Erlent

Epstein kveðst saklaus

Andri Eysteinsson skrifar
Epstein (f.m.) þegar hann var handtekinn á Flórída árið 2008. Hann átti yfir höfði sér lífstíðarfangelsi fyrir brotin sem hann var sakaður um en saksóknarar felldu niður ítarlega ákæru gegn honum.
Epstein (f.m.) þegar hann var handtekinn á Flórída árið 2008. Hann átti yfir höfði sér lífstíðarfangelsi fyrir brotin sem hann var sakaður um en saksóknarar felldu niður ítarlega ákæru gegn honum. AP/Uma Sanghvi/Palm Beach Post
Bandaríski milljarðamæringurinn Jeffrey Epstein sem hefur verið ákærður fyrir mansal á tugum stúlkna sem hann misnotaði auk fleiri brota, kveðst saklaus og lýsti því fyrir dómstólum í dag. Reuters greinir frá.

Samkvæmt ákærunni er Epstein sakaður um að hafa vísvitandi leitað til stúlkna undir lögaldri og hafði misnotað þær og beðið þér um að finna fleiri stúlkur fyrir sig. Epstein var handtekinn í New Jersey í fyrradag og slapp undan ákæru vegna sambærilegra brota í Flórída fyrir áratug síðan. Með samningnum slapp hann við fangelsisvist en hefur síðan verið skráður sem kynferðisbrotamaður.

Epstein var kallaður fyrir dómara í dag þar sem hann lýsti yfir sakleysi sínu. Verði hann sakfelldur af öllum ákæruliðum bíður hans 45 ára fangelsisdómur.

Epstein mun sitja í gæsluvarðhaldi til 15. júlí að minnsta kosti þegar hann verður leiddur fyrir dómara öðru sinni til þess að úrskurða hvort honum verði kleift að losna úr varðhaldi gegn tryggingu.

Saksóknarar í málinu gegn Epstein vilja ekki að honum verði kleift að losna enda sé mikil hætta á að hann reyni að forðast réttvísina og flýja land. Stórkostlegur auður hans og fjöldi einkaflugvéla undirstriki þá möguleika sem hann hefur til þess komast frá málinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×