Magnús Ver sigraði Kazmaier í Herkúlesarhaldi eftir þrjátíu ára hlé Kristinn Haukur Guðnason skrifar 9. júlí 2019 12:30 Magnús Ver Magnússon. Vísir/Vilhelm Kraftajötnarnir Magnús Ver Magnússon og hinn bandaríski Bill Kazmaier mættust í fyrsta skipti í þrjátíu ár á laugardaginn. Áttust þeir við í sérstökum viðburði á Giants Live mótinu í Lundúnum og héldu tveimur grískum stólpum. Er það kallað Herkúlesarhaldið og vegur hvor stólpi 160 kílógrömm. Magnús og Kazmaier eru tveir af sigursælustu kraftajötnum sögunnar. Magnús var í fjórgang sterkasti maður heims og Kazmaier þrisvar. Árið 1989 lenti þeim saman í keppni eftir að Kazmaier hrinti Magnúsi svo að hann missti tunnu ofan af brú. Tunnan lenti hins vegar á O.D. Wilson, samherja Kazmaiers í keppninni. Atvikið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Skemmst er frá því að segja að Magnús hafði betur. Hélt hann stólpunum í hundrað sekúndur á meðan Kazmaier hélt í átján. Það þó að Magnús hafi nýlega gengist undir stofnfrumumeðferð á hnjám. „Ég vissi ekkert hvað eða hvort ég gæti eitthvað í þessu lengur eða hvort þetta yrði mjög sárt,“ segir Magnús Ver við Fréttablaðið. „En eftir að ég byrjaði og fann jafnvægið þá datt gamla keppnisskapið í gang. Þetta var eins og að fara aftur í tímann. Andrúmsloftið var rafmagnað, ég hreifst með og þetta var ekkert mál.“ Aflraunir Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Sjá meira
Kraftajötnarnir Magnús Ver Magnússon og hinn bandaríski Bill Kazmaier mættust í fyrsta skipti í þrjátíu ár á laugardaginn. Áttust þeir við í sérstökum viðburði á Giants Live mótinu í Lundúnum og héldu tveimur grískum stólpum. Er það kallað Herkúlesarhaldið og vegur hvor stólpi 160 kílógrömm. Magnús og Kazmaier eru tveir af sigursælustu kraftajötnum sögunnar. Magnús var í fjórgang sterkasti maður heims og Kazmaier þrisvar. Árið 1989 lenti þeim saman í keppni eftir að Kazmaier hrinti Magnúsi svo að hann missti tunnu ofan af brú. Tunnan lenti hins vegar á O.D. Wilson, samherja Kazmaiers í keppninni. Atvikið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Skemmst er frá því að segja að Magnús hafði betur. Hélt hann stólpunum í hundrað sekúndur á meðan Kazmaier hélt í átján. Það þó að Magnús hafi nýlega gengist undir stofnfrumumeðferð á hnjám. „Ég vissi ekkert hvað eða hvort ég gæti eitthvað í þessu lengur eða hvort þetta yrði mjög sárt,“ segir Magnús Ver við Fréttablaðið. „En eftir að ég byrjaði og fann jafnvægið þá datt gamla keppnisskapið í gang. Þetta var eins og að fara aftur í tímann. Andrúmsloftið var rafmagnað, ég hreifst með og þetta var ekkert mál.“
Aflraunir Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Sjá meira