Óli Kristjáns ræddi um félagaskiptagluggann og stöðuna á Gunnari Nielsen Anton Ingi Leifsson skrifar 8. júlí 2019 11:00 Ólafur Kristjánsson er þjálfari FH. vísir/bára Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, segir að FH sé með augun opin á félagaskiptamarkaðnum og að liðið kíki einna helst eftir framherja. FH hefur verið í vandræðum í Pepsi Max-deild karla. Liðið er í sjöunda sæti deildarinnar með þrettán stig og hefur ekki unnið deildarleik síðan 20. maí er liðið vann Val á heimavelli. Í kvöld mætir liðið Víkingi en félagaskiptaglugginn er opinn. Stuðningsmenn FH ræða við Ólaf fyrir hvern leik. Nú var spurt hvort Ólafur og FH-ingar hefðu áhuga á að styrkja liðið.Kemur til greina að styrkja hópinn „Það kemur til greina en hvort við gerum það er óvíst. Alltaf þegar það er möguleiki að styrkja liðið er maður með einhvern lista sem maður skoðar, hvað gæti verið af möguleikum og í hvaða stöður,“ sagði Ólafur. „Við skoðum það eins og aðrir en miðað við síðustu leiki hefur fókusinn verið mikill á að vinna með hópinn og þá leikmenn sem við erum með. Styrkingar eru kannski ekki efst á listanum.“ Ólafur ræddi um ákveðnar stöður á vellinum en hvaða stöður er hann einna helst að hugsa um? „Það er alveg augljóst og bara til þess að taka síðasta leik gegn Grindavík sem dæmi, þá höfum við haft mikla yfirburði í leikjum án þess að snúa því yfir í sigur. Við þurfum að skora mörk og við þurfum að hafa menn sem skora mörk.“ „Ef menn svara ekki kallinu þá er ekki óeðlilegt að menn fari að líta í kringum sig. Það sem vantar kannski hjá okkur núna er senter sem gæti verið inn í teig og skorar mörk.“Daði staðið sig vel „Við erum með hlaupaframherja eins og Jákup sem við vitum að getur skorað mörk en það hefur verið smá stífla undanfarið, nema bikarleikurinn gegn Grindavík. Við höfum í langan tíma talað um það að senter myndi punta.“ Gunnar Nielsen hefur verið á meiðslalistanum síðan hann handabrotnaði á heimavelli gegn KA. Óli segir að það styttist í Færeyinginn sem hefur verið frá síðan um miðjan maímánuð. „Fjandinn hafi það ef það fari ekki að styttast í hann. Hann er búinn að vera í handabroti en það gréri vel og allt lítur vel út. Hann er byrjaður að æfa og gera allt sem markvörður þarf að gera,“ en Daði Freyr Arnarson, ungur piltur hefur staðið í markinu undanfarna leiki og gert það vel. „Daði er búinn að standa sig vel. Það er kannski enginn ástæða til þess að henda honum út. Gunnar setur góða pressu á hann og það verður spennandi að fylgjast með þeirri baráttu.“ Óli segir að flestir leikmenn liðsins séu í góðu standi fyrir leik kvöldsins. „Staðan er býsna góð. Guðmann sem hefur verið að glíma við smá er orðinn fínn. Jákup verður betri og betri þannig að það er óvenju gott ástand á hópnum,“ sagði Ólafur. Fundinn í heild sinni má sjá hér að neðan en leikur FH og Víkings hefst klukkan 19.15. Bein útsending hefst á Stöð 2 Sport klukkan 18.55 og Pepsi Max-mörkin verða svo á dagskrá klukkan 21.15. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Í beinni: Brentford - Arsenal | Hákon Rafn aftur á bekkinn hjá Brentford Enski boltinn Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Sjá meira
Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, segir að FH sé með augun opin á félagaskiptamarkaðnum og að liðið kíki einna helst eftir framherja. FH hefur verið í vandræðum í Pepsi Max-deild karla. Liðið er í sjöunda sæti deildarinnar með þrettán stig og hefur ekki unnið deildarleik síðan 20. maí er liðið vann Val á heimavelli. Í kvöld mætir liðið Víkingi en félagaskiptaglugginn er opinn. Stuðningsmenn FH ræða við Ólaf fyrir hvern leik. Nú var spurt hvort Ólafur og FH-ingar hefðu áhuga á að styrkja liðið.Kemur til greina að styrkja hópinn „Það kemur til greina en hvort við gerum það er óvíst. Alltaf þegar það er möguleiki að styrkja liðið er maður með einhvern lista sem maður skoðar, hvað gæti verið af möguleikum og í hvaða stöður,“ sagði Ólafur. „Við skoðum það eins og aðrir en miðað við síðustu leiki hefur fókusinn verið mikill á að vinna með hópinn og þá leikmenn sem við erum með. Styrkingar eru kannski ekki efst á listanum.“ Ólafur ræddi um ákveðnar stöður á vellinum en hvaða stöður er hann einna helst að hugsa um? „Það er alveg augljóst og bara til þess að taka síðasta leik gegn Grindavík sem dæmi, þá höfum við haft mikla yfirburði í leikjum án þess að snúa því yfir í sigur. Við þurfum að skora mörk og við þurfum að hafa menn sem skora mörk.“ „Ef menn svara ekki kallinu þá er ekki óeðlilegt að menn fari að líta í kringum sig. Það sem vantar kannski hjá okkur núna er senter sem gæti verið inn í teig og skorar mörk.“Daði staðið sig vel „Við erum með hlaupaframherja eins og Jákup sem við vitum að getur skorað mörk en það hefur verið smá stífla undanfarið, nema bikarleikurinn gegn Grindavík. Við höfum í langan tíma talað um það að senter myndi punta.“ Gunnar Nielsen hefur verið á meiðslalistanum síðan hann handabrotnaði á heimavelli gegn KA. Óli segir að það styttist í Færeyinginn sem hefur verið frá síðan um miðjan maímánuð. „Fjandinn hafi það ef það fari ekki að styttast í hann. Hann er búinn að vera í handabroti en það gréri vel og allt lítur vel út. Hann er byrjaður að æfa og gera allt sem markvörður þarf að gera,“ en Daði Freyr Arnarson, ungur piltur hefur staðið í markinu undanfarna leiki og gert það vel. „Daði er búinn að standa sig vel. Það er kannski enginn ástæða til þess að henda honum út. Gunnar setur góða pressu á hann og það verður spennandi að fylgjast með þeirri baráttu.“ Óli segir að flestir leikmenn liðsins séu í góðu standi fyrir leik kvöldsins. „Staðan er býsna góð. Guðmann sem hefur verið að glíma við smá er orðinn fínn. Jákup verður betri og betri þannig að það er óvenju gott ástand á hópnum,“ sagði Ólafur. Fundinn í heild sinni má sjá hér að neðan en leikur FH og Víkings hefst klukkan 19.15. Bein útsending hefst á Stöð 2 Sport klukkan 18.55 og Pepsi Max-mörkin verða svo á dagskrá klukkan 21.15.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Í beinni: Brentford - Arsenal | Hákon Rafn aftur á bekkinn hjá Brentford Enski boltinn Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Sjá meira