Erlent

Krefj­ast af­sagn­ar at­vinn­u­mál­a­ráð­herr­a Band­a­ríkj­ann­a

Gígja Hilmarsdóttir skrifar
Acosta hefur tjáð sig um málið á Twitter og kveðst ánægður að málið skuli vera tekið upp á ný.
Acosta hefur tjáð sig um málið á Twitter og kveðst ánægður að málið skuli vera tekið upp á ný.
Háværar raddir eru nú uppi um að Alexander Acosta, atvinnumálaráðherra Bandaríkjanna, segi af sér vegna aðkomu hans að máli Jeffrey Epstein, auðkýfings sem sakaður er um mansal á ungum stúlkum. 

Þegar Acosta gegndi embætti alríkissaksóknara Miami fyrir tólf árum gerði hann afar umdeilt samkomulag við Epstein. Samkomulagið fól það í sér að Epstein gengist við tveimur vægari brotum og í staðinn voru alríkisákærur, sem hefðu getað þyngt dóm hans til muna, felldar niður. Alríkissaksóknar í New York ákærði Epstein fyrir sambærileg brot um helgina

Acosta sagði í þessari viku að samkomulagið sem hann gerði við Epstein, sem gerði það að verkum að hann fékk talsvert vægari dóm, hafi verið besta lausnin á flóknu máli og samkomulag af þessu tagi hafi verið gerð um árabil.

Epstein var handtekinn á flugvelli í New Jersey á laugardaginn og ákærður fyrir að misnota ungar stúlkur kynferðislega. 

„Glæpirnir sem Epstein framdi eru hræðilegir og ég er ánægður að saksóknarar skulu halda áfram með málið í ljósi nýrra sönnunargagna,“ skrifaði Acosta á Twitter síðastliðinn fimmtudag.  

Jack Scarola, lögmaður nokkurra fórnalamba Epstein segir Acosta eiga eftir að útskýra margt og vísar afsökunum hans á bug.

Donald Trump forseti hefur komið Acosta til varnar en hefur engu að síður sagst ætla að „líta á málið“. Bandaríska blaðið Politico segir að Mick Mulvaney, starfsmannastjóri Hvíta hússins, þrýsti nú á Trump að láta Acosta fara vegna máls Epstein.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×