Við gegn þeim Haukur Örn Birgisson skrifar 25. júní 2019 08:00 Á sama tíma og ég hef mikinn á huga á stjórnmálum þá leiðist mér óskaplega stjórnmálatal. Þrasið og flokkadrættirnir eru óþolandi. Sendandi pakkans skiptir oft meira máli en innihaldið. Það er ekki sama hvaðan gott kemur og komi hugmyndin ekki úr réttri átt, skal hún felld. Stjórn gegn stjórnarandstöðu. Alltof margir falla í sömu gryfjuna og svo reyna þeir að klæða veiklulega afstöðu sína í tæknilegan búning, í viðleitni til að sannfæra sig sjálfa. Við síðustu þinglok var frumvarp þingmanns Viðreisnar um breytingu á lögum um mannanöfn fellt á Alþingi. Frumvarpið gekk einkum út á að draga úr þeim takmörkunum sem núverandi lög setja fólki við val á sínum eigin nöfnum og barna sinna. Frumvarpið fól ekki beint í sér stórkostlegt hagsmunamál í stóra samhenginu en var engu að síður gott skref í rétta átt. Í átt að auknum sjálfsákvörðunarrétti fólks og minna stjórnlyndi. Allir nema þrír þingmenn Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. Mátti helst skilja andstæðinga frumvarpsins þannig að vissulega væri þörf á því að breyta lögum um mannanöfn en þar sem þeim þótti frumvarpið ekki nógu vel útfært, gátu þeir ekki veitt því brautargengi. Í stað þess að leggja sjálfir fram breytingartillögu, felldu þeir frumvarpið. Yfir þessu hneyksluðust þingmenn Viðreisnar – skiljanlega. Af því tilefni er hins vegar rétt að rifja upp að nýlega kusu borgarfulltrúar Viðreisnar ekki með tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks um áskorun þess efnis að afnema ríkiseinokun á áfengissölu. Jafnvel þótt þingmenn Viðreisnar hafi á síðustu tveimur árum lagt fram frumvörp þess efnis. Einn þeirra er meira að segja borgarfulltrúi flokksins í dag. Yfir þessu hneyksluðust sjálfstæðismenn – skiljanlega. Furðuleg tík, pólitíkin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Haukur Örn Birgisson Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Á sama tíma og ég hef mikinn á huga á stjórnmálum þá leiðist mér óskaplega stjórnmálatal. Þrasið og flokkadrættirnir eru óþolandi. Sendandi pakkans skiptir oft meira máli en innihaldið. Það er ekki sama hvaðan gott kemur og komi hugmyndin ekki úr réttri átt, skal hún felld. Stjórn gegn stjórnarandstöðu. Alltof margir falla í sömu gryfjuna og svo reyna þeir að klæða veiklulega afstöðu sína í tæknilegan búning, í viðleitni til að sannfæra sig sjálfa. Við síðustu þinglok var frumvarp þingmanns Viðreisnar um breytingu á lögum um mannanöfn fellt á Alþingi. Frumvarpið gekk einkum út á að draga úr þeim takmörkunum sem núverandi lög setja fólki við val á sínum eigin nöfnum og barna sinna. Frumvarpið fól ekki beint í sér stórkostlegt hagsmunamál í stóra samhenginu en var engu að síður gott skref í rétta átt. Í átt að auknum sjálfsákvörðunarrétti fólks og minna stjórnlyndi. Allir nema þrír þingmenn Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. Mátti helst skilja andstæðinga frumvarpsins þannig að vissulega væri þörf á því að breyta lögum um mannanöfn en þar sem þeim þótti frumvarpið ekki nógu vel útfært, gátu þeir ekki veitt því brautargengi. Í stað þess að leggja sjálfir fram breytingartillögu, felldu þeir frumvarpið. Yfir þessu hneyksluðust þingmenn Viðreisnar – skiljanlega. Af því tilefni er hins vegar rétt að rifja upp að nýlega kusu borgarfulltrúar Viðreisnar ekki með tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks um áskorun þess efnis að afnema ríkiseinokun á áfengissölu. Jafnvel þótt þingmenn Viðreisnar hafi á síðustu tveimur árum lagt fram frumvörp þess efnis. Einn þeirra er meira að segja borgarfulltrúi flokksins í dag. Yfir þessu hneyksluðust sjálfstæðismenn – skiljanlega. Furðuleg tík, pólitíkin.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar