Lagði áherslu á vináttuna Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 25. júní 2019 10:00 Vilhjálmur Egilsson, rektor háskólans á Bifröst, og Thelma Rós. Mynd/James Becker Hátíðarbragur var á útskriftarathöfn Háskólans á Bifröst í Borgarfirði sem fram fór síðasta laugardag og bjart yfir öllu. Karlakórinn Söngbræður setti svip á athöfnina, með undirleik Birgis Þórissonar. Vilhjálmur Egilsson rektor sagði í ræðu sinni meðal annars að skólinn væri nemendadrifinn og persónulegur. „Við lítum á nemendur okkar sem einstaklinga en ekki kennitölur,“ sagði hann og bætti við að á hverju ári væri boðið upp á nýjungar í námsframboði, sumar féllu í kramið, aðrar ekki. Ýmsar tilfinningar hafa ugglaust bærst meðal nemendanna sem lifað hafa saman súrt og sætt um hríð og héldu svo hver í sína áttina. Það lagði Thelma Rós Kristinsdóttir úr Hveragerði að minnsta kosti áherslu á í ræðu sem hún hélt fyrir hönd þeirra sem útskrifuðust úr háskólagáttinni, brú milli framhalds-og háskólanáms. „Ég lagði áherslu á vináttuna sem skapaðist milli fólks í skólanum, hún er eitthvað sem maður tekur með sér út í lífið en ekki bara stærðfræðiformúlur eða annar fróðleikur,“ segir hún þegar slegið er á þráðinn til hennar. Thelma Rós kveðst hafa farið á námskynningu á Bifröst í fyrrasumar til að kynna sér háskólagáttina og algerlega heillast af staðnum. „Það var svo vel tekið á móti manni að það var ekki hægt annað en skrá sig,“ segir hún og heldur áfram. „Það er óhætt að mæla með þessu námi þó maður telji sig ekki hafa mikið í það, á staðnum er allt til alls, allir tilbúnir að hjálpa, hvort sem það eru kennarar eða samnemendur, ef nemandinn sýnir vilja til að komast í gegn. Ég þekki það sjálf, ég átti við mikla námsörðugleika að stríða sem barn, er illa lesblind og kann enn minna í stærðfræði en þarna fékk ég utanumhaldið sem mig vantaði til að ná mínum markmiðum.“ Eins og vænta má er Thelma Rós þegar búin að skrá sig í nám næsta vetur á Bifröst, nú í opinberum stjórnsýslufræðum. Birtist í Fréttablaðinu Borgarbyggð Skóla - og menntamál Tímamót Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Hátíðarbragur var á útskriftarathöfn Háskólans á Bifröst í Borgarfirði sem fram fór síðasta laugardag og bjart yfir öllu. Karlakórinn Söngbræður setti svip á athöfnina, með undirleik Birgis Þórissonar. Vilhjálmur Egilsson rektor sagði í ræðu sinni meðal annars að skólinn væri nemendadrifinn og persónulegur. „Við lítum á nemendur okkar sem einstaklinga en ekki kennitölur,“ sagði hann og bætti við að á hverju ári væri boðið upp á nýjungar í námsframboði, sumar féllu í kramið, aðrar ekki. Ýmsar tilfinningar hafa ugglaust bærst meðal nemendanna sem lifað hafa saman súrt og sætt um hríð og héldu svo hver í sína áttina. Það lagði Thelma Rós Kristinsdóttir úr Hveragerði að minnsta kosti áherslu á í ræðu sem hún hélt fyrir hönd þeirra sem útskrifuðust úr háskólagáttinni, brú milli framhalds-og háskólanáms. „Ég lagði áherslu á vináttuna sem skapaðist milli fólks í skólanum, hún er eitthvað sem maður tekur með sér út í lífið en ekki bara stærðfræðiformúlur eða annar fróðleikur,“ segir hún þegar slegið er á þráðinn til hennar. Thelma Rós kveðst hafa farið á námskynningu á Bifröst í fyrrasumar til að kynna sér háskólagáttina og algerlega heillast af staðnum. „Það var svo vel tekið á móti manni að það var ekki hægt annað en skrá sig,“ segir hún og heldur áfram. „Það er óhætt að mæla með þessu námi þó maður telji sig ekki hafa mikið í það, á staðnum er allt til alls, allir tilbúnir að hjálpa, hvort sem það eru kennarar eða samnemendur, ef nemandinn sýnir vilja til að komast í gegn. Ég þekki það sjálf, ég átti við mikla námsörðugleika að stríða sem barn, er illa lesblind og kann enn minna í stærðfræði en þarna fékk ég utanumhaldið sem mig vantaði til að ná mínum markmiðum.“ Eins og vænta má er Thelma Rós þegar búin að skrá sig í nám næsta vetur á Bifröst, nú í opinberum stjórnsýslufræðum.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarbyggð Skóla - og menntamál Tímamót Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira