Evrópskir nashyrningar snúa aftur til heimahaganna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. júní 2019 16:05 Nashyrningarnir koma í þjóðgarðinn á miðnætti í kvöld. getty/Frédéric Soltan Fimm svartir nashyrningar eru nú á leið frá Evrópu, þar sem þeir hafa lifað í búrum allt sitt líf, til þjóðgarðs í Rúanda. Tegund svartra nashyrninga er í útrýmingarhættu. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Sky. Verið er að flytja dýrin um 6.000 km. Leið í dag, sem er lengsta leið sem farin hefur verið með nashyrninga frá Evrópu til Afríku en þessi flutningur hefur verið í undirbúningi í nokkur ár. Minna en 5.000 villtir svartir nashyrningar og aðeins 1.000 austur-svartir nashyrningar eru eftir í Afríku og stendur að þeim ógn af veiðiþjófum. Þrjú kvendýr og tvö karldýr nashyrningsins, sem eru á aldrinum tveggja til níu ára, voru valin til að flytja til þjóðgarðsins Akagera. Öll fimm dýrin voru fædd og ræktuð í Evrópu og hafa verið í haldi allt þeirra líf. Jasiri, Jasmina og Manny fæddust í safarí garðinum Safari Park Dvur Kralove í Tékklandi, Mandela er frá Ree Park safarí garðinum í Danmörku og Olmoti er frá Flamingo landi á Bretlandi. Þau hafa verið gefin þróunarstjórn Rúanda í von um að fjölga svörtum nashyrningum í austur Afríku. Fimmmenningarnir voru fyrst fluttir í Dvur Kralove safarí garðinn í Tékklandi til að þjálfa þau í því að lifa úti í náttúrunni. Þau hafa einnig gengist undir margra mánaða þjálfun til að undirbúa þau fyrir 30 klst. ferðalagið frá Evrópu til Afríku og mun þeim vera fylgt og fylgst með þeim af reyndum dýragarðsvörðum og dýralæknum. Jes Gruner, yfirþjóðgarðsvörður í Akagera þjóðgarðinum, sagði í samtali við fréttastofu Sky að það hafi tekið nokkur ár að finna réttu dýrin en þau hafa verið í haldi í Tékklandi síðan í nóvember í fyrra. „Þau hafa verið í búrum í Evrópu,“ sagði hann. „Nú eru þau orðin vön búrunum sem þau verða flutt í og hafa vanist umferðarhljóðunum og þegar þau koma hingað á miðnætti ætlum við að sleppa þeim hægt og rólega.“ „Það mun taka þau nokkra mánuði áður en þau verða orðin vön nýju umhverfi.“ Premysl Rabar, safarígarðsstjóri í Dvur Kralove, sagði: „Lokaskrefið verður að sleppa þeim á norðurhluta þjóðgarðsins þar sem þau munu vera frjáls.“ Akagera þjóðgarðurinn hefur nánast útrýmt veiðiþjófnaði á svæðinu undanfarin ár og hefur hjálpað nokkrum tegundum að endurtengjast afrískri náttúru, þar á meðal ljónum árið 2015 en þau eru orðin þrefalt fleiri síðan. Árið 2017 voru 18 nashyrningar fluttir í garðinn. Fylgst verður með nashyrningunum fimm á meðan þau venjast nýjum heimkynnum sínum og búist er við að þau verði jákvæð viðbót við vistkerfið á svæðinu. Dýr Rúanda Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Fimm svartir nashyrningar eru nú á leið frá Evrópu, þar sem þeir hafa lifað í búrum allt sitt líf, til þjóðgarðs í Rúanda. Tegund svartra nashyrninga er í útrýmingarhættu. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Sky. Verið er að flytja dýrin um 6.000 km. Leið í dag, sem er lengsta leið sem farin hefur verið með nashyrninga frá Evrópu til Afríku en þessi flutningur hefur verið í undirbúningi í nokkur ár. Minna en 5.000 villtir svartir nashyrningar og aðeins 1.000 austur-svartir nashyrningar eru eftir í Afríku og stendur að þeim ógn af veiðiþjófum. Þrjú kvendýr og tvö karldýr nashyrningsins, sem eru á aldrinum tveggja til níu ára, voru valin til að flytja til þjóðgarðsins Akagera. Öll fimm dýrin voru fædd og ræktuð í Evrópu og hafa verið í haldi allt þeirra líf. Jasiri, Jasmina og Manny fæddust í safarí garðinum Safari Park Dvur Kralove í Tékklandi, Mandela er frá Ree Park safarí garðinum í Danmörku og Olmoti er frá Flamingo landi á Bretlandi. Þau hafa verið gefin þróunarstjórn Rúanda í von um að fjölga svörtum nashyrningum í austur Afríku. Fimmmenningarnir voru fyrst fluttir í Dvur Kralove safarí garðinn í Tékklandi til að þjálfa þau í því að lifa úti í náttúrunni. Þau hafa einnig gengist undir margra mánaða þjálfun til að undirbúa þau fyrir 30 klst. ferðalagið frá Evrópu til Afríku og mun þeim vera fylgt og fylgst með þeim af reyndum dýragarðsvörðum og dýralæknum. Jes Gruner, yfirþjóðgarðsvörður í Akagera þjóðgarðinum, sagði í samtali við fréttastofu Sky að það hafi tekið nokkur ár að finna réttu dýrin en þau hafa verið í haldi í Tékklandi síðan í nóvember í fyrra. „Þau hafa verið í búrum í Evrópu,“ sagði hann. „Nú eru þau orðin vön búrunum sem þau verða flutt í og hafa vanist umferðarhljóðunum og þegar þau koma hingað á miðnætti ætlum við að sleppa þeim hægt og rólega.“ „Það mun taka þau nokkra mánuði áður en þau verða orðin vön nýju umhverfi.“ Premysl Rabar, safarígarðsstjóri í Dvur Kralove, sagði: „Lokaskrefið verður að sleppa þeim á norðurhluta þjóðgarðsins þar sem þau munu vera frjáls.“ Akagera þjóðgarðurinn hefur nánast útrýmt veiðiþjófnaði á svæðinu undanfarin ár og hefur hjálpað nokkrum tegundum að endurtengjast afrískri náttúru, þar á meðal ljónum árið 2015 en þau eru orðin þrefalt fleiri síðan. Árið 2017 voru 18 nashyrningar fluttir í garðinn. Fylgst verður með nashyrningunum fimm á meðan þau venjast nýjum heimkynnum sínum og búist er við að þau verði jákvæð viðbót við vistkerfið á svæðinu.
Dýr Rúanda Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira