Guðmundur: Mikið sjokk og skýr skilaboð um að hraða þurfi umræðu um nýja höll Anton Ingi Leifsson skrifar 21. júní 2019 18:32 Guðmundur B. er formaður HSÍ. vísir/vilhelm Það var þungt hljóðið í Guðmundi B. Ólafssyni, formanni HSÍ, er hann ræddi við Vísi um ákvörðun EHF um að meina Selfyssingum þátttöku í Meistaradeild Evrópu. Selfoss fékk ekki þátttökurétt í keppninni vegna þess að engin keppnishöll á Íslandi uppfyllti skilyrði Evrópusambandsins og svörin frá EHF voru á þá vegu að það ætti ekki að koma neinum Íslendingi á óvart. „Fyrir okkur er þetta náttúrlega bara mikið sjokk,“ voru fyrstu viðbrögð Guðmundar er Vísir heyrði í honum rétt fyrir kvöldmatarleyti. Hann segir að hvorki Ásvellir né Laugardalshöll uppfylli skilyrðin. „Selfyssingar áttuðu sig á því að þeirra hús væri ekki nægilega stórt svo þeir tilkynntu inn Ásvelli. Í svarbréfinu sem kemur svo frá EHF segir að Ásvellir uppfylli ekki skilyrðin.“ „Höllin þarf að taka 2500 áhorfendur en bæði Laugardalshöll og Ásvellir taka bæði 2300 mans. Þarna er Evrópusambandið greinilega að taka mjög skýra afstöðu og það þarf að uppfylla allt til þess að komast inn í keppnina.“ „Þeir benda jafnframt á að þetta eigi ekki að koma okkur á óvart því þeir eru margbúnir að benda á húsin okkar og erum við meðal annars á undanþágu með landsliðin okkar í Laugardalshöll.“Úr landsleik í Laugardalshöll. Óvíst er hversu lengi Ísland spilar í Laugardalshöll ef ástandið verður það sama.vísir/vilhelmÍslensku landsliðiðin hafa undanfarin ár verið á undanþágu frá Evrópusambandinu um að fá að leika heimaleiki sína í Laugardalshöll. Hún er of lítil og það er margt fleira í Höllinni sem uppfyllir ekki kröfur Evrópusambandsins. Færeyjum var meinað að spila heimaleiki sína í Færeyjum fyrr á þessu ári og það gæti styst í það að Ísland þurfi að leika heimaleiki sína utan landsteinannanna verði ekki úr þessu bætt með nýrri höll. „Þetta er keppni bestu félagsliða í heimi og þeir gera miklar kröfur. Þeir veita engan afslátt, eins og við erum með varðandi landsliðin. Það gæti styst í okkur þar því við sjáum hvað gerist með Færeyjar meðal annars.“ „Þeir fengu ekki að spila heimaleiki sína í Færeyjum og spila í Danmörku. Þetta eru skýr skilaboð að það þarf að hraða þessari umræðu að fá þjóðarhöll fyrir innanhúsíþróttir.“ Aðspurður hvort að það þyrfti ekki bara að prenta út allar fréttirnar varðandi þetta mál, fara með niður á Alþingi og berja í borðið svaraði Guðmundur: „Viðræður við stjórnvöld og Reykjavíkurborg hafa verið jákvæð. Þó hefur borgin viljað svör frá ríkisvaldinu hvort að þeir ætli að koma til móts við okkur en ríkisvaldið hefur ekki svarað því með beinum hætti heldur vísað í reglugerðir um þjóðarleikvanga og slíkt.“ „Það er ekki það sem við viljum. Við viljum svör hvort að ríkisvaldið sé tilbúið til að koma að þessu verkefni og þá með hvaða hætti. Þá er hægt að byrja að vinna úr þessu því Reykjavíkurborg er klár í að skoða þetta gaumgæfilega.“ EM 2020 í handbolta Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Selfyssingar reiðir: Fáranleg framkoma við íslenskan handbolta Handknattleikssamband Evrópu, EHF, tilkynnti í morgun hvaða lið myndu spila í Meistaradeildinni á næstu leiktíð og þar er ekkert pláss fyrir Íslandsmeistara Selfoss. Menn þar á bæ eru eðlilega ekki sáttir. 21. júní 2019 10:57 Grímur verður næsti þjálfari Selfoss Þjálfaraleit Íslandsmeistara Selfoss er lokið en samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis þá mun Grímur Hergeirsson taka við liðinu af Patreki Jóhannessyni. 21. júní 2019 11:59 Engin keppnishöll uppfyllti skilyrði EHF Það var hiti yfir málinu í dag en nú hefur borist skýring. 21. júní 2019 17:44 Selfyssingar fengu ekki sæti í Meistaradeildinni Íslandsmeistarar Selfoss verða ekki á meðal þátttökuþjóða í Meistaradeild Evrópu í handbolta. 21. júní 2019 10:16 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Sjá meira
