VesturVerk segir kortið sett fram til að tefja framkvæmdir Kristinn Haukur Guðnason skrifar 6. júlí 2019 09:00 Landamerkjabókin sem um ræðir er frá 1890. Mynd/Landsbókasafn Íslands Miklar deilur standa nú yfir um landamerkjamál í Árneshreppi eftir að hið umdeilda Drangavíkurkort leit dagsins ljós. Tengist þetta framkvæmdum VesturVerks í tengslum við Hvalárvirkjun. Kortið var teiknað af Sigurgeiri Skúlasyni og er dagsett þann 19. júní á þessu ári. Er það mjög á skjön við þau kort og skjöl sem hafa undanfarna áratugi verið almennt viðurkennd. Til grundvallar er Landamerkjabók fyrir Strandasýslu frá árinu 1890. Á þessum tíma voru landamerkjabækur handskrifaðar og fáorðar. Í þeim eru engar upplýsingar um stærðir heldur aðeins mörk jarðanna. Var þá greint frá því hvar mörk við aðra bæi lágu, hvar jörð nam við sjó og hvar við fjall eða óbyggðir. Mörk lágu gjarnan eftir ám, fjallsbrún og jafnvel vörðum ef því var að skipta. Það sem hið nýja kort sýnir er að jörðin Drangavík eigi allt land til jökuls, handan við Eyvindarfjarðarlónið, og jörðin Engjanes ekkert. Eldri kort sýna að Engjanes eigi landið handan við lónið og Drangavík ekkert. Ef hið nýja kort yrði viðurkennt myndi Drangavík margfaldast að stærð á kostnað Engjaness. Þó að textinn í landamerkjabókinni sé knappur kemur þar glögglega fram að jörðin Engjanes eigi land til fjalls. Þar stendur: „Hornmark milli Engjanes og Drangavíkur er í Þrælskleif og þaðan beint til fjalls svo eftir hæstu fjallabrún að Eyvindarfjarðará en hún ræður merkjum til sjóar á milli Engjanes og Ófeigsfjarðar.“ Hvergi er hins vegar talað um landamerki til fjalls í lýsingunni á Drangavík. Bæjarins besta greindi nýlega frá því að Sif Konráðsdóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður Guðmundar Inga Guðbrandssonar umhverfisráðherra, hefði beðið Sigurgeir að teikna kortið. Í samtali við Fréttablaðið segir Sigurgeir það rétt. „En hún bað mig ekki að teikna það á ákveðinn hátt, það myndi ég aldrei gera,“ segir Sigurgeir. Segist hann eingöngu hafa teiknað kortið út frá sínum túlkunum á staðháttum. „Ég teikna aðeins eftir þeim gögnum sem ég hef og eins og ég get best lesið þetta. Ég miða þá við vatnaskilin í fjallinu sem er mjög algengt að gera í landamerkjum.“ Friðbjörn Garðarsson lögmaður eiganda Engjaness, ítalska barónsins Felix Von Longo-Libenstein, segist aldrei fyrr hafa heyrt ágreining um landamerki á milli jarðanna. Baróninn keypti Engjanes árið 2006 og var landamerkjum þá lýst. „Ef menn bera brigður á landamerki annars þá fer ferill í gang og hann stendur þessu fólki opinn.“ Kæra Drangavíkurfólks liggur nú fyrir hjá úrskurðarnefnd en ekki er ljóst hvenær niðurstaða muni liggja fyrir. Framkvæmdir voru stöðvaðar á svæðinu, en ekki vegna þessa heldur til að tryggja að engar fornminjar liggi í jörðu. Birna Lárusdóttir, talsmaður VesturVerks, segir að félagið telji að vísa ætti kærunni frá og athugasemdir hafi verið sendar inn. Hún segir: „Okkur finnst þetta bera þess merki að verið sé að reyna að tefja framkvæmdir. Glugginn til að framkvæma er mjög lítill vegna veðurfarslegra aðstæðna.“ Hún segir þó einnig að framkvæmdir geti hafist aftur þangað til að úrskurðurinn liggi fyrir. „Máli okkar til stuðnings er, að ef þetta hefur verið á vitorði landeigenda alla tíð, hvers vegna í veröldinni hafa þeir ekki notað síðustu þrettán ár í að koma því á framfæri? Sem er sá tími sem hefur farið í að undirbúa þetta verkefni.“ Árneshreppur Birtist í Fréttablaðinu Deilur um Hvalárvirkjun Umhverfismál Tengdar fréttir Landamerki frá 1890 koma Vesturverki í opna skjöldu Forsvarsmenn fyrirtækisins Vesturverks sem hefur haft Hvalárvirkjun á Ströndum í undirbúningi undanfarinn rúman áratug lýsa furðu sinni yfir landamerkjum í Ófeigsfirði sem landeigendur meirihluta Drangavíkur í Árneshreppi minntu á í gær. 25. júní 2019 12:21 Stöðvaði gröfu VesturVerks Landeigandi á Seljanesi á Ströndum, Elías S. Kristinsson, stillti sér upp fyrir framan beltagröfu á Ófeigsfjarðarvegi á þriðjudag og stöðvaði þannig framkvæmdir verkamannsins sem starfaði þar í umboði VesturVerks. 27. júní 2019 06:00 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Miklar deilur standa nú yfir um landamerkjamál í Árneshreppi eftir að hið umdeilda Drangavíkurkort leit dagsins ljós. Tengist þetta framkvæmdum VesturVerks í tengslum við Hvalárvirkjun. Kortið var teiknað af Sigurgeiri Skúlasyni og er dagsett þann 19. júní á þessu ári. Er það mjög á skjön við þau kort og skjöl sem hafa undanfarna áratugi verið almennt viðurkennd. Til grundvallar er Landamerkjabók fyrir Strandasýslu frá árinu 1890. Á þessum tíma voru landamerkjabækur handskrifaðar og fáorðar. Í þeim eru engar upplýsingar um stærðir heldur aðeins mörk jarðanna. Var þá greint frá því hvar mörk við aðra bæi lágu, hvar jörð nam við sjó og hvar við fjall eða óbyggðir. Mörk lágu gjarnan eftir ám, fjallsbrún og jafnvel vörðum ef því var að skipta. Það sem hið nýja kort sýnir er að jörðin Drangavík eigi allt land til jökuls, handan við Eyvindarfjarðarlónið, og jörðin Engjanes ekkert. Eldri kort sýna að Engjanes eigi landið handan við lónið og Drangavík ekkert. Ef hið nýja kort yrði viðurkennt myndi Drangavík margfaldast að stærð á kostnað Engjaness. Þó að textinn í landamerkjabókinni sé knappur kemur þar glögglega fram að jörðin Engjanes eigi land til fjalls. Þar stendur: „Hornmark milli Engjanes og Drangavíkur er í Þrælskleif og þaðan beint til fjalls svo eftir hæstu fjallabrún að Eyvindarfjarðará en hún ræður merkjum til sjóar á milli Engjanes og Ófeigsfjarðar.“ Hvergi er hins vegar talað um landamerki til fjalls í lýsingunni á Drangavík. Bæjarins besta greindi nýlega frá því að Sif Konráðsdóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður Guðmundar Inga Guðbrandssonar umhverfisráðherra, hefði beðið Sigurgeir að teikna kortið. Í samtali við Fréttablaðið segir Sigurgeir það rétt. „En hún bað mig ekki að teikna það á ákveðinn hátt, það myndi ég aldrei gera,“ segir Sigurgeir. Segist hann eingöngu hafa teiknað kortið út frá sínum túlkunum á staðháttum. „Ég teikna aðeins eftir þeim gögnum sem ég hef og eins og ég get best lesið þetta. Ég miða þá við vatnaskilin í fjallinu sem er mjög algengt að gera í landamerkjum.“ Friðbjörn Garðarsson lögmaður eiganda Engjaness, ítalska barónsins Felix Von Longo-Libenstein, segist aldrei fyrr hafa heyrt ágreining um landamerki á milli jarðanna. Baróninn keypti Engjanes árið 2006 og var landamerkjum þá lýst. „Ef menn bera brigður á landamerki annars þá fer ferill í gang og hann stendur þessu fólki opinn.“ Kæra Drangavíkurfólks liggur nú fyrir hjá úrskurðarnefnd en ekki er ljóst hvenær niðurstaða muni liggja fyrir. Framkvæmdir voru stöðvaðar á svæðinu, en ekki vegna þessa heldur til að tryggja að engar fornminjar liggi í jörðu. Birna Lárusdóttir, talsmaður VesturVerks, segir að félagið telji að vísa ætti kærunni frá og athugasemdir hafi verið sendar inn. Hún segir: „Okkur finnst þetta bera þess merki að verið sé að reyna að tefja framkvæmdir. Glugginn til að framkvæma er mjög lítill vegna veðurfarslegra aðstæðna.“ Hún segir þó einnig að framkvæmdir geti hafist aftur þangað til að úrskurðurinn liggi fyrir. „Máli okkar til stuðnings er, að ef þetta hefur verið á vitorði landeigenda alla tíð, hvers vegna í veröldinni hafa þeir ekki notað síðustu þrettán ár í að koma því á framfæri? Sem er sá tími sem hefur farið í að undirbúa þetta verkefni.“
Árneshreppur Birtist í Fréttablaðinu Deilur um Hvalárvirkjun Umhverfismál Tengdar fréttir Landamerki frá 1890 koma Vesturverki í opna skjöldu Forsvarsmenn fyrirtækisins Vesturverks sem hefur haft Hvalárvirkjun á Ströndum í undirbúningi undanfarinn rúman áratug lýsa furðu sinni yfir landamerkjum í Ófeigsfirði sem landeigendur meirihluta Drangavíkur í Árneshreppi minntu á í gær. 25. júní 2019 12:21 Stöðvaði gröfu VesturVerks Landeigandi á Seljanesi á Ströndum, Elías S. Kristinsson, stillti sér upp fyrir framan beltagröfu á Ófeigsfjarðarvegi á þriðjudag og stöðvaði þannig framkvæmdir verkamannsins sem starfaði þar í umboði VesturVerks. 27. júní 2019 06:00 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Landamerki frá 1890 koma Vesturverki í opna skjöldu Forsvarsmenn fyrirtækisins Vesturverks sem hefur haft Hvalárvirkjun á Ströndum í undirbúningi undanfarinn rúman áratug lýsa furðu sinni yfir landamerkjum í Ófeigsfirði sem landeigendur meirihluta Drangavíkur í Árneshreppi minntu á í gær. 25. júní 2019 12:21
Stöðvaði gröfu VesturVerks Landeigandi á Seljanesi á Ströndum, Elías S. Kristinsson, stillti sér upp fyrir framan beltagröfu á Ófeigsfjarðarvegi á þriðjudag og stöðvaði þannig framkvæmdir verkamannsins sem starfaði þar í umboði VesturVerks. 27. júní 2019 06:00