24 Íslendingar neitað að þiggja fálkaorðuna Sigurður Mikael Jónsson skrifar 22. júní 2019 07:00 Sextán einstaklingar voru heiðraðir með fálkaorðu 17. júní síðastliðinn. Oft gera menn það af stjórnmálaástæðum, sem þekkt er,“ segir Örnólfur Thorsson forsetaritari. Síðastliðin þrjátíu ár hefur forseti Íslands sæmt um 900 íslenska ríkisborgara heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu. Tuttugu og fjórir einstaklingar hafa hafnað orðunni á því tímabili. Sextán einstaklingar voru sæmdir fálkaorðunni síðastliðinn mánudag, þjóðarhátíðardaginn 17. júní, en sem kunnugt er má sæma innlenda og erlenda einstaklinga orðunni fyrir vel unnin störf í þágu þjóðarinnar, einstakra þjóðfélagshópa eða landshluta, eða í þágu mikilvægra og góðra málefna á Íslandi eða á alþjóðavettvangi. Um er að ræða æðsta heiðursmerki sem íslenska ríkið veitir mönnum. Athygli vekur því að á þriðja tug einstaklinga hafi neitað að taka við orðunni. Örnólfur segir aðspurður að það sé virkilega sjaldgæft en sögulega oft gert af stjórnmálaástæðum.Örnólfur Thorsson forsetaritari. Fréttablaðið/GVA„Jafnaðarmenn voru lengi með það á sinni stefnuskrá að hafna þessu. Þess vegna þiggja jafnaðarmenn í Svíþjóð til dæmis ekki orður.“ Aðspurður kveðst Örnólfur, sem einnig er orðuritari orðunefndar, ekki geta veitt Fréttablaðinu upplýsingar um hverjir það séu sem síðastliðna áratugi hafi hafnað að veita orðunni viðtöku. „Slíkar upplýsingar liggja ekki fyrir og ég er ekki reiðubúinn að veita þær. Þetta er einkamál hvers og eins og þetta varðar persónuvernd fólks.“ Aðspurður hvort dæmi séu um að fólk hafi hafnað fálkaorðu nýverið segir Örnólfur, sem hefur verið viðloðandi orðunefndina frá 2005, mjög lítið um það og raunar afar sjaldgæft. Aðspurður hvenær mest hafi verið um að menn höfnuðu fálkaorðu kveðst hann ekki hafa þær upplýsingar. „Allavega ekki á síðustu 10-15 árum.“ Stofnað var til fálkaorðunnar árið 1921 þegar Kristján konungur X. og Alexandrine drottning heimsóttu Ísland. Sumarið 1921 var gefið út konungsbréf um stofnun hinnar íslensku fálkaorðu, undirritað í Reykjavík 3. júlí það ár. Fálkinn vísar til þess að fálkar voru taldir glæsileg gjöf til tignarmanna á fyrri öldum og voru lengi útflutningsvara frá Íslandi, auk þess sem fálki var uppistaðan í skjaldarmerki Íslands á árunum 1903-1919, samkvæmt upplýsingum af vef forsetaembættisins.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Fálkaorðan Forseti Íslands Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Fleiri fréttir Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Sjá meira
Oft gera menn það af stjórnmálaástæðum, sem þekkt er,“ segir Örnólfur Thorsson forsetaritari. Síðastliðin þrjátíu ár hefur forseti Íslands sæmt um 900 íslenska ríkisborgara heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu. Tuttugu og fjórir einstaklingar hafa hafnað orðunni á því tímabili. Sextán einstaklingar voru sæmdir fálkaorðunni síðastliðinn mánudag, þjóðarhátíðardaginn 17. júní, en sem kunnugt er má sæma innlenda og erlenda einstaklinga orðunni fyrir vel unnin störf í þágu þjóðarinnar, einstakra þjóðfélagshópa eða landshluta, eða í þágu mikilvægra og góðra málefna á Íslandi eða á alþjóðavettvangi. Um er að ræða æðsta heiðursmerki sem íslenska ríkið veitir mönnum. Athygli vekur því að á þriðja tug einstaklinga hafi neitað að taka við orðunni. Örnólfur segir aðspurður að það sé virkilega sjaldgæft en sögulega oft gert af stjórnmálaástæðum.Örnólfur Thorsson forsetaritari. Fréttablaðið/GVA„Jafnaðarmenn voru lengi með það á sinni stefnuskrá að hafna þessu. Þess vegna þiggja jafnaðarmenn í Svíþjóð til dæmis ekki orður.“ Aðspurður kveðst Örnólfur, sem einnig er orðuritari orðunefndar, ekki geta veitt Fréttablaðinu upplýsingar um hverjir það séu sem síðastliðna áratugi hafi hafnað að veita orðunni viðtöku. „Slíkar upplýsingar liggja ekki fyrir og ég er ekki reiðubúinn að veita þær. Þetta er einkamál hvers og eins og þetta varðar persónuvernd fólks.“ Aðspurður hvort dæmi séu um að fólk hafi hafnað fálkaorðu nýverið segir Örnólfur, sem hefur verið viðloðandi orðunefndina frá 2005, mjög lítið um það og raunar afar sjaldgæft. Aðspurður hvenær mest hafi verið um að menn höfnuðu fálkaorðu kveðst hann ekki hafa þær upplýsingar. „Allavega ekki á síðustu 10-15 árum.“ Stofnað var til fálkaorðunnar árið 1921 þegar Kristján konungur X. og Alexandrine drottning heimsóttu Ísland. Sumarið 1921 var gefið út konungsbréf um stofnun hinnar íslensku fálkaorðu, undirritað í Reykjavík 3. júlí það ár. Fálkinn vísar til þess að fálkar voru taldir glæsileg gjöf til tignarmanna á fyrri öldum og voru lengi útflutningsvara frá Íslandi, auk þess sem fálki var uppistaðan í skjaldarmerki Íslands á árunum 1903-1919, samkvæmt upplýsingum af vef forsetaembættisins.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Fálkaorðan Forseti Íslands Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Fleiri fréttir Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Sjá meira