Enski boltinn

Brutust inn í hús Sturridge og stálu hundinum hans

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Daniel Sturridge með Meistaradeildarbikarinn sem hann vann með Liverpool 1. júní síðastliðinn.
Daniel Sturridge með Meistaradeildarbikarinn sem hann vann með Liverpool 1. júní síðastliðinn. Getty/Andrew Powell
Enski knattspyrnumaðurinn Daniel Sturridge sagði heiminum frá óskemmtilegri lífsreynslu sinni á samskiptamiðlunum Instagram í dag.

Einhver braust inn í hús Daniel Sturridge í Los Angeles í Bandaríkjunum og tók ekki aðeins tvo eða þrjá poka heldur einnig hundinn hans.

Hér fyrir neðan sést Daniel Sturridge segja frá þessu öllu saman.





Daniel Sturridge sagði að innbrotsþjófarnir hafi hoppað yfir grindverk í kringum húsið og hann sýndi síðan myndir af verksummerkjum þar sem mátti meðal annars sjá brotna glugga og brotna glerhurð.

„Peningarnir skiptir engu máli. Ég vil bara fá hundinn minn aftur. Ef ykkur vantar pening, komið þá hingað aftur og við borgum ykkur fyrir hundinn,“ sagði Daniel Sturridge

Daniel Sturridge varð Evrópumeistari með Liverpool á sínu síðasta tímabili með félaginu en samningur hans er runninn út. Hann og Alberto Moreno fengu ekki nýjan samning hjá félaginu og er Sturridge því að leita sér að nýju félagi.

Sturridge skoraði 4 mörk í 27 leikjum á sínu síðasta tímabili með Liverpool og endaði því með 67 mörk í 160 leikjum með félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×