Ólýsanleg töfrastund í Eyjum Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 21. júní 2019 06:00 Sigga spilar með Stjórninni á föstudagskvöld og Palli lýkur hátíðinni á sunnudagskvöld. Ketchup Creative Í dag verður tilkynnt að Stjórnin og Páll Óskar komi fram á Þjóðhátíð í Eyjum. Palli er öllu vanur þegar kemur að hátíðinni og hefur haldið sín margrómuðu Palla-böll. Sigríður Beinteinsdóttir, betur þekkt sem Sigga Beinteins, er að mæta á sína aðra Þjóðhátíð. Hún spilaði síðast, einmitt með Stjórninni, fyrir tæpum tuttugu árum. Sigga segir það enn vera að skýrast á hve miklu flakki hún verður um verslunarmannahelgina. „Þetta er bara allt að koma í ljós en við verðum í Eyjum á föstudagskvöldinu,“ segir Sigga og heldur svo áfram: „Við í Stjórninni erum að spila núna nánast hverja einustu helgi, erum bara á fullu úti um allt land. En ég er spennt að koma til Eyja, ég kom síðast þangað þegar ég spilaði einmitt með Stjórninni 1990. Ég hef einhvern veginn alltaf verið að spila bara allt annars staðar og ekki haft tækifæri til að mæta þangað til að skemmta mér.“ Hún segir markmið þeirra vera að skemmta fólki. „Við munum spila okkar þekktustu lög og keyra þetta upp á stuði,“ segir hún.xxxxxxxxxxxxxxxxPalli var nýkominn úr „sándtékki“ í Hörpu. „Ég mun ljúka Þjóðhátíð og verð síðastur á svið á stóra sviðinu. Ég byrja að spila að mig minnir í kringum klukkan þrjú um nóttina. Þetta hef ég gert margoft áður.“ Þetta er svo sannarlega ekki fyrsta Þjóðhátíð Palla og alveg 100% ekki sú síðasta ef marka má hve fallega hann talar um stemninguna. „Ég er oftast á sunnudeginum og þá er dagurinn hjá mér tvískiptur. Ég tek barnaskemmtun fyrst um daginn. Svo tek ég smástund í að jafna mig. Síðan byrja ég bara að gíra mig upp fyrir kvöldskemmtunina. Þá tek ég tveggja tíma Palla-ball.“ Hann segir að sér finnist þetta alltaf vera sama töfrastundin. „Mér finnst svo skemmtilegt að fá að gera þetta svona. Ég byrja að spila í myrkri og svo fæ ég að spila fyrir fólkið þar til að það tekur að birta. Stundum hef ég spilað undir stjörnubjörtum himninum og þegar ég er að taka síðasta lagið er sólin að rísa.“ Hann segir að sér finnist sólarupprásin vera svo túlkandi fyrir Þjóðhátíð í Eyjum og stemninguna sem þar er. „Þetta er eitthvað sem hvergi annars staðar er hægt að upplifa. Að fá að spila úti og það er æðislegt þegar það er fallegt veður, en það er líka alltaf frábær stemning þótt það rigni. Mér finnst það stórkostlegt. Og að vera með þessa brekku fyrir framan sig, það er ólýsanlegt.“ Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Fleiri fréttir Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Sjá meira
Í dag verður tilkynnt að Stjórnin og Páll Óskar komi fram á Þjóðhátíð í Eyjum. Palli er öllu vanur þegar kemur að hátíðinni og hefur haldið sín margrómuðu Palla-böll. Sigríður Beinteinsdóttir, betur þekkt sem Sigga Beinteins, er að mæta á sína aðra Þjóðhátíð. Hún spilaði síðast, einmitt með Stjórninni, fyrir tæpum tuttugu árum. Sigga segir það enn vera að skýrast á hve miklu flakki hún verður um verslunarmannahelgina. „Þetta er bara allt að koma í ljós en við verðum í Eyjum á föstudagskvöldinu,“ segir Sigga og heldur svo áfram: „Við í Stjórninni erum að spila núna nánast hverja einustu helgi, erum bara á fullu úti um allt land. En ég er spennt að koma til Eyja, ég kom síðast þangað þegar ég spilaði einmitt með Stjórninni 1990. Ég hef einhvern veginn alltaf verið að spila bara allt annars staðar og ekki haft tækifæri til að mæta þangað til að skemmta mér.“ Hún segir markmið þeirra vera að skemmta fólki. „Við munum spila okkar þekktustu lög og keyra þetta upp á stuði,“ segir hún.xxxxxxxxxxxxxxxxPalli var nýkominn úr „sándtékki“ í Hörpu. „Ég mun ljúka Þjóðhátíð og verð síðastur á svið á stóra sviðinu. Ég byrja að spila að mig minnir í kringum klukkan þrjú um nóttina. Þetta hef ég gert margoft áður.“ Þetta er svo sannarlega ekki fyrsta Þjóðhátíð Palla og alveg 100% ekki sú síðasta ef marka má hve fallega hann talar um stemninguna. „Ég er oftast á sunnudeginum og þá er dagurinn hjá mér tvískiptur. Ég tek barnaskemmtun fyrst um daginn. Svo tek ég smástund í að jafna mig. Síðan byrja ég bara að gíra mig upp fyrir kvöldskemmtunina. Þá tek ég tveggja tíma Palla-ball.“ Hann segir að sér finnist þetta alltaf vera sama töfrastundin. „Mér finnst svo skemmtilegt að fá að gera þetta svona. Ég byrja að spila í myrkri og svo fæ ég að spila fyrir fólkið þar til að það tekur að birta. Stundum hef ég spilað undir stjörnubjörtum himninum og þegar ég er að taka síðasta lagið er sólin að rísa.“ Hann segir að sér finnist sólarupprásin vera svo túlkandi fyrir Þjóðhátíð í Eyjum og stemninguna sem þar er. „Þetta er eitthvað sem hvergi annars staðar er hægt að upplifa. Að fá að spila úti og það er æðislegt þegar það er fallegt veður, en það er líka alltaf frábær stemning þótt það rigni. Mér finnst það stórkostlegt. Og að vera með þessa brekku fyrir framan sig, það er ólýsanlegt.“
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Fleiri fréttir Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Sjá meira