin var í félagsheimili Bolungarvíkur. Þar stigu á svið úkraínska kammersveitin SelvaKyiv Soloists og eistneski klarínettleikarinn Selvadore Rähni. Tónleikarnir voru samvinnuverkefni kaupstaðarins og Tónlistarskóla Bolungarvíkur og fóru þeir að sögn vel fram.Dagskrá Markaðshelgarinnar í Bolungarvík má sjá í heild sinni hér.Frá Bolungarvík, hvar Markaðshelgin fer fram.Fréttablaðið/Sigtryggur AriÞjóðlagahátíð á Siglufirði Tónlistarunnendur geta lagt leið sína norður á Siglufjörð um helgina en þar fer nú fram hin árlega Þjóðlagahátíð. Hátíðin hefur verið haldin á ári hverju frá 2000 og er hátíðin í ár sú tuttugasta í röðinni. Hátíðin í ár ber yfirskriftina Ást og Uppreisn og hófst 3. júlí síðastliðinn. Listrænn stjórnandi hátíðarinnar er Gunnsteinn Ólafsson tónlistarmaður en hann hefur ætíð gegnt því starfi. Í kvöld og næstu daga verður boðið upp á ýmsa tónleika og koma til að mynda fram hljómsveitirnar Strá-kurr og Úmbra. Kórinn Kliður auk fleiri tónlistaratriða en dagskrána má sjá í heild sinni hér.Írskir dagar á Akranesi Írskir dagar á Akranesi eru með þekktari bæjarhátíðum landsins en ár hvert fagna Skagamenn írskum uppruna sínum og klæða bæinn í appelsínugulan, grænan og hvítan sparibúninginn. Um er að ræða hátíð fyrir alla fjölskylduna en auk skemmtunar um kvöldið eru í boði íþróttakeppnir, markaðir, dorgveiði, sandkastalakeppni og síðast en ekki síst keppnin um rauðhærðasta Íslendinginn. Hátíðin hófst í gær 4. júlí og stendur yfir fram á sunnudag en eflaust bíða margir spenntir eftir árlegu lopapeysuballi írskra daga sem fram fer á laugardagskvöld. Þar kemur fram einvalalið íslenskra tónlistarmanna og má þar nefna Birgittu Haukdal, Herra Hnetusmjör, Ingó Veðurguð, Friðrik Dór og Jón Jónsson og hljómsveitin Papar auk fjölda annarra.Sjá má dagskrá írskra daga hér.Ólafsvíkurvaka í Ólafsvík Í Ólafsvík fer fram fjölskylduskemmtunin Ólafsvíkurvaka. Hverfum Ólafsvíkur er skipt eftir litum og keppast bæjarhlutar að því að vera best skreytt. Fjölbreytt dagskrá verður í boði í Ólafsvík, skákmót, ratleikur. Hjólasýning BMX-bros. Húsdýragarður, dorgveiði ásamt brekkusöngs á laugardegi undir stjórn Idol-stjörnunnar Jóns Sigurðssonar. Herra Hnetusmjör mun svo trylla lýðinn á laugardeginum áður en að Stjórnin heldur uppi stuðinu í Klifi í Ólafsvík á laugardagskvöldið.Sjá má dagskrána hér.Bryggjuhátíð á Stokkseyri Á Stokkseyri er haldin Bryggjuhátíð 5.-7. Júlí en hún verður sett með kvöldvöku á Stokkseyrar bryggju í kvöld. Þá verður töfrasýning í boði Daníels Arnar töframanns og Magnús Kjartan skemmtir hátíðargestum með bryggjusöng og balli á Draugabarnum. Þá verður nóg að gera fyrir börnin á laugardaginn og Bryggjuleikarnir verða haldnir áður en að grillað verður í görðum og hljómsveitin Góldís stígur á stokk. Hátíðinni lýkur svo á sunnudaginn með tónleikum í Knarrarósvita og sýningu á kvikmyndinni Útverðinum.Sjá má dagskrána hér.Frá Knattspyrnuvelli Ólafsvíkur.vísir/twitter-síða ÓlsaraDýrafjarðardagar á Þingeyri Á Þingeyri í Dýrafirði verður haldin bæjarhátíðin Dýrafjarðardagar en töluvert er um viðburði til prófa. Í kvöld klukkan 18:00 verða haldnir stórtónleikar í Bjarnaborg. Á morgun hefst hins vegar eiginleg fjölskylduskemmtun með Galdraskóla, Hoppuköstulum, Andlitsmálning og fleira. Boðið verður upp á sæþotur, Marhnútakeppni og Grillveislu áður en að lopapeysupartý fer fram í tjöldunum við Bjarnaborg. Sunnudagurinn er lokadagur Dýrafjarðardaga, og þar mun töframaðurinn Einar Mikael leika listir sínar auk þess að opið hús verður í blábankanum, Tónleikahús verður fyrir yngstu kynslóðina áður en að hátíðinni lýkur með tónleikum í kirkjunni.Sjá má dagskrána hér.Goslokahátíð í Vestmannaeyjum Þá fer Goslokahátíð fram í Vestmannaeyum en hún hefst með setningu og ávarpi á Skanssvæðinu í dag 5. júlí. Boðið verður upp á tvenna stórtónleika í Íþróttamiðstöðinni þar sem fram komu tónlistarmenn á borð við Björgvin Halldórsson, Ragnhildur Gísladóttir, Eyjamaðurinn Júníus Meyvant og fleiri auk þess sem að strengjasveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Karlakór Vestmannaeyjar og Lúðrasveit Vestmannaeyja troða upp. Þá verður Eyjaveisla á laugardagskvöldinu en þá verður öllu tjaldað til en í Skvísusundi og á Skipasandi verður leikið fyrir dansi auk þess sem að fjöldi sýninga verða opnar alla helgina og stemmningin verður allsráðandi í bænum. Þá fer fram leikur ÍBV gegn toppliði Pepsi Max deildarinnar, KR, á Hásteinsvelli seinni part laugardags.Dagskrá Goslokahátíðar má sjá hér.Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar gleymdist Goslokahátíðin í upptalningunni, eru Eyjamenn nær og fjær beðnir afsökunar á því. Akranes Árborg Bolungarvík Ísafjarðarbær Snæfellsbær Vestmannaeyjar Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira
Nú fer í hönd ein stærsta ferðahelgi ársins en nóg er um að vera víða um land og eitthvað að finna fyrir alla fjölskylduna. Heilar sjö bæjarhátíðir fara fram helgina 6-.7. júlí í ár. Markaðshelgin í Bolungarvík Markaðshelgin er árleg fjölskylduhátíð sem haldin er í Bolungarvík fyrstu helgina í júlí. Upphaf hátíðarinnar má rekja til fjáröflunar Kvennakórs Bolungarvíkur sem tókst svo vel að vísir að bæjarhátíð varð til. Haldið er upp á hátíðina með markaðstorgi, myndlistarsýningu Grétu Gísladóttur, golfmóti á Syðridalsvelli ásamt leiktækjum fyrir krakkana. Þá bíða bæjarbúar spenntir eftir brekkusöngnum í Gryfjunni sem fram fer í kvöld. Að brekkusöngnum loknum er haldin í annað skipti keppnin um fyndnasta mann Vestfjarða. Markaðsdagurinn sjálfur er fyrsti laugardagurinn í júlí og er ávallt mikið líf í víkinni fögru þann dag. Á markaðsdeginum munu fram koma töframaðurinn Einar Mikael, söngkonan Bríet Vagna frá Þingeyri mun flytja nokkur lög ásamt því að boðið verður upp á Mýrarbolta fyrir krakka. Þá verður flutt saga athafnamannsins Einars Guðfinnssonar sem skipar stóran sess í sögu Bolungarvíkur. Þá mun markaðsdansleikurinn fara fram síðla kvölds en María Ólafs og Biggi Olgeirs munu þar halda uppi stuðinu ásamt hljómsveit. Hátíðin hófst miðvikudaginn síðasta með tónlistarhátíðinni Miðnætursól sem haldin var í félagsheimili Bolungarvíkur. Þar stigu á svið úkraínska kammersveitin SelvaKyiv Soloists og eistneski klarínettleikarinn Selvadore Rähni. Tónleikarnir voru samvinnuverkefni kaupstaðarins og Tónlistarskóla Bolungarvíkur og fóru þeir að sögn vel fram.Dagskrá Markaðshelgarinnar í Bolungarvík má sjá í heild sinni hér.Frá Bolungarvík, hvar Markaðshelgin fer fram.Fréttablaðið/Sigtryggur AriÞjóðlagahátíð á Siglufirði Tónlistarunnendur geta lagt leið sína norður á Siglufjörð um helgina en þar fer nú fram hin árlega Þjóðlagahátíð. Hátíðin hefur verið haldin á ári hverju frá 2000 og er hátíðin í ár sú tuttugasta í röðinni. Hátíðin í ár ber yfirskriftina Ást og Uppreisn og hófst 3. júlí síðastliðinn. Listrænn stjórnandi hátíðarinnar er Gunnsteinn Ólafsson tónlistarmaður en hann hefur ætíð gegnt því starfi. Í kvöld og næstu daga verður boðið upp á ýmsa tónleika og koma til að mynda fram hljómsveitirnar Strá-kurr og Úmbra. Kórinn Kliður auk fleiri tónlistaratriða en dagskrána má sjá í heild sinni hér.Írskir dagar á Akranesi Írskir dagar á Akranesi eru með þekktari bæjarhátíðum landsins en ár hvert fagna Skagamenn írskum uppruna sínum og klæða bæinn í appelsínugulan, grænan og hvítan sparibúninginn. Um er að ræða hátíð fyrir alla fjölskylduna en auk skemmtunar um kvöldið eru í boði íþróttakeppnir, markaðir, dorgveiði, sandkastalakeppni og síðast en ekki síst keppnin um rauðhærðasta Íslendinginn. Hátíðin hófst í gær 4. júlí og stendur yfir fram á sunnudag en eflaust bíða margir spenntir eftir árlegu lopapeysuballi írskra daga sem fram fer á laugardagskvöld. Þar kemur fram einvalalið íslenskra tónlistarmanna og má þar nefna Birgittu Haukdal, Herra Hnetusmjör, Ingó Veðurguð, Friðrik Dór og Jón Jónsson og hljómsveitin Papar auk fjölda annarra.Sjá má dagskrá írskra daga hér.Ólafsvíkurvaka í Ólafsvík Í Ólafsvík fer fram fjölskylduskemmtunin Ólafsvíkurvaka. Hverfum Ólafsvíkur er skipt eftir litum og keppast bæjarhlutar að því að vera best skreytt. Fjölbreytt dagskrá verður í boði í Ólafsvík, skákmót, ratleikur. Hjólasýning BMX-bros. Húsdýragarður, dorgveiði ásamt brekkusöngs á laugardegi undir stjórn Idol-stjörnunnar Jóns Sigurðssonar. Herra Hnetusmjör mun svo trylla lýðinn á laugardeginum áður en að Stjórnin heldur uppi stuðinu í Klifi í Ólafsvík á laugardagskvöldið.Sjá má dagskrána hér.Bryggjuhátíð á Stokkseyri Á Stokkseyri er haldin Bryggjuhátíð 5.-7. Júlí en hún verður sett með kvöldvöku á Stokkseyrar bryggju í kvöld. Þá verður töfrasýning í boði Daníels Arnar töframanns og Magnús Kjartan skemmtir hátíðargestum með bryggjusöng og balli á Draugabarnum. Þá verður nóg að gera fyrir börnin á laugardaginn og Bryggjuleikarnir verða haldnir áður en að grillað verður í görðum og hljómsveitin Góldís stígur á stokk. Hátíðinni lýkur svo á sunnudaginn með tónleikum í Knarrarósvita og sýningu á kvikmyndinni Útverðinum.Sjá má dagskrána hér.Frá Knattspyrnuvelli Ólafsvíkur.vísir/twitter-síða ÓlsaraDýrafjarðardagar á Þingeyri Á Þingeyri í Dýrafirði verður haldin bæjarhátíðin Dýrafjarðardagar en töluvert er um viðburði til prófa. Í kvöld klukkan 18:00 verða haldnir stórtónleikar í Bjarnaborg. Á morgun hefst hins vegar eiginleg fjölskylduskemmtun með Galdraskóla, Hoppuköstulum, Andlitsmálning og fleira. Boðið verður upp á sæþotur, Marhnútakeppni og Grillveislu áður en að lopapeysupartý fer fram í tjöldunum við Bjarnaborg. Sunnudagurinn er lokadagur Dýrafjarðardaga, og þar mun töframaðurinn Einar Mikael leika listir sínar auk þess að opið hús verður í blábankanum, Tónleikahús verður fyrir yngstu kynslóðina áður en að hátíðinni lýkur með tónleikum í kirkjunni.Sjá má dagskrána hér.Goslokahátíð í Vestmannaeyjum Þá fer Goslokahátíð fram í Vestmannaeyum en hún hefst með setningu og ávarpi á Skanssvæðinu í dag 5. júlí. Boðið verður upp á tvenna stórtónleika í Íþróttamiðstöðinni þar sem fram komu tónlistarmenn á borð við Björgvin Halldórsson, Ragnhildur Gísladóttir, Eyjamaðurinn Júníus Meyvant og fleiri auk þess sem að strengjasveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Karlakór Vestmannaeyjar og Lúðrasveit Vestmannaeyja troða upp. Þá verður Eyjaveisla á laugardagskvöldinu en þá verður öllu tjaldað til en í Skvísusundi og á Skipasandi verður leikið fyrir dansi auk þess sem að fjöldi sýninga verða opnar alla helgina og stemmningin verður allsráðandi í bænum. Þá fer fram leikur ÍBV gegn toppliði Pepsi Max deildarinnar, KR, á Hásteinsvelli seinni part laugardags.Dagskrá Goslokahátíðar má sjá hér.Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar gleymdist Goslokahátíðin í upptalningunni, eru Eyjamenn nær og fjær beðnir afsökunar á því.
Akranes Árborg Bolungarvík Ísafjarðarbær Snæfellsbær Vestmannaeyjar Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira