Opið fyrir umsóknir í viðskiptahraðal á sviði tónlistar Sylvía Hall skrifar 26. júní 2019 11:00 Salóme Guðmundsdóttir er framkvæmdastjóri Icelandic Startups en fyrirtækið hefur umsjón með verkefninu. Aðsend Opnað hefur verið fyrir umsóknir í nýjan viðskiptahraðal sem ætlað er að auka verðmætasköpun í íslensku tónlistarumhverfi. Allt að sjö verkefni verða valin til þátttöku og fá þau aðgang að fullbúinni vinnuaðstöðu, ráðgjöf og leiðsögn frá fjölmörgum sérfræðingum, fjárfestum og reyndum frumkvöðlum þeim að kostnaðarlausu yfir fjögurra vikna tímabil. Verkefnið hefst í október næstkomandi en að því standa Tónlistarborgin Reykjavík, ÚTÓN og Icelandic Startups með stuðningi Senu Live, Samtóns og Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Umsóknarfrestur er til 30. ágúst á vefsíðu verkefnisins. Hraðallinn ber heitið Firestarter, Reykjavik Music Accelerator, og miðar að því að rækta tónlistarfrumkvöðla, styrkja umgjörð viðskipta og efla tengsl tónlistar við umhverfi nýsköpunar og tækni. Óskað er eftir umsóknum sem snúa að nýjum hugmyndum og verkefnum á sviði tónlistar og tæknilausna. „Með hraðlinum viljum við styðja við umgjörðina utan um tónlistariðnaðinn, eitthvað sem hefur ekki verið gert áður á Íslandi. Við eigum sterka tónlistarsenu en lítinn iðnað og þar er virkilega möguleiki fyrir vöxt. Ég tel að yngri kynslóðir séu töluvert opnari fyrir tækifærum tengdum viðskiptahlið tónlistariðnaðarins,“ segir María Rut Reynisdóttir, verkefnastjóri Tónlistarborgarinnar Reykjavíkur, í fréttatilkynningu. Sigtryggur Baldursson er framkvæmdastjóri ÚTÓN.AðsendMarkmiðið að hraða ferlinu Líkt og áður hefur komið fram hefst Firestarter í október og stendur hann yfir í fjórar vikur. Honum lýkur í nóvember á Iceland Airwaves með kynningum fyrirtækjanna á hugmyndum sínum fyrir fjárfestum, völdum ráðstefnugestum og öðrum lykilaðilum á sviði tónlistar. „Tónlist er vissulega listgrein, en til þess að hún blómstri líka sem starfsgrein þarf stöðuga endurnýjun í umhverfinu og nýjar hugmyndir fyrir nýja tíma með það í huga að við eru huti af stórum markaði sem nær hringinn í kringum hnöttinn,“ segir Sigtryggur Baldursson, framkvæmdastjóri ÚTÓN. Icelandic Startups hefur umsjón með verkefninu en Salóme Guðmundsdóttir, framkvæmdarstjóri Icelandic Startups, segir markmiðið vera að hraða ferlinu frá því að hugmynd kviknar og þar til viðskiptin fara að blómstra. „Við leggjum mikla áherslu á alþjóðlega nálgun í allri umgjörð verkefnisins og tengsl við helstu fagaðila. Við erum afar stolt af þessu samstarfi og hlökkum til að taka á móti íslenskum tónlistarfrumkvöðlum í haust.” Nýsköpun Tónlist Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Samstarf Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Sjá meira
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í nýjan viðskiptahraðal sem ætlað er að auka verðmætasköpun í íslensku tónlistarumhverfi. Allt að sjö verkefni verða valin til þátttöku og fá þau aðgang að fullbúinni vinnuaðstöðu, ráðgjöf og leiðsögn frá fjölmörgum sérfræðingum, fjárfestum og reyndum frumkvöðlum þeim að kostnaðarlausu yfir fjögurra vikna tímabil. Verkefnið hefst í október næstkomandi en að því standa Tónlistarborgin Reykjavík, ÚTÓN og Icelandic Startups með stuðningi Senu Live, Samtóns og Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Umsóknarfrestur er til 30. ágúst á vefsíðu verkefnisins. Hraðallinn ber heitið Firestarter, Reykjavik Music Accelerator, og miðar að því að rækta tónlistarfrumkvöðla, styrkja umgjörð viðskipta og efla tengsl tónlistar við umhverfi nýsköpunar og tækni. Óskað er eftir umsóknum sem snúa að nýjum hugmyndum og verkefnum á sviði tónlistar og tæknilausna. „Með hraðlinum viljum við styðja við umgjörðina utan um tónlistariðnaðinn, eitthvað sem hefur ekki verið gert áður á Íslandi. Við eigum sterka tónlistarsenu en lítinn iðnað og þar er virkilega möguleiki fyrir vöxt. Ég tel að yngri kynslóðir séu töluvert opnari fyrir tækifærum tengdum viðskiptahlið tónlistariðnaðarins,“ segir María Rut Reynisdóttir, verkefnastjóri Tónlistarborgarinnar Reykjavíkur, í fréttatilkynningu. Sigtryggur Baldursson er framkvæmdastjóri ÚTÓN.AðsendMarkmiðið að hraða ferlinu Líkt og áður hefur komið fram hefst Firestarter í október og stendur hann yfir í fjórar vikur. Honum lýkur í nóvember á Iceland Airwaves með kynningum fyrirtækjanna á hugmyndum sínum fyrir fjárfestum, völdum ráðstefnugestum og öðrum lykilaðilum á sviði tónlistar. „Tónlist er vissulega listgrein, en til þess að hún blómstri líka sem starfsgrein þarf stöðuga endurnýjun í umhverfinu og nýjar hugmyndir fyrir nýja tíma með það í huga að við eru huti af stórum markaði sem nær hringinn í kringum hnöttinn,“ segir Sigtryggur Baldursson, framkvæmdastjóri ÚTÓN. Icelandic Startups hefur umsjón með verkefninu en Salóme Guðmundsdóttir, framkvæmdarstjóri Icelandic Startups, segir markmiðið vera að hraða ferlinu frá því að hugmynd kviknar og þar til viðskiptin fara að blómstra. „Við leggjum mikla áherslu á alþjóðlega nálgun í allri umgjörð verkefnisins og tengsl við helstu fagaðila. Við erum afar stolt af þessu samstarfi og hlökkum til að taka á móti íslenskum tónlistarfrumkvöðlum í haust.”
Nýsköpun Tónlist Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Samstarf Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Sjá meira