Eskfirðingurinn filmandi kemur heim Þórarinn Þórarinsson skrifar 9. júlí 2019 08:00 Elfar Aðalsteins sneri sér frekar seint að kvikmyndagerð en hefur heldur betur tekið flugið. Eftir fjórtán ár í útlöndum er hann á leiðinni aftur til Íslands og ætlar að láta verkin tala á heimavelli og lokar hringnum í sjávarplássi. Ég fór bara í kvikmyndagerðarnám á gamals aldri, lærði skrif og leikstjórn og svo vatt ég mér bara í þetta,“ segir kvikmyndaleikstjórinn Elfar Aðalsteins í samtali við Fréttablaðið en fyrsta mynd hans í fullri lengd, End of Sentence, verður opnunarmynd RIFF, Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík, í haust. Elfar hefur áður leikstýrt tveimur stuttmyndum og vakti mikla athygli með þeirri seinni, Sailcloth, sem hann gerði í minningu afa síns, Aðalsteins Jónssonar, Alla ríka. Það vakti ekki síst athygli að Elfari tókst að fá stórleikarann John Hurt til þess að leika aðalhlutverkið í myndinni sem var að hluta byggð á Alla. Sailcloth hlaut verðlaun sem besta íslenska stuttmyndin á RIFF árið 2011 og Edduverðlaunin sem stuttmynd ársins 2012. Þá komst hún í lokaúrtak BAFTA- og Óskarsverðlauna.Fagnað í Edinborg Elfar er að flytja heim til Íslands í sumar eftir að hafa búið erlendis í fjórtán ár. „Ég var með Sailcloth á RIFF á sínum tíma og það er auðvitað mikill heiður að fá að opna hátíðina með End of Sentence,“ segir Elfar sem snýr nú seglum þöndum aftur til Íslands.End of Sentence var virkilega vel tekið þegar hún var frumsýnd á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Edinborg nýlega. „Þetta gekk rosalega vel og þessi stærstu blöð, Hollywood News og Hollywood Reporter, gáfu myndinni góðar einkunnir,“ segir Elfar en bendir á að mikilvægast sé hversu vel hún lagðist í áhorfendur. „Það sem skiptir mestu máli er að við fundum hversu sterkt áhorfendur tengdu við söguna og fundu þörf til að segja okkur frá því. Þetta er auðvitað það sem skiptir mestu máli fyrir mig og okkur sem stöndum að myndinni. Að áhorfendur finni einhverja samsvörun við söguna og tengi sterkt við hana.“Ótrúlega heppinn Bandaríski leikarinn John Hawkes fer með annað aðalhlutverkanna í End of Sentence. Hann hefur meðal annars verið tilnefndur til Óskarsverðlauna og hefur komið víða við í kvikmyndum á síðustu árum. „Ég hef verið ótrúlega heppinn með samstarfsfólk bæði fyrir aftan og framan kameruna,“ segir Elfar en þegar kom að því að ráða leikara í End of Sentence var einn framleiðendanna, Sigurjón Sighvatsson, heldur betur haukur í horni. „Sigurjón er auðvitað með mikil sambönd og í Ameríku er aðalmálið að fá leikara til þess að lesa handritin og þar kom Sigurjón sterkur inn.“ John Fowles var efstur á óskalista Elfars og eins og með John Hurt áður gekk allt upp. „Hann las handritið, hafði séð Sailcloth og fílar bara það sem ég hafði að segja. Hann ákvað að slá til og við tengdumst mjög sterkt.“ Elfar segir svipað hafa verið uppi á teningnum þegar hann fékk John Hurt til þess að leika í Sailcloth. „Þá sendi ég einfaldlega handritið á umboðsmanninn hans og mér datt ekki í hug að ég fengi svar.“ En svarið kom og Hurt vildi hitta Elfar sem segir að á þeim fundi hafi hann í raun verið í áheyrnarprufu hjá leikaranum. „Það fór mjög vel á með okkur og við enduðum sem góðir vinir. John var voðalega vænn við mig og studdi vel við bakið á mér.“Hringnum lokað Elfar er sem fyrr segir á heimleið og næsta verkefni hans verður íslensk stórmynd. „Við erum búin að búa fjórtán ár erlendis og erum að flytja með eitt barn. Hin eru farin í háskóla þannig að þetta er orðið tímabært og næsta mynd sem ég geri verður íslensk. Hún heitir Sumarljós og svo kemur nóttin og er eftir handriti sem ég skrifaði upp úr sögu Jóns Kalmans Stefánssonar,“ segir Elfar en kvikmyndaréttinn á bókinni á hann með Ólafi Darra Ólafssyni sem er einmitt í litlu hlutverki í End of Sentence. Hann er kominn með fullan styrk frá Kvikmyndamiðstöð Íslands og segir að myndin verði frekar viðamikil. „Hún fjallar um sjávarþorp úti á landi og segir sögur af fólkinu sem býr þar. Þá er ég í raun og veru kominn heilan hring, aftur á uppeldisstöðvar mínar,“ segir Eskfirðingurinn sem snýr nú aftur eftir að hafa haldið út í heim til þess að búa til bíómyndir. Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Fjarðabyggð Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Ég fór bara í kvikmyndagerðarnám á gamals aldri, lærði skrif og leikstjórn og svo vatt ég mér bara í þetta,“ segir kvikmyndaleikstjórinn Elfar Aðalsteins í samtali við Fréttablaðið en fyrsta mynd hans í fullri lengd, End of Sentence, verður opnunarmynd RIFF, Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík, í haust. Elfar hefur áður leikstýrt tveimur stuttmyndum og vakti mikla athygli með þeirri seinni, Sailcloth, sem hann gerði í minningu afa síns, Aðalsteins Jónssonar, Alla ríka. Það vakti ekki síst athygli að Elfari tókst að fá stórleikarann John Hurt til þess að leika aðalhlutverkið í myndinni sem var að hluta byggð á Alla. Sailcloth hlaut verðlaun sem besta íslenska stuttmyndin á RIFF árið 2011 og Edduverðlaunin sem stuttmynd ársins 2012. Þá komst hún í lokaúrtak BAFTA- og Óskarsverðlauna.Fagnað í Edinborg Elfar er að flytja heim til Íslands í sumar eftir að hafa búið erlendis í fjórtán ár. „Ég var með Sailcloth á RIFF á sínum tíma og það er auðvitað mikill heiður að fá að opna hátíðina með End of Sentence,“ segir Elfar sem snýr nú seglum þöndum aftur til Íslands.End of Sentence var virkilega vel tekið þegar hún var frumsýnd á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Edinborg nýlega. „Þetta gekk rosalega vel og þessi stærstu blöð, Hollywood News og Hollywood Reporter, gáfu myndinni góðar einkunnir,“ segir Elfar en bendir á að mikilvægast sé hversu vel hún lagðist í áhorfendur. „Það sem skiptir mestu máli er að við fundum hversu sterkt áhorfendur tengdu við söguna og fundu þörf til að segja okkur frá því. Þetta er auðvitað það sem skiptir mestu máli fyrir mig og okkur sem stöndum að myndinni. Að áhorfendur finni einhverja samsvörun við söguna og tengi sterkt við hana.“Ótrúlega heppinn Bandaríski leikarinn John Hawkes fer með annað aðalhlutverkanna í End of Sentence. Hann hefur meðal annars verið tilnefndur til Óskarsverðlauna og hefur komið víða við í kvikmyndum á síðustu árum. „Ég hef verið ótrúlega heppinn með samstarfsfólk bæði fyrir aftan og framan kameruna,“ segir Elfar en þegar kom að því að ráða leikara í End of Sentence var einn framleiðendanna, Sigurjón Sighvatsson, heldur betur haukur í horni. „Sigurjón er auðvitað með mikil sambönd og í Ameríku er aðalmálið að fá leikara til þess að lesa handritin og þar kom Sigurjón sterkur inn.“ John Fowles var efstur á óskalista Elfars og eins og með John Hurt áður gekk allt upp. „Hann las handritið, hafði séð Sailcloth og fílar bara það sem ég hafði að segja. Hann ákvað að slá til og við tengdumst mjög sterkt.“ Elfar segir svipað hafa verið uppi á teningnum þegar hann fékk John Hurt til þess að leika í Sailcloth. „Þá sendi ég einfaldlega handritið á umboðsmanninn hans og mér datt ekki í hug að ég fengi svar.“ En svarið kom og Hurt vildi hitta Elfar sem segir að á þeim fundi hafi hann í raun verið í áheyrnarprufu hjá leikaranum. „Það fór mjög vel á með okkur og við enduðum sem góðir vinir. John var voðalega vænn við mig og studdi vel við bakið á mér.“Hringnum lokað Elfar er sem fyrr segir á heimleið og næsta verkefni hans verður íslensk stórmynd. „Við erum búin að búa fjórtán ár erlendis og erum að flytja með eitt barn. Hin eru farin í háskóla þannig að þetta er orðið tímabært og næsta mynd sem ég geri verður íslensk. Hún heitir Sumarljós og svo kemur nóttin og er eftir handriti sem ég skrifaði upp úr sögu Jóns Kalmans Stefánssonar,“ segir Elfar en kvikmyndaréttinn á bókinni á hann með Ólafi Darra Ólafssyni sem er einmitt í litlu hlutverki í End of Sentence. Hann er kominn með fullan styrk frá Kvikmyndamiðstöð Íslands og segir að myndin verði frekar viðamikil. „Hún fjallar um sjávarþorp úti á landi og segir sögur af fólkinu sem býr þar. Þá er ég í raun og veru kominn heilan hring, aftur á uppeldisstöðvar mínar,“ segir Eskfirðingurinn sem snýr nú aftur eftir að hafa haldið út í heim til þess að búa til bíómyndir.
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Fjarðabyggð Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira