Mette Frederiksen fer fyrir nýmyndaðri minnihlutastjórn jafnaðarmanna Andri Eysteinsson skrifar 25. júní 2019 22:39 Mette Frederiksen. Getty Mette Fredriksen, formaður danska jafnaðarmannaflokksins, mun fara fyrir nýmyndaðri minnihlutastjórn Danmerkur. Jafnaðarmannaflokkurinn mun því vera einn í minnihlutastjórn með stuðningi þingmanna þriggja annara flokka, Sósíalíska þjóðarflokknum, Einingarlistans og Róttæka vinstriflokknum. Frá þessu er greint á vef danska ríkisútvarpsins. Mette Frederiksen fékk umboð til stjórnarmyndunar eftir að borgaraleg blokk hægriflokka undir stjórn Lars Løkke Rasmussen, missti meirihluta sinn á þingi í kosningunum 5.júní. Í kosningunum hlaut Jafnaðarmannaflokkurinn bestu kosninguna og hlaut 25,9% greiddra atkvæða. Frederiksen lýsti því yfir skömmu eftir kosningar að hún vildi að jafnaðarmenn sætu einir í minnihlutastjórn og nú hefur henni tekist ætlunarverk sitt.„Við vissum ekki hvort þetta myndi hafast þegar við lögðum upp með þetta markmið. Hér eru saman komnir fjórir flokkar með ólíka sögu og ólíkar stefnur. En nú erum við komin í mark, sagði næsti forsætisráðherra Danmerkur, Mette Frederiksen við DR. Mette greindi einnig frá því að hún hygðist mæta á fund drottningar á morgun.Flokkarnir hafa undanfarnar þrjár vikur samið stjórnarsáttmála og verður lögð áhersla á loftslagsmál. „Við ætlum að leggja fram loftslagsáætlun, bindandi loftslagslöggjöf og minnka losun gróðurhúsalofttegunda um 70%,“ sagði Frederiksen. Þá hefur verið ákveðið að hætta við áform um að senda erlenda sakamenn til afplánunar á eyjunni Lindholm. Áformin voru harðlega gagnrýnd, bæði af sveitastjórn Vordingborg, hvar eyjan er, og af Michelle Bachelet, mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna. Flokkarnir fjórir hafa að baki sér 91 þingsæti en af þeim eru 48 úr Jafnaðarmannaflokknum. Alls eru 179 þingsæti á Folketinget, þjóðþingi Danmerkur. Mette Frederiksen verður því önnur konan til að gegna embætti forsætisráðherra Danmerkur og jafnframt yngsti forsætisráðherra þjóðarinnar.Hér má sjá niðurstöður kosninganna fyrr í mánuðinum.Vísir/Sylvia Danmörk Loftslagsmál Þingkosningar í Danmörku Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Rússar hafi framið 1830.000 stríðsglæpi „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sjá meira
Mette Fredriksen, formaður danska jafnaðarmannaflokksins, mun fara fyrir nýmyndaðri minnihlutastjórn Danmerkur. Jafnaðarmannaflokkurinn mun því vera einn í minnihlutastjórn með stuðningi þingmanna þriggja annara flokka, Sósíalíska þjóðarflokknum, Einingarlistans og Róttæka vinstriflokknum. Frá þessu er greint á vef danska ríkisútvarpsins. Mette Frederiksen fékk umboð til stjórnarmyndunar eftir að borgaraleg blokk hægriflokka undir stjórn Lars Løkke Rasmussen, missti meirihluta sinn á þingi í kosningunum 5.júní. Í kosningunum hlaut Jafnaðarmannaflokkurinn bestu kosninguna og hlaut 25,9% greiddra atkvæða. Frederiksen lýsti því yfir skömmu eftir kosningar að hún vildi að jafnaðarmenn sætu einir í minnihlutastjórn og nú hefur henni tekist ætlunarverk sitt.„Við vissum ekki hvort þetta myndi hafast þegar við lögðum upp með þetta markmið. Hér eru saman komnir fjórir flokkar með ólíka sögu og ólíkar stefnur. En nú erum við komin í mark, sagði næsti forsætisráðherra Danmerkur, Mette Frederiksen við DR. Mette greindi einnig frá því að hún hygðist mæta á fund drottningar á morgun.Flokkarnir hafa undanfarnar þrjár vikur samið stjórnarsáttmála og verður lögð áhersla á loftslagsmál. „Við ætlum að leggja fram loftslagsáætlun, bindandi loftslagslöggjöf og minnka losun gróðurhúsalofttegunda um 70%,“ sagði Frederiksen. Þá hefur verið ákveðið að hætta við áform um að senda erlenda sakamenn til afplánunar á eyjunni Lindholm. Áformin voru harðlega gagnrýnd, bæði af sveitastjórn Vordingborg, hvar eyjan er, og af Michelle Bachelet, mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna. Flokkarnir fjórir hafa að baki sér 91 þingsæti en af þeim eru 48 úr Jafnaðarmannaflokknum. Alls eru 179 þingsæti á Folketinget, þjóðþingi Danmerkur. Mette Frederiksen verður því önnur konan til að gegna embætti forsætisráðherra Danmerkur og jafnframt yngsti forsætisráðherra þjóðarinnar.Hér má sjá niðurstöður kosninganna fyrr í mánuðinum.Vísir/Sylvia
Danmörk Loftslagsmál Þingkosningar í Danmörku Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Rússar hafi framið 1830.000 stríðsglæpi „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sjá meira