Það var þungt hljóðið í Guðmundi B. Ólafssyni, formanni HSÍ, er hann ræddi við Vísi um ákvörðun EHF um að meina Selfyssingum þátttöku í Meistaradeild Evrópu. Selfoss fékk ekki þátttökurétt í keppninni vegna þess að engin keppnishöll á Íslandi uppfyllti skilyrði Evrópusambandsins og svörin frá EHF voru á þá vegu að það ætti ekki að koma neinum Íslendingi á óvart. „Fyrir okkur er þetta náttúrlega bara mikið sjokk,“ voru fyrstu viðbrögð Guðmundar er Vísir heyrði í honum rétt fyrir kvöldmatarleyti. Hann segir að hvorki Ásvellir né Laugardalshöll uppfylli skilyrðin. „Selfyssingar áttuðu sig á því að þeirra hús væri ekki nægilega stórt svo þeir tilkynntu inn Ásvelli. Í svarbréfinu sem kemur svo frá EHF segir að Ásvellir uppfylli ekki skilyrðin.“ „Höllin þarf að taka 2500 áhorfendur en bæði Laugardalshöll og Ásvellir taka bæði 2300 mans. Þarna er Evrópusambandið greinilega að taka mjög skýra afstöðu og það þarf að uppfylla allt til þess að komast inn í keppnina.“ „Þeir benda jafnframt á að þetta eigi ekki að koma okkur á óvart því þeir eru margbúnir að benda á húsin okkar og erum við meðal annars á undanþágu með landsliðin okkar í Laugardalshöll.“Úr landsleik í Laugardalshöll. Óvíst er hversu lengi Ísland spilar í Laugardalshöll ef ástandið verður það sama.vísir/vilhelmÍslensku landsliðiðin hafa undanfarin ár verið á undanþágu frá Evrópusambandinu um að fá að leika heimaleiki sína í Laugardalshöll. Hún er of lítil og það er margt fleira í Höllinni sem uppfyllir ekki kröfur Evrópusambandsins. Færeyjum var meinað að spila heimaleiki sína í Færeyjum fyrr á þessu ári og það gæti styst í það að Ísland þurfi að leika heimaleiki sína utan landsteinannanna verði ekki úr þessu bætt með nýrri höll. „Þetta er keppni bestu félagsliða í heimi og þeir gera miklar kröfur. Þeir veita engan afslátt, eins og við erum með varðandi landsliðin. Það gæti styst í okkur þar því við sjáum hvað gerist með Færeyjar meðal annars.“ „Þeir fengu ekki að spila heimaleiki sína í Færeyjum og spila í Danmörku. Þetta eru skýr skilaboð að það þarf að hraða þessari umræðu að fá þjóðarhöll fyrir innanhúsíþróttir.“ Aðspurður hvort að það þyrfti ekki bara að prenta út allar fréttirnar varðandi þetta mál, fara með niður á Alþingi og berja í borðið svaraði Guðmundur: „Viðræður við stjórnvöld og Reykjavíkurborg hafa verið jákvæð. Þó hefur borgin viljað svör frá ríkisvaldinu hvort að þeir ætli að koma til móts við okkur en ríkisvaldið hefur ekki svarað því með beinum hætti heldur vísað í reglugerðir um þjóðarleikvanga og slíkt.“ „Það er ekki það sem við viljum. Við viljum svör hvort að ríkisvaldið sé tilbúið til að koma að þessu verkefni og þá með hvaða hætti. Þá er hægt að byrja að vinna úr þessu því Reykjavíkurborg er klár í að skoða þetta gaumgæfilega.“
EM 2020 í handbolta Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Selfyssingar reiðir: Fáranleg framkoma við íslenskan handbolta Handknattleikssamband Evrópu, EHF, tilkynnti í morgun hvaða lið myndu spila í Meistaradeildinni á næstu leiktíð og þar er ekkert pláss fyrir Íslandsmeistara Selfoss. Menn þar á bæ eru eðlilega ekki sáttir. 21. júní 2019 10:57 Grímur verður næsti þjálfari Selfoss Þjálfaraleit Íslandsmeistara Selfoss er lokið en samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis þá mun Grímur Hergeirsson taka við liðinu af Patreki Jóhannessyni. 21. júní 2019 11:59 Engin keppnishöll uppfyllti skilyrði EHF Það var hiti yfir málinu í dag en nú hefur borist skýring. 21. júní 2019 17:44 Selfyssingar fengu ekki sæti í Meistaradeildinni Íslandsmeistarar Selfoss verða ekki á meðal þátttökuþjóða í Meistaradeild Evrópu í handbolta. 21. júní 2019 10:16 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Sjá meira
Selfyssingar reiðir: Fáranleg framkoma við íslenskan handbolta Handknattleikssamband Evrópu, EHF, tilkynnti í morgun hvaða lið myndu spila í Meistaradeildinni á næstu leiktíð og þar er ekkert pláss fyrir Íslandsmeistara Selfoss. Menn þar á bæ eru eðlilega ekki sáttir. 21. júní 2019 10:57
Grímur verður næsti þjálfari Selfoss Þjálfaraleit Íslandsmeistara Selfoss er lokið en samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis þá mun Grímur Hergeirsson taka við liðinu af Patreki Jóhannessyni. 21. júní 2019 11:59
Engin keppnishöll uppfyllti skilyrði EHF Það var hiti yfir málinu í dag en nú hefur borist skýring. 21. júní 2019 17:44
Selfyssingar fengu ekki sæti í Meistaradeildinni Íslandsmeistarar Selfoss verða ekki á meðal þátttökuþjóða í Meistaradeild Evrópu í handbolta. 21. júní 2019 10:16