Ungir sjálfstæðismenn mótfallnir frumvarpi Lilju og vilja RÚV af auglýsingamarkaði Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. júlí 2019 11:15 Ingvar Smári Birgisson, formaður SUS, og Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra eru á öndverðum meiði um hvernig sé best að styðja við einkarekna fjölmiðla. Vísir/Samsett Stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna hefur samþykkt að álykta gegn fjölmiðlafrumvarpi Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra, mæli hún fyrir frumvarpinu á Alþingi í haust. Þá skorar stjórnin á þingflokk Sjálfstæðisflokksins og aðra þingmenn að hafna frumvarpinu. Til stuðnings einkarekinna fjölmiðla leggur sambandið fram að Ríkisútvarpinu verði kippt út af auglýsingamarkaði. Þetta kemur fram í tilkynningu sem formaður SUS, Ingvar Smári Birgisson, sendi fréttastofu rétt í þessu. „Fjölmiðlar hafa mikilvægu hlutverki að gegna í lýðræðissamfélögum og er mikilvægi óháðra og frjálsra fjölmiðla ótvírætt. Um leið og þeir eru gerðir háðir velvild stjórnvalda og hinu opinbera eru þeir hvorki frjálsir né óháðir og ekki eins vel til þess fallnir að stuðla að opinni og upplýstri umræðu,“ segir meðal annars í tilkynningunni. Þar er því einnig slegið föstu að frumvarpið mismuni fjölmiðlum eftir stærð ritstjórna þeirra og hafi þannig takmörkuð áhrif á rekstur stærri fjölmiðla sem halda úti öflugri ritstjórnum.Tímabundinn stuðningur hlutfallslega lægri fyrir stærri miðlaFrumvarpið var lagt fram í maí á þessu ári. Ætlun frumvarpsins er að „styðja við útgáfu á fréttum, fréttatengdu efni og umfjöllun um samfélagsleg málefni með því að veita einkareknum fjölmiðlum stuðning í formi endurgreiðslu á hluta kostnaðar sem fellur til við að afla og miðla slíku efni.“ Endurgreiðsluhæfur kostnaður verður samkvæmt frumvarpinu bundinn við beinan launakostnað blaða-og fréttamanna, ritstjóra, aðstoðarritstjóra, myndatökumanna, ljósmyndara og prófarkalesara auk verktakagreiðslna fyrir sömu störf. Hlutfall endurgreiðslu verður að hámarki 25% af launakostnaði en þó ekki hærri en 50 milljónir kr. til hvers umsækjanda. Gert er ráð fyrir því að árlegur kostnaður vegna frumvarpsins verði allt að 520 milljónir. kr. frá og með 1. janúar 2020. Fagna stefnu stjórnvalda en mótmæla aðferðum Í tilkynningu SUS segir að sambandið fagni þeirri stefnu stjórnvalda lútandi að fjölmiðlum og stuðningi þeim til handa. Sambandið leggur þó til aðrar aðferðir heldur en boðaðar eru í frumvarpi menntamálaráðherra. „Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar kemur fram að bæta eigi starfsumhverfi fjölmiðla á kjörtímabilinu sem nú er hálfnað. SUS fagnar þessu markmiði ríkisstjórnarinnar og hvetur ríkisstjórnina til að taka á samkeppnisumhverfi fjölmiðla á Íslandi með því að draga úr starfsemi Ríkisútvarpsins og samhliða slíkum aðgerðum taka stofnunina af auglýsingamarkaði [sic],“ segir í tilkynningunni. Sambandið hvetur stjórnvöld þá einnig til þess að „rýmka heimildir fjölmiðla til auglýsinga til að jafna stöðu íslenskra fjölmiðla gagnvart erlendum net- og samfélagsmiðlum í auglýsingasölu.“ Fjölmiðlar Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Ríkisstjórnin samþykkti fjölmiðlafrumvarp menntamálaráðherra Stjórnarflokkarnir eiga enn eftir að afgreiða frumvarpið áður en hægt verður að leggja það fyrir á þingi. Kveðið er á um styrki til einkarekinna fjölmiðla. 