Tugþúsundir kölluðu eftir því að Netflix fjarlægði þátt sem er á Amazon Prime Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. júní 2019 20:04 Michael Sheen og David Tennant leika aðalhlutverkin. Amazon Prime Yfir tuttugu þúsund kristnir andstæðingar sjónvarpsþáttarins Good Omens skrifuðu undir áskorun þess efnis að Netflix fjarlægi þáttinn úr efnisveitu sinni. Gallinn er hins vegar sá að það er samkeppnisaðili Netflix, Amazon Prime, sem framleiðir og dreifir þáttunum. Þættirnir eru byggðir á skáldsögu Terry Pratchett og Neil Gaiman frá árinu 1990 og fjalla um púkann Crowley og engilinn Aziraphale sem vinna í sameiningu að því að koma í veg fyrir heimsendi. Eitthvað hafa þættirnir farið öfugt ofan í kristnu samtökin US Foundation for a Christian Civilisation en rúmlega tuttugu þúsund manns skrifuðu undir áskorun þess efnis að þátturinn verði fjarlægður af Netflix. Búið er að eyða undirskriftarsöfnunnni.Helsta umkvörtunarefni þeirra sem kvörtuðu var að með þáttunum væri djöfladýrkun gerð léttvæg og að rödd Guðs í þáttunum væri konurödd en leikkonan Frances McDormand talar fyrir hinn almáttuga Guð í þáttunum. Neil Gaiman, sem skrifaði handritið að þáttunum og kom að framleiðslu þeirra, grínaðist með málið á Twitter þar sem hann bað alla um að láta stuðningsaðila undirskriftarsöfnunarinnar ekki vita að þeir væru að beina sjónum sínum að vitlausri efnisveitu.This is so beautiful... Promise me you won't tell them? https://t.co/thYTOG7GBE — Neil Gaiman (@neilhimself) June 19, 2019 Amazon Menning Netflix Tengdar fréttir Amazon Prime Video í boði á Íslandi Efnisveita Amazon státar sig af þáttum á borð við Grand Tour, Mozart in the Jungle og Man in the High Castle. 15. desember 2016 10:47 Mest lesið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Yfir tuttugu þúsund kristnir andstæðingar sjónvarpsþáttarins Good Omens skrifuðu undir áskorun þess efnis að Netflix fjarlægi þáttinn úr efnisveitu sinni. Gallinn er hins vegar sá að það er samkeppnisaðili Netflix, Amazon Prime, sem framleiðir og dreifir þáttunum. Þættirnir eru byggðir á skáldsögu Terry Pratchett og Neil Gaiman frá árinu 1990 og fjalla um púkann Crowley og engilinn Aziraphale sem vinna í sameiningu að því að koma í veg fyrir heimsendi. Eitthvað hafa þættirnir farið öfugt ofan í kristnu samtökin US Foundation for a Christian Civilisation en rúmlega tuttugu þúsund manns skrifuðu undir áskorun þess efnis að þátturinn verði fjarlægður af Netflix. Búið er að eyða undirskriftarsöfnunnni.Helsta umkvörtunarefni þeirra sem kvörtuðu var að með þáttunum væri djöfladýrkun gerð léttvæg og að rödd Guðs í þáttunum væri konurödd en leikkonan Frances McDormand talar fyrir hinn almáttuga Guð í þáttunum. Neil Gaiman, sem skrifaði handritið að þáttunum og kom að framleiðslu þeirra, grínaðist með málið á Twitter þar sem hann bað alla um að láta stuðningsaðila undirskriftarsöfnunarinnar ekki vita að þeir væru að beina sjónum sínum að vitlausri efnisveitu.This is so beautiful... Promise me you won't tell them? https://t.co/thYTOG7GBE — Neil Gaiman (@neilhimself) June 19, 2019
Amazon Menning Netflix Tengdar fréttir Amazon Prime Video í boði á Íslandi Efnisveita Amazon státar sig af þáttum á borð við Grand Tour, Mozart in the Jungle og Man in the High Castle. 15. desember 2016 10:47 Mest lesið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Amazon Prime Video í boði á Íslandi Efnisveita Amazon státar sig af þáttum á borð við Grand Tour, Mozart in the Jungle og Man in the High Castle. 15. desember 2016 10:47
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein