Efstadalsfjölskyldan miður sín vegna sýkingarinnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. júlí 2019 14:42 Í og við Bláskógabyggð eru margir vinsælir áningarstaðir sem innlendir jafnt sem erlendir ferðamenn sækja í miklum mæli. Þeirra á meðal Efstadal. Vísir/Magnús Hlynur Björgvin Jóhannesson, einn rekstraraðila á bænum Efstadal II í Bláskógabyggð þar sem níu börn smituðust af E. coli bakteríu undanfarnar vikur, segir um leiðindamál að ræða. Sérstaklega fyrir börnin. Fjögur systkini og fjölskyldur þeirra standa að rekstrinum þar sem má til að mynda finna vinsæla ísbúð, veitingastað, hestaleigu, hótelgistingu auk þess sem gestir geta klappað hinum ýmsu húsdýrum. Þar á meðal kálfum en saursýni úr kálfum á bænum kemur heim og saman við bakteríuna sem sýkti börnin. Björgvin segir að lokað hafi verið fyrir aðgang að kálfastíunni þann 4. júlí í samráði við Heilbrigðiseftirlit Suðurlands og Matvælastofnun. Kálfarnir hafi verið sendir í sóttkví.Ferðamenn í heimsókn á bænum Efstadal II í dag.Vísir/Magnús Hlynur„Á sama tíma hættum við að selja okkar framleiðslu,“ segir Björgvin. Um varúðarráðstöfun hafi verið að ræða því þau hafi ekki viljað taka neina áhættu fyrr en niðurstöður lægju fyrir. „Allar niðurstöður sem við höfum fengið úr matvælum, ís og öðru slíkur eru jákvæðar fyrir okkur.“ Sá rekstur sé því enn í gangi.Óvíst hvernig smitið barst í börninÍ tilkynningu sem Landlæknir sendi frá sér upp úr hádegi segir að ekki sé vitað með vissu hvernig smitið barst í börnin. Frekari rannsóknir á hugsanlegum smitleiðum á staðnum standi enn yfir. Björgvin segir málið hafa fengið á fjölskylduna sem stendur að rekstrinum. „Allir í fjölskyldunni eru miður sín yfir þessu. Það er erfitt að sjá þetta fyrir. Svona hlutir geta gerst. Við erum að reyna að vanda okkur eins og við höfum alltaf gert,“ segir Björgvin.Úr ísbúðinni í Efstadal er hægt að horfa inn í fjósið.Vísir/Magnús HlynurVona það besta Passað sé upp á alla vinnslu á matvælum og hafi mjólkurverkfræðingur verið starfseminni innan handar undanfarin ár og passað 100 prósent upp á allt hreinlæti. Þau sýni sem liggi fyrir hafi komið vel út. „Við eigum erfiðara með að hafa stjórn á því sem gerist utandyra þar sem dýrin eru hlaupandi um,“ segir Björgvin. Stór partur af afþreyingunni á Efstadal II sé að klappa dýrunum og þar njóti kálfarnir mikilla vinsælda. „Vissulega er þetta leiðindamál fyrir alla og sérstaklega börnin sem lenda í því að sýkjast.“ Þau voni það besta og að allir nái sé sem fyrst. Bláskógabyggð Dýr E.coli á Efstadal II Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ferðamannasprengjan gjörbreytt bændasamfélögum á Suðurlandi Blaðamaður Vísis heimsótti þrjú misstór sveitarfélög á Suðurlandi í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna sem fara fram í lok mánaðarins. 11. maí 2018 14:00 Uppspretta E. coli-hrinunnar á Efstadal II Landlæknir telur ljóst að níu af þeim 10 börnum sem veikst hafa með sýkingu af völdum E. coli bakteríu hafi gert það á ferðaþjónustubænum Efstadal II í Bláskógabyggð fyrir 10 dögum til þremur vikum síðan. 9. júlí 2019 13:20 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Sjá meira
Björgvin Jóhannesson, einn rekstraraðila á bænum Efstadal II í Bláskógabyggð þar sem níu börn smituðust af E. coli bakteríu undanfarnar vikur, segir um leiðindamál að ræða. Sérstaklega fyrir börnin. Fjögur systkini og fjölskyldur þeirra standa að rekstrinum þar sem má til að mynda finna vinsæla ísbúð, veitingastað, hestaleigu, hótelgistingu auk þess sem gestir geta klappað hinum ýmsu húsdýrum. Þar á meðal kálfum en saursýni úr kálfum á bænum kemur heim og saman við bakteríuna sem sýkti börnin. Björgvin segir að lokað hafi verið fyrir aðgang að kálfastíunni þann 4. júlí í samráði við Heilbrigðiseftirlit Suðurlands og Matvælastofnun. Kálfarnir hafi verið sendir í sóttkví.Ferðamenn í heimsókn á bænum Efstadal II í dag.Vísir/Magnús Hlynur„Á sama tíma hættum við að selja okkar framleiðslu,“ segir Björgvin. Um varúðarráðstöfun hafi verið að ræða því þau hafi ekki viljað taka neina áhættu fyrr en niðurstöður lægju fyrir. „Allar niðurstöður sem við höfum fengið úr matvælum, ís og öðru slíkur eru jákvæðar fyrir okkur.“ Sá rekstur sé því enn í gangi.Óvíst hvernig smitið barst í börninÍ tilkynningu sem Landlæknir sendi frá sér upp úr hádegi segir að ekki sé vitað með vissu hvernig smitið barst í börnin. Frekari rannsóknir á hugsanlegum smitleiðum á staðnum standi enn yfir. Björgvin segir málið hafa fengið á fjölskylduna sem stendur að rekstrinum. „Allir í fjölskyldunni eru miður sín yfir þessu. Það er erfitt að sjá þetta fyrir. Svona hlutir geta gerst. Við erum að reyna að vanda okkur eins og við höfum alltaf gert,“ segir Björgvin.Úr ísbúðinni í Efstadal er hægt að horfa inn í fjósið.Vísir/Magnús HlynurVona það besta Passað sé upp á alla vinnslu á matvælum og hafi mjólkurverkfræðingur verið starfseminni innan handar undanfarin ár og passað 100 prósent upp á allt hreinlæti. Þau sýni sem liggi fyrir hafi komið vel út. „Við eigum erfiðara með að hafa stjórn á því sem gerist utandyra þar sem dýrin eru hlaupandi um,“ segir Björgvin. Stór partur af afþreyingunni á Efstadal II sé að klappa dýrunum og þar njóti kálfarnir mikilla vinsælda. „Vissulega er þetta leiðindamál fyrir alla og sérstaklega börnin sem lenda í því að sýkjast.“ Þau voni það besta og að allir nái sé sem fyrst.
Bláskógabyggð Dýr E.coli á Efstadal II Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ferðamannasprengjan gjörbreytt bændasamfélögum á Suðurlandi Blaðamaður Vísis heimsótti þrjú misstór sveitarfélög á Suðurlandi í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna sem fara fram í lok mánaðarins. 11. maí 2018 14:00 Uppspretta E. coli-hrinunnar á Efstadal II Landlæknir telur ljóst að níu af þeim 10 börnum sem veikst hafa með sýkingu af völdum E. coli bakteríu hafi gert það á ferðaþjónustubænum Efstadal II í Bláskógabyggð fyrir 10 dögum til þremur vikum síðan. 9. júlí 2019 13:20 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Sjá meira
Ferðamannasprengjan gjörbreytt bændasamfélögum á Suðurlandi Blaðamaður Vísis heimsótti þrjú misstór sveitarfélög á Suðurlandi í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna sem fara fram í lok mánaðarins. 11. maí 2018 14:00
Uppspretta E. coli-hrinunnar á Efstadal II Landlæknir telur ljóst að níu af þeim 10 börnum sem veikst hafa með sýkingu af völdum E. coli bakteríu hafi gert það á ferðaþjónustubænum Efstadal II í Bláskógabyggð fyrir 10 dögum til þremur vikum síðan. 9. júlí 2019 13:20