Barnaverndaráætlun – nýr tónn og aukið fjármagn Ásmundur Einar Daðason skrifar 25. júní 2019 08:00 Ný fjögurra ára framkvæmdaáætlun í barnaverndarmálum var samþykkt á Alþingi fyrir þinglok. Þar kveður við nýjan tón á ýmsum sviðum enda er gert ráð fyrir 600 milljóna fjáraukningu til þess að byggja upp og þróa ný úrræði og þjónustu við börn. Unnið verður að því að efla grunnvinnslu barnaverndarmála á fyrstu stigum, stuðla að snemmtækri íhlutun, auka samvinnu ríkis og sveitarfélaga og fjölga gagnreyndum úrræðum. Framkvæmdaáætlunin er liður í heildarendurskoðun í málefnum barna og mikilvægt skref í átt að því að skapa heildarsýn og samfellu í þeirri þjónustu og í þeim úrræðum sem standa börnum og foreldrum til boða. Hún er metnaðarfull og unnin í góðu samráði við helstu hagsmunaaðila. Eitt af meginmarkmiðunum er að koma fyrr að vanda barna. Rannsóknir sýna að börn sem verða fyrir áföllum eða búa við vanrækslu í æsku eru líklegri til að leiðast út af braut í lífinu. Þeim er jafnframt hættara við ýmsum sjúkdómum. Það er því til mikils að vinna fyrir samfélagið allt að koma þeim sem á þurfa að halda til hjálpar með gagnreyndum úrræðum – og það sem fyrst. Til þess þarf að tryggja samstarf þeirra kerfa sem þjónusta börn og horfa á þjónustuna með heildstæðum hætti. Hagsmunir barna krefjast þess. Gera þarf kröfu um skýra ábyrgð og samþættingu þjónustu og úrræða og er mikill vilji fyrir því innan ríkisstjórnarinnar. Þá þyrfti í mörgum tilfellum að grípa miklu fyrr til aðgerða en þegar þröskuldur til inngripa á grundvelli barnaverndarlaga næst, en hann miðast við að börn búi við óviðunandi aðstæður eða stofni heilsu sinni og þroska í hættu. Það hefur verið gefandi að taka þátt í að móta ofangreinda framkvæmdaáætlun og verkefnið nú er að fylgja henni eftir af festu. Þessi framsækna áætlun sýnir að okkur er alvara þegar við segjumst ætla að gera betur fyrir börnin okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásmundur Einar Daðason Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Ný fjögurra ára framkvæmdaáætlun í barnaverndarmálum var samþykkt á Alþingi fyrir þinglok. Þar kveður við nýjan tón á ýmsum sviðum enda er gert ráð fyrir 600 milljóna fjáraukningu til þess að byggja upp og þróa ný úrræði og þjónustu við börn. Unnið verður að því að efla grunnvinnslu barnaverndarmála á fyrstu stigum, stuðla að snemmtækri íhlutun, auka samvinnu ríkis og sveitarfélaga og fjölga gagnreyndum úrræðum. Framkvæmdaáætlunin er liður í heildarendurskoðun í málefnum barna og mikilvægt skref í átt að því að skapa heildarsýn og samfellu í þeirri þjónustu og í þeim úrræðum sem standa börnum og foreldrum til boða. Hún er metnaðarfull og unnin í góðu samráði við helstu hagsmunaaðila. Eitt af meginmarkmiðunum er að koma fyrr að vanda barna. Rannsóknir sýna að börn sem verða fyrir áföllum eða búa við vanrækslu í æsku eru líklegri til að leiðast út af braut í lífinu. Þeim er jafnframt hættara við ýmsum sjúkdómum. Það er því til mikils að vinna fyrir samfélagið allt að koma þeim sem á þurfa að halda til hjálpar með gagnreyndum úrræðum – og það sem fyrst. Til þess þarf að tryggja samstarf þeirra kerfa sem þjónusta börn og horfa á þjónustuna með heildstæðum hætti. Hagsmunir barna krefjast þess. Gera þarf kröfu um skýra ábyrgð og samþættingu þjónustu og úrræða og er mikill vilji fyrir því innan ríkisstjórnarinnar. Þá þyrfti í mörgum tilfellum að grípa miklu fyrr til aðgerða en þegar þröskuldur til inngripa á grundvelli barnaverndarlaga næst, en hann miðast við að börn búi við óviðunandi aðstæður eða stofni heilsu sinni og þroska í hættu. Það hefur verið gefandi að taka þátt í að móta ofangreinda framkvæmdaáætlun og verkefnið nú er að fylgja henni eftir af festu. Þessi framsækna áætlun sýnir að okkur er alvara þegar við segjumst ætla að gera betur fyrir börnin okkar.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun