Erlent

Tveir stangaðir í fyrsta nautahlaupi San Fermín hátíðarinnar

Andri Eysteinsson skrifar
Adrenalínfíklar flykkjast til Pamplóna til þess að reyna að forðast að vera reknir í gegn.
Adrenalínfíklar flykkjast til Pamplóna til þess að reyna að forðast að vera reknir í gegn. AP/Alvaro Barrientos
Fimm slösuðust í fyrsta nautahlaupi San Fermín hátíðarinnar í Pamplóna á Spáni sem hófst í gær. Tveir hinna slösuðu voru stungnir af óðum nautum. AP greinir frá.

Hlaupnir eru 850 metrar að nautaatshring borgarinnar þar sem nautunum er slátrað um kvöldið.

Sex naut og nokkrir uxar voru send af stað og hlupu ofurhugar undan þeim í nærri þrjár mínútur. Eitt nautanna hrasaði þegar skammt var til endamarksins og olli mikilli skelfingu þegar það hélt rakleitt í átt að hlaupurum í stað þess að halda áfram eftir brautinni.

San Fermín hátíðin stendur yfir í níu daga, á hverjum morgni er nautin látin hlaupa eftir strætum borgarinnar, en þeim eru svo slátrað í nautaati seinna um kvöldið. Talið er að um milljón gestir sæki hátíðina í ár


Tengdar fréttir

Nautahlaupshátíðin hefst í Pamplóna

Hin árlega nautahlaupahátíð, San Fermín, í Pamplona hófst í gær með hinni árlegu flugeldum sem marka upphaf níu daga veislu sem nær hámarki með nautahlaupinu sjálfu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×