24 Íslendingar neitað að þiggja fálkaorðuna Sigurður Mikael Jónsson skrifar 22. júní 2019 07:00 Sextán einstaklingar voru heiðraðir með fálkaorðu 17. júní síðastliðinn. Oft gera menn það af stjórnmálaástæðum, sem þekkt er,“ segir Örnólfur Thorsson forsetaritari. Síðastliðin þrjátíu ár hefur forseti Íslands sæmt um 900 íslenska ríkisborgara heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu. Tuttugu og fjórir einstaklingar hafa hafnað orðunni á því tímabili. Sextán einstaklingar voru sæmdir fálkaorðunni síðastliðinn mánudag, þjóðarhátíðardaginn 17. júní, en sem kunnugt er má sæma innlenda og erlenda einstaklinga orðunni fyrir vel unnin störf í þágu þjóðarinnar, einstakra þjóðfélagshópa eða landshluta, eða í þágu mikilvægra og góðra málefna á Íslandi eða á alþjóðavettvangi. Um er að ræða æðsta heiðursmerki sem íslenska ríkið veitir mönnum. Athygli vekur því að á þriðja tug einstaklinga hafi neitað að taka við orðunni. Örnólfur segir aðspurður að það sé virkilega sjaldgæft en sögulega oft gert af stjórnmálaástæðum.Örnólfur Thorsson forsetaritari. Fréttablaðið/GVA„Jafnaðarmenn voru lengi með það á sinni stefnuskrá að hafna þessu. Þess vegna þiggja jafnaðarmenn í Svíþjóð til dæmis ekki orður.“ Aðspurður kveðst Örnólfur, sem einnig er orðuritari orðunefndar, ekki geta veitt Fréttablaðinu upplýsingar um hverjir það séu sem síðastliðna áratugi hafi hafnað að veita orðunni viðtöku. „Slíkar upplýsingar liggja ekki fyrir og ég er ekki reiðubúinn að veita þær. Þetta er einkamál hvers og eins og þetta varðar persónuvernd fólks.“ Aðspurður hvort dæmi séu um að fólk hafi hafnað fálkaorðu nýverið segir Örnólfur, sem hefur verið viðloðandi orðunefndina frá 2005, mjög lítið um það og raunar afar sjaldgæft. Aðspurður hvenær mest hafi verið um að menn höfnuðu fálkaorðu kveðst hann ekki hafa þær upplýsingar. „Allavega ekki á síðustu 10-15 árum.“ Stofnað var til fálkaorðunnar árið 1921 þegar Kristján konungur X. og Alexandrine drottning heimsóttu Ísland. Sumarið 1921 var gefið út konungsbréf um stofnun hinnar íslensku fálkaorðu, undirritað í Reykjavík 3. júlí það ár. Fálkinn vísar til þess að fálkar voru taldir glæsileg gjöf til tignarmanna á fyrri öldum og voru lengi útflutningsvara frá Íslandi, auk þess sem fálki var uppistaðan í skjaldarmerki Íslands á árunum 1903-1919, samkvæmt upplýsingum af vef forsetaembættisins.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Fálkaorðan Forseti Íslands Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Oft gera menn það af stjórnmálaástæðum, sem þekkt er,“ segir Örnólfur Thorsson forsetaritari. Síðastliðin þrjátíu ár hefur forseti Íslands sæmt um 900 íslenska ríkisborgara heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu. Tuttugu og fjórir einstaklingar hafa hafnað orðunni á því tímabili. Sextán einstaklingar voru sæmdir fálkaorðunni síðastliðinn mánudag, þjóðarhátíðardaginn 17. júní, en sem kunnugt er má sæma innlenda og erlenda einstaklinga orðunni fyrir vel unnin störf í þágu þjóðarinnar, einstakra þjóðfélagshópa eða landshluta, eða í þágu mikilvægra og góðra málefna á Íslandi eða á alþjóðavettvangi. Um er að ræða æðsta heiðursmerki sem íslenska ríkið veitir mönnum. Athygli vekur því að á þriðja tug einstaklinga hafi neitað að taka við orðunni. Örnólfur segir aðspurður að það sé virkilega sjaldgæft en sögulega oft gert af stjórnmálaástæðum.Örnólfur Thorsson forsetaritari. Fréttablaðið/GVA„Jafnaðarmenn voru lengi með það á sinni stefnuskrá að hafna þessu. Þess vegna þiggja jafnaðarmenn í Svíþjóð til dæmis ekki orður.“ Aðspurður kveðst Örnólfur, sem einnig er orðuritari orðunefndar, ekki geta veitt Fréttablaðinu upplýsingar um hverjir það séu sem síðastliðna áratugi hafi hafnað að veita orðunni viðtöku. „Slíkar upplýsingar liggja ekki fyrir og ég er ekki reiðubúinn að veita þær. Þetta er einkamál hvers og eins og þetta varðar persónuvernd fólks.“ Aðspurður hvort dæmi séu um að fólk hafi hafnað fálkaorðu nýverið segir Örnólfur, sem hefur verið viðloðandi orðunefndina frá 2005, mjög lítið um það og raunar afar sjaldgæft. Aðspurður hvenær mest hafi verið um að menn höfnuðu fálkaorðu kveðst hann ekki hafa þær upplýsingar. „Allavega ekki á síðustu 10-15 árum.“ Stofnað var til fálkaorðunnar árið 1921 þegar Kristján konungur X. og Alexandrine drottning heimsóttu Ísland. Sumarið 1921 var gefið út konungsbréf um stofnun hinnar íslensku fálkaorðu, undirritað í Reykjavík 3. júlí það ár. Fálkinn vísar til þess að fálkar voru taldir glæsileg gjöf til tignarmanna á fyrri öldum og voru lengi útflutningsvara frá Íslandi, auk þess sem fálki var uppistaðan í skjaldarmerki Íslands á árunum 1903-1919, samkvæmt upplýsingum af vef forsetaembættisins.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Fálkaorðan Forseti Íslands Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira