Jóhannes Karl: Allt saman virkilega svekkjandi Gabríel Sighvatsson skrifar 22. júní 2019 20:09 Jóhannes Karl var ekki sáttur með frammistöðu sinna manna gegn HK. vísir/daníel þór „Virkilega svekkjandi að hafa tapað þessu eins og við gerðum. Við gerðum þetta alltof auðvelt fyrir Hk-ingana. Ætla ekkert að taka af þeim, þeir komu grimmir inn í þennan leik en frammistaðan, úrslitin, allt saman virkilega svekkjandi,“ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, eftir tapið fyrir HK í kvöld. „Við bjuggumst við að HK-ingar myndu koma grimmir til leiks, þeir eru sterkir og öflugir. Við ætluðum að vera klárir og mæta því, við vissum að við yrðum að geta það til að ná úrslitum. Því miður náum við ekki að svara því, þegar HK-ingar skora fyrsta markið þá var alltof auðvelt fyrir þá að komast í færið og við náðum ekki að „díla“ við aðdragandann.“ ÍA sýndi ekki mikla takta í leiknum, þeir náðu ekki að brjóta HK-ingar niður og frammistaðan var síðan kórónuð þegar Þórður Þorsteinn Þórðarson fékk rautt spjald undir lok leiks. „Fótbolti er þannig að stundum falla hlutirnir ekki með þér en þú þarft að sýna aga og því miður endaði Þórður með rautt spjald og það er mjög svekkjandi.“ ÍA hefur núna tapað fjórum leikjum í röð og þeir þurfa að finna leiðir til að snúa genginu við. „Það er alltaf leiðinlegt að tapa fótboltaleikjum. Það sem er vandamálið núna er það sem var styrkur okkar í upphafi móts. Þetta er áhyggjuefni hvað við höfum verið að fá mörg mörk á okkur. Við þurfum að stilla okkur af, við þurfum að skilja aftur hvað lagði grunninn að við gátum náð úrslitum á móti góðum liðum,“ sagði Jóhannes Karl. „Við þurfum líka að skilja sem hópur að það sé engin önnur nálgun inn í önnur lið, þó þau séu neðar en við í deildinni þá geta öll lið skorað mörk og unnið leiki. Þessi deild hefur verið þokkalega jöfn, stóru liðin hafa verið að lenda í basli og við erum að glíma við það núna. Ég hef trú á verkefninu og við fáum tækifæri til þess að sýna aftur hversu öflugir við erum en við þurfum að finna aftur stöðugleika í varnarleik fyrir næsta leik, það skiptir öllu máli,“ sagði Jóhannes Karl að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍA 0-2 HK | Ófarir Skagamanna halda áfram HK-ingar fara heim með 3 stig eftir afar bragðdaufan leik á meðan ÍA tapar sínum fjórða leik í röð. 22. júní 2019 19:30 Sjáðu mörkin úr sigrum Kópavogsliðanna Tíunda umferð Pepsi Max-deildar karla hófst í dag með tveimur leikjum. 22. júní 2019 19:56 Mest lesið Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Handbolti Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar Handbolti Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Enski boltinn City mætir Real Madrid í umspilinu Fótbolti Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Fótbolti Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Sjá meira
„Virkilega svekkjandi að hafa tapað þessu eins og við gerðum. Við gerðum þetta alltof auðvelt fyrir Hk-ingana. Ætla ekkert að taka af þeim, þeir komu grimmir inn í þennan leik en frammistaðan, úrslitin, allt saman virkilega svekkjandi,“ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, eftir tapið fyrir HK í kvöld. „Við bjuggumst við að HK-ingar myndu koma grimmir til leiks, þeir eru sterkir og öflugir. Við ætluðum að vera klárir og mæta því, við vissum að við yrðum að geta það til að ná úrslitum. Því miður náum við ekki að svara því, þegar HK-ingar skora fyrsta markið þá var alltof auðvelt fyrir þá að komast í færið og við náðum ekki að „díla“ við aðdragandann.“ ÍA sýndi ekki mikla takta í leiknum, þeir náðu ekki að brjóta HK-ingar niður og frammistaðan var síðan kórónuð þegar Þórður Þorsteinn Þórðarson fékk rautt spjald undir lok leiks. „Fótbolti er þannig að stundum falla hlutirnir ekki með þér en þú þarft að sýna aga og því miður endaði Þórður með rautt spjald og það er mjög svekkjandi.“ ÍA hefur núna tapað fjórum leikjum í röð og þeir þurfa að finna leiðir til að snúa genginu við. „Það er alltaf leiðinlegt að tapa fótboltaleikjum. Það sem er vandamálið núna er það sem var styrkur okkar í upphafi móts. Þetta er áhyggjuefni hvað við höfum verið að fá mörg mörk á okkur. Við þurfum að stilla okkur af, við þurfum að skilja aftur hvað lagði grunninn að við gátum náð úrslitum á móti góðum liðum,“ sagði Jóhannes Karl. „Við þurfum líka að skilja sem hópur að það sé engin önnur nálgun inn í önnur lið, þó þau séu neðar en við í deildinni þá geta öll lið skorað mörk og unnið leiki. Þessi deild hefur verið þokkalega jöfn, stóru liðin hafa verið að lenda í basli og við erum að glíma við það núna. Ég hef trú á verkefninu og við fáum tækifæri til þess að sýna aftur hversu öflugir við erum en við þurfum að finna aftur stöðugleika í varnarleik fyrir næsta leik, það skiptir öllu máli,“ sagði Jóhannes Karl að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍA 0-2 HK | Ófarir Skagamanna halda áfram HK-ingar fara heim með 3 stig eftir afar bragðdaufan leik á meðan ÍA tapar sínum fjórða leik í röð. 22. júní 2019 19:30 Sjáðu mörkin úr sigrum Kópavogsliðanna Tíunda umferð Pepsi Max-deildar karla hófst í dag með tveimur leikjum. 22. júní 2019 19:56 Mest lesið Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Handbolti Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar Handbolti Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Enski boltinn City mætir Real Madrid í umspilinu Fótbolti Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Fótbolti Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: ÍA 0-2 HK | Ófarir Skagamanna halda áfram HK-ingar fara heim með 3 stig eftir afar bragðdaufan leik á meðan ÍA tapar sínum fjórða leik í röð. 22. júní 2019 19:30
Sjáðu mörkin úr sigrum Kópavogsliðanna Tíunda umferð Pepsi Max-deildar karla hófst í dag með tveimur leikjum. 22. júní 2019 19:56