Stjórn félags grunnskólakennara dregur lappirnar Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar 30. júní 2019 15:32 Fyrir um viku féll refsidómur í Héraðsdómi Reykjavíkur um skattalagabrot. Allir geta misstigið sig en því miður var formaður Kennarafélags Reykjavíkur sá seki. Formaðurinn gegnir ýmsum trúnaðarstörfum fyrir félag grunnskólakennara og sum hver mikilvæg. Áhöld eru um hvort formaðurinn eigi að segja af sér eða halda trúnaðarstörfunum í ljósi refsidómsins. Formaður KÍ segir samvisku hans ráða för. Grunnskólakennarar hafa nú beðið, of lengi, eftir viðbrögðum stjórnar Félags grunnskólakennara um málið. Enginn fundur boðaður, málið ekki formlega rætt. Mörgum finnst afleitt að einstaklingur með refsidóm á bakinu sinni trúnaðarstörfum fyrir félagið. Hver er ásýnd og ímynd félags undir slíkum kringumstæðum? Málinu var áfrýjað. Ef málið verður tekið fyrir í Landsrétti kemur niðurstaða frá æðri dómstól. Þar til sá dómur fellur er héraðsdómurinn í fullu gildi, það eru réttaráhrifin sem bíða sem og afplánun. Mál af þessum toga hefur aldrei komið upp hjá Félagi grunnskólakennara að sögn fyrrverandi formanns Ólafs Loftssonar eða KÍ. Ólafur man eftir tilviki þar sem kennari sagði sig frá öllum trúnaðarstörfum áður en dómur féll. Gott siðgæði það. Stjórn FG þarf að taka á málinu, þarf að sýna og sanna fyrir félagsmönnum að hún sé í stakk búin að taka á erfiðum málum. Hún þarf að leggja línurnar um svona málefni til framtíðar, úr því ekki var búið að því. Kennarar þurfa að vita hvar félagið stendur gagnvart brotum og dómsúrskurðum þegar sekt er sönnuð og refsing fylgir. Hvað skal gera á meðan áfrýjunarferli er í gangi o.s.frv. Hvað veldur að stjórn dragi lappirnar skal ósagt látið. Höfundur er helst á því að góð vinátta milli hluta stjórnarmanna og formanns KFR hafi þar eitthvað að segja. Þegar mikil vinátta ríkir er skiljanlegt að erfitt sé að taka á máli sem þessu. Auk þess er hluti stjórnarmanna óhæfir til að taka afstöðu í málinu af sömu sökum. Tveir stjórnarmenn hafa tjáð sig opinberlega, annar segir dómara málsins slá sig til riddara með dómnum og hinn að dómurinn sé rangur sem gerir þá báða óhæfa í að fjalla um málið af hlutleysi. Þrátt fyrir að málið sé óþægilegt verður að taka á því félagsins vegna, hér verða hagsmunir einstaklinga að víkja fyrir hagsmunum heildarinnar. Þöggun mála er aldrei af hinu góða, sáir óvissufræjum og tortryggni.Höfundur er grunnskólakennari, trúnaðarmaður og varaformaður Bandalags kennara á Norðurlandi eystra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Fyrir um viku féll refsidómur í Héraðsdómi Reykjavíkur um skattalagabrot. Allir geta misstigið sig en því miður var formaður Kennarafélags Reykjavíkur sá seki. Formaðurinn gegnir ýmsum trúnaðarstörfum fyrir félag grunnskólakennara og sum hver mikilvæg. Áhöld eru um hvort formaðurinn eigi að segja af sér eða halda trúnaðarstörfunum í ljósi refsidómsins. Formaður KÍ segir samvisku hans ráða för. Grunnskólakennarar hafa nú beðið, of lengi, eftir viðbrögðum stjórnar Félags grunnskólakennara um málið. Enginn fundur boðaður, málið ekki formlega rætt. Mörgum finnst afleitt að einstaklingur með refsidóm á bakinu sinni trúnaðarstörfum fyrir félagið. Hver er ásýnd og ímynd félags undir slíkum kringumstæðum? Málinu var áfrýjað. Ef málið verður tekið fyrir í Landsrétti kemur niðurstaða frá æðri dómstól. Þar til sá dómur fellur er héraðsdómurinn í fullu gildi, það eru réttaráhrifin sem bíða sem og afplánun. Mál af þessum toga hefur aldrei komið upp hjá Félagi grunnskólakennara að sögn fyrrverandi formanns Ólafs Loftssonar eða KÍ. Ólafur man eftir tilviki þar sem kennari sagði sig frá öllum trúnaðarstörfum áður en dómur féll. Gott siðgæði það. Stjórn FG þarf að taka á málinu, þarf að sýna og sanna fyrir félagsmönnum að hún sé í stakk búin að taka á erfiðum málum. Hún þarf að leggja línurnar um svona málefni til framtíðar, úr því ekki var búið að því. Kennarar þurfa að vita hvar félagið stendur gagnvart brotum og dómsúrskurðum þegar sekt er sönnuð og refsing fylgir. Hvað skal gera á meðan áfrýjunarferli er í gangi o.s.frv. Hvað veldur að stjórn dragi lappirnar skal ósagt látið. Höfundur er helst á því að góð vinátta milli hluta stjórnarmanna og formanns KFR hafi þar eitthvað að segja. Þegar mikil vinátta ríkir er skiljanlegt að erfitt sé að taka á máli sem þessu. Auk þess er hluti stjórnarmanna óhæfir til að taka afstöðu í málinu af sömu sökum. Tveir stjórnarmenn hafa tjáð sig opinberlega, annar segir dómara málsins slá sig til riddara með dómnum og hinn að dómurinn sé rangur sem gerir þá báða óhæfa í að fjalla um málið af hlutleysi. Þrátt fyrir að málið sé óþægilegt verður að taka á því félagsins vegna, hér verða hagsmunir einstaklinga að víkja fyrir hagsmunum heildarinnar. Þöggun mála er aldrei af hinu góða, sáir óvissufræjum og tortryggni.Höfundur er grunnskólakennari, trúnaðarmaður og varaformaður Bandalags kennara á Norðurlandi eystra.
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar