Ef EES er gott – sem það er – þá er ESB enn þá betra Ole Anton Bieltvedt skrifar 27. júní 2019 08:00 Lengi virtist það vera í tízku, að tala illa um Evrópu og evru, þó að einmitt aðild okkar að EES og Schengen-samkomulaginu hefði tryggt okkur efnahagslegar framfarir og margvíslegt frelsi langt umfram það, sem áður hafði þekkzt eða ella hefði getað orðið. Með EES-samningnum komumst við með allar okkar framleiðsluvörur og afurðir, frjálslega og að mestu leyti tollalaust, inn á stærsta markað heims; 30 ríki með nú 513 milljónir íbúa. Samtímis opnaðist okkur að mestu vegabréfalaust frelsi til heimsókna, dvalar og búsetu í öllum þessum löndum, með fullum réttindum til starfa, atvinnu og eigin reksturs. Á sama hátt gátum við sótt erlenda starfskrafta frá ESB-löndunum til okkar, til að manna og styrkja okkar eigin atvinnuvegi, einkum ferðaþjónustu og byggingariðnað. Sem betur fer hefur orðið mikil breyting á afstöðu flestra til EES/ESB og Evrópu síðustu misserin. Upplýst umræða hefur leitt til þess, að fleiri og fleiri skilja nú, hversu mikilvægur og dýrmætur EES-samningurinn er. Ef miðað er við afstöðu þingmanna til 3. orkupakkans, sem í umræðu og afstöðu er orðinn nokkurs konar „persónugervingur“ EES-samningsins, þá virðast 52 af 63 þingmönnum vera hlynntir 3. orkupakkanum – enda sjálfsagður hluti af EES-samningnum, eins og frjálsar flugsamgöngur, frjálsir skipaflutningar og önnur frjáls og gagnkvæm viðskipti. Meta má umfang EES-samningsins – með Schengen – sem 80-90% af fullri ESB-aðild. Það, sem upp á vantar fulla ESB-aðild, er einkum tvennt: 1. Samkomulag um fiskveiðar við Ísland og stjórn þeirra. 2. Endanlegt samkomulag um landbúnaðarmál. Malta er um margt í svipaðri stöðu og Ísland. Lítil eyþjóð háð fiskveiðum og ferðaþjónustu. Þegar landið gekk í ESB 2003, fékk það full yfirráð yfir sínum fiskimiðum og fulla stjórnun sinnar fiskveiðilögsögu á grundvelli sögunnar, en Maltverjar höfðu sjálfir og einir farið með þessi yfirráð í ár og aldir. Það sama gildir um fiskveiðilögsögu okkar og fiskimið, og virðist það borðleggjandi, að við myndum fá sömu góðu úrlausnina fyrir þessi mál og Malta. Þegar Svíar og Finnar gengu í ESB 1995, fengu þeir líka sérákvæði inn í samninginn fyrir landbúnaðinn, honum til verndar og styrktar, vegna þess, sem nefnt var „norræn lega“. Er ekki að efa, að við myndum fá sömu sérkjör fyrir íslenzkan landbúnað við fulla inngöngu. En, af hverju full ESB-aðild í stað 80-90% aðildar með EES og Schengen!? EES-samningurinn var alltaf hugsaður til bráðabirgða. Samningurinn veitir því ekki aðgang að nefndum, ráðum og framkvæmdastjórn ESB; m.ö.o. við undirgengumst það, sem átti að vera í bili, að taka upp tilskipanir, reglugerðir og lög ESB – sem reyndar eru nær allar af hinu góða – án þess að hafa nokkuð um þær að segja; án nokkurrar umsagnar eða áhrifa, nánast án nokkurrar fyrirfram hugmyndar um, hvað koma skyldi. Þetta er auðvitað ófært til langframa. EES-samningurinn veitir heldur ekki aðgang að öflugasta og stöðugasta myntkerfi heims, evrunni, sem bæði tryggir lægstu vexti, sem völ er á, fyrir almenning og atvinnuvegina, og stórfellt aukalegt öryggi í formi launa, tekna og eigna, jafnt sem kostnaðar, gjalda og skulda í einni og sömu mynt. Úrtölu- og afdalamenn fullyrða, að stóru þjóðirnar ráði öllu í ESB; þó við værum inni, myndum við engu ráða. Þetta er enn ein rangfærslan og ósannindaklisjan. Minnstu þjóðirnar hafa hlutfallslega langmest að segja í ESB. Við fengjum 6 þingmenn á Evrópuþingið. Það þýðir 57.000 Íslendinga á bak við hvern þingmann. Þjóðverjar, með sína 82,4 milljónir íbúa, hafa 96 þingmenn; hjá þeim standa 858 þúsund landsmanna á bak við hvern þingmann. Danir, sem eru 5,8 milljónir, hafa 14 þingmenn; 414 þúsund Danir standa á bak við hvern þingmann þeirra á Evrópuþinginu. Svona er það í öllu; þess er gætt, að líka þeir „minnstu“ hafi fullan aðgang að áhrifum og völdum. Hver aðildarþjóð, stór eða smá, fær þannig einn kommissar. Þjóðverjar og Frakkar fá líka bara einn. Oft veljast fulltrúar smærri aðildarþjóða til forustu; Jean-Claude Juncker, frá Lúxemborg, næstfámennasta ríki ESB, hefur t.a.m. verið annar valdamesti maður sambandsins síðustu 5 ár. Margrether Vestager, frá Danmörku, kynni að taka við af honum. Skandinavar hafa alltaf haft mikið að segja í ESB. Hver aðildarþjóð hefur auk þess í raun neitunarvald, þar sem þjóðþing allra – nú 28 – aðildarríkjanna verða að samþykkja alla meiriháttar samninga, sem ESB gerir, og alla meiriháttar löggjöf eða breytingar á fyrri löggjöf. Loks skal bent á, að ESB er nú með fríverzlunarsamninga við þrjú mikilvæg lönd – öfluga markaði með samtals 216 milljónir íbúa; Japan, Suður-Kóreu og Kanada – en þessir fríverzlunarsamningar eru ekki með í EES-samkomulaginu. Full ESB-aðild tryggir þannig í dag frjálsan og tollalausan aðgang að markaði með 729 milljónum manna með verulega eða mikla kaupgetu. Eftir hverju erum við að bíða!? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ole Anton Bieltvedt Utanríkismál Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Lengi virtist það vera í tízku, að tala illa um Evrópu og evru, þó að einmitt aðild okkar að EES og Schengen-samkomulaginu hefði tryggt okkur efnahagslegar framfarir og margvíslegt frelsi langt umfram það, sem áður hafði þekkzt eða ella hefði getað orðið. Með EES-samningnum komumst við með allar okkar framleiðsluvörur og afurðir, frjálslega og að mestu leyti tollalaust, inn á stærsta markað heims; 30 ríki með nú 513 milljónir íbúa. Samtímis opnaðist okkur að mestu vegabréfalaust frelsi til heimsókna, dvalar og búsetu í öllum þessum löndum, með fullum réttindum til starfa, atvinnu og eigin reksturs. Á sama hátt gátum við sótt erlenda starfskrafta frá ESB-löndunum til okkar, til að manna og styrkja okkar eigin atvinnuvegi, einkum ferðaþjónustu og byggingariðnað. Sem betur fer hefur orðið mikil breyting á afstöðu flestra til EES/ESB og Evrópu síðustu misserin. Upplýst umræða hefur leitt til þess, að fleiri og fleiri skilja nú, hversu mikilvægur og dýrmætur EES-samningurinn er. Ef miðað er við afstöðu þingmanna til 3. orkupakkans, sem í umræðu og afstöðu er orðinn nokkurs konar „persónugervingur“ EES-samningsins, þá virðast 52 af 63 þingmönnum vera hlynntir 3. orkupakkanum – enda sjálfsagður hluti af EES-samningnum, eins og frjálsar flugsamgöngur, frjálsir skipaflutningar og önnur frjáls og gagnkvæm viðskipti. Meta má umfang EES-samningsins – með Schengen – sem 80-90% af fullri ESB-aðild. Það, sem upp á vantar fulla ESB-aðild, er einkum tvennt: 1. Samkomulag um fiskveiðar við Ísland og stjórn þeirra. 2. Endanlegt samkomulag um landbúnaðarmál. Malta er um margt í svipaðri stöðu og Ísland. Lítil eyþjóð háð fiskveiðum og ferðaþjónustu. Þegar landið gekk í ESB 2003, fékk það full yfirráð yfir sínum fiskimiðum og fulla stjórnun sinnar fiskveiðilögsögu á grundvelli sögunnar, en Maltverjar höfðu sjálfir og einir farið með þessi yfirráð í ár og aldir. Það sama gildir um fiskveiðilögsögu okkar og fiskimið, og virðist það borðleggjandi, að við myndum fá sömu góðu úrlausnina fyrir þessi mál og Malta. Þegar Svíar og Finnar gengu í ESB 1995, fengu þeir líka sérákvæði inn í samninginn fyrir landbúnaðinn, honum til verndar og styrktar, vegna þess, sem nefnt var „norræn lega“. Er ekki að efa, að við myndum fá sömu sérkjör fyrir íslenzkan landbúnað við fulla inngöngu. En, af hverju full ESB-aðild í stað 80-90% aðildar með EES og Schengen!? EES-samningurinn var alltaf hugsaður til bráðabirgða. Samningurinn veitir því ekki aðgang að nefndum, ráðum og framkvæmdastjórn ESB; m.ö.o. við undirgengumst það, sem átti að vera í bili, að taka upp tilskipanir, reglugerðir og lög ESB – sem reyndar eru nær allar af hinu góða – án þess að hafa nokkuð um þær að segja; án nokkurrar umsagnar eða áhrifa, nánast án nokkurrar fyrirfram hugmyndar um, hvað koma skyldi. Þetta er auðvitað ófært til langframa. EES-samningurinn veitir heldur ekki aðgang að öflugasta og stöðugasta myntkerfi heims, evrunni, sem bæði tryggir lægstu vexti, sem völ er á, fyrir almenning og atvinnuvegina, og stórfellt aukalegt öryggi í formi launa, tekna og eigna, jafnt sem kostnaðar, gjalda og skulda í einni og sömu mynt. Úrtölu- og afdalamenn fullyrