Innlent

Veðurblíðan leikur við Austfirðinga

Sylvía Hall skrifar
Þessi skelltu sér í sjóinn í blíðunni í Neskaupsstað í dag.
Þessi skelltu sér í sjóinn í blíðunni í Neskaupsstað í dag. Vísir/Vilhelm
Hiti fór upp í tuttugu stig á Austfjörðum í dag þar sem sumarveðrið leikur við íbúa. Veðurspá næstu daga lofar góðu fyrir íbúa á Austurlandi en hitinn fer yfir tuttugu stig á fimmtudag.

Landsmenn hafa fundið vel fyrir hlýrra veðurfari í sumar en síðustu ár og er blíðan búin að færast yfir á Austurlandið eftir ansi hlýjan júnímánuð í höfuðborginni. Eftir góðar vikur á suðvesturhorninu hafa rigningarskýin komið í heimsókn og er spáð úrkomu á höfuðborgarsvæðinu næstu daga.  

Næstu daga verður hlýjast á Austurlandi og geta þeir sem eru staddir fyrir austan því notið sólarinnar í það minnsta í nokkra daga til viðbótar. Það gerðu þeir í dag en ljósmyndari Vísis var á Djúpavogi og á Neskaupsstað og smellti myndum af mannlífinu í veðurblíðunni.

Snjófríður Kristín Magnúsdóttir flaggar í Löngubúð á Djúpavogi í dag, en Langabúð er elsta húsið í bænum.Vísir/Vilhelm

Tengdar fréttir

Hiti víða yfir 20 stig í dag

Allmikil hæð er nú suður af landinu en við Scoresbysund er smálægð sem þokast í norðaustur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×