3. maí 2019 14:28 Fjölmiðlafrumvarpið stendur í Sjálfstæðisflokknum Ólíklegt að fjölmiðlafrumvarp Lilju verði að lögum á vorþingi. 10. maí 2019 15:18 Lilja reiknar með að fjölmiðlafrumvarp verði samþykkt í haust Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menninarmálaráðherra, reiknar með að fjölmiðlafrumvarp hennar verði afgreitt frá Alþingi í haust þrátt fyrir fyrirvara og andstöðu þingflokks Sjálfstæðisflokksins við frumvarpið. Hún reiknar ekki með efnislegum breytingum á frumvarpinu. 24. júní 2019 14:11 Sjálfstæðismenn munu skoða fjölmiðlafrumvarpið betur Frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla var kynnt fyrir þingflokki Sjálfstæðisflokksins í gær en breytingar hafa verið gerðar á málinu frá því það kom fram í lok janúar. 9. maí 2019 06:15 Fjölmiðlafrumvarp lagt fram á Alþingi Frumvarp til laga um breytingu á fjölmiðlalögum hefur nú verið lagt fram á Alþingi og mun Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningarmálaráðherra mæla fyrir frumvarpinu nú á vorþingi. 20. maí 2019 15:22 Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna hefur samþykkt að álykta gegn fjölmiðlafrumvarpi Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra, mæli hún fyrir frumvarpinu á Alþingi í haust. Þá skorar stjórnin á þingflokk Sjálfstæðisflokksins og aðra þingmenn að hafna frumvarpinu. Til stuðnings einkarekinna fjölmiðla leggur sambandið fram að Ríkisútvarpinu verði kippt út af auglýsingamarkaði. Þetta kemur fram í tilkynningu sem formaður SUS, Ingvar Smári Birgisson, sendi fréttastofu rétt í þessu. „Fjölmiðlar hafa mikilvægu hlutverki að gegna í lýðræðissamfélögum og er mikilvægi óháðra og frjálsra fjölmiðla ótvírætt. Um leið og þeir eru gerðir háðir velvild stjórnvalda og hinu opinbera eru þeir hvorki frjálsir né óháðir og ekki eins vel til þess fallnir að stuðla að opinni og upplýstri umræðu,“ segir meðal annars í tilkynningunni. Þar er því einnig slegið föstu að frumvarpið mismuni fjölmiðlum eftir stærð ritstjórna þeirra og hafi þannig takmörkuð áhrif á rekstur stærri fjölmiðla sem halda úti öflugri ritstjórnum.Tímabundinn stuðningur hlutfallslega lægri fyrir stærri miðlaFrumvarpið var lagt fram í maí á þessu ári. Ætlun frumvarpsins er að „styðja við útgáfu á fréttum, fréttatengdu efni og umfjöllun um samfélagsleg málefni með því að veita einkareknum fjölmiðlum stuðning í formi endurgreiðslu á hluta kostnaðar sem fellur til við að afla og miðla slíku efni.“ Endurgreiðsluhæfur kostnaður verður samkvæmt frumvarpinu bundinn við beinan launakostnað blaða-og fréttamanna, ritstjóra, aðstoðarritstjóra, myndatökumanna, ljósmyndara og prófarkalesara auk verktakagreiðslna fyrir sömu störf. Hlutfall endurgreiðslu verður að hámarki 25% af launakostnaði en þó ekki hærri en 50 milljónir kr. til hvers umsækjanda. Gert er ráð fyrir því að árlegur kostnaður vegna frumvarpsins verði allt að 520 milljónir. kr. frá og með 1. janúar 2020. Fagna stefnu stjórnvalda en mótmæla aðferðum Í tilkynningu SUS segir að sambandið fagni þeirri stefnu stjórnvalda lútandi að fjölmiðlum og stuðningi þeim til handa. Sambandið leggur þó til aðrar aðferðir heldur en boðaðar eru í frumvarpi menntamálaráðherra. „Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar kemur fram að bæta eigi starfsumhverfi fjölmiðla á kjörtímabilinu sem nú er hálfnað. SUS fagnar þessu markmiði ríkisstjórnarinnar og hvetur ríkisstjórnina til að taka á samkeppnisumhverfi fjölmiðla á Íslandi með því að draga úr starfsemi Ríkisútvarpsins og samhliða slíkum aðgerðum taka stofnunina af auglýsingamarkaði [sic],“ segir í tilkynningunni. Sambandið hvetur stjórnvöld þá einnig til þess að „rýmka heimildir fjölmiðla til auglýsinga til að jafna stöðu íslenskra fjölmiðla gagnvart erlendum net- og samfélagsmiðlum í auglýsingasölu.“
Fjölmiðlar Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Ríkisstjórnin samþykkti fjölmiðlafrumvarp menntamálaráðherra Stjórnarflokkarnir eiga enn eftir að afgreiða frumvarpið áður en hægt verður að leggja það fyrir á þingi. Kveðið er á um styrki til einkarekinna fjölmiðla. 3. maí 2019 14:28 Fjölmiðlafrumvarpið stendur í Sjálfstæðisflokknum Ólíklegt að fjölmiðlafrumvarp Lilju verði að lögum á vorþingi. 10. maí 2019 15:18 Lilja reiknar með að fjölmiðlafrumvarp verði samþykkt í haust Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menninarmálaráðherra, reiknar með að fjölmiðlafrumvarp hennar verði afgreitt frá Alþingi í haust þrátt fyrir fyrirvara og andstöðu þingflokks Sjálfstæðisflokksins við frumvarpið. Hún reiknar ekki með efnislegum breytingum á frumvarpinu. 24. júní 2019 14:11 Sjálfstæðismenn munu skoða fjölmiðlafrumvarpið betur Frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla var kynnt fyrir þingflokki Sjálfstæðisflokksins í gær en breytingar hafa verið gerðar á málinu frá því það kom fram í lok janúar. 9. maí 2019 06:15 Fjölmiðlafrumvarp lagt fram á Alþingi Frumvarp til laga um breytingu á fjölmiðlalögum hefur nú verið lagt fram á Alþingi og mun Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningarmálaráðherra mæla fyrir frumvarpinu nú á vorþingi. 20. maí 2019 15:22 Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Ríkisstjórnin samþykkti fjölmiðlafrumvarp menntamálaráðherra Stjórnarflokkarnir eiga enn eftir að afgreiða frumvarpið áður en hægt verður að leggja það fyrir á þingi. Kveðið er á um styrki til einkarekinna fjölmiðla. 3. maí 2019 14:28
Fjölmiðlafrumvarpið stendur í Sjálfstæðisflokknum Ólíklegt að fjölmiðlafrumvarp Lilju verði að lögum á vorþingi. 10. maí 2019 15:18
Lilja reiknar með að fjölmiðlafrumvarp verði samþykkt í haust Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menninarmálaráðherra, reiknar með að fjölmiðlafrumvarp hennar verði afgreitt frá Alþingi í haust þrátt fyrir fyrirvara og andstöðu þingflokks Sjálfstæðisflokksins við frumvarpið. Hún reiknar ekki með efnislegum breytingum á frumvarpinu. 24. júní 2019 14:11
Sjálfstæðismenn munu skoða fjölmiðlafrumvarpið betur Frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla var kynnt fyrir þingflokki Sjálfstæðisflokksins í gær en breytingar hafa verið gerðar á málinu frá því það kom fram í lok janúar. 9. maí 2019 06:15
Fjölmiðlafrumvarp lagt fram á Alþingi Frumvarp til laga um breytingu á fjölmiðlalögum hefur nú verið lagt fram á Alþingi og mun Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningarmálaráðherra mæla fyrir frumvarpinu nú á vorþingi. 20. maí 2019 15:22
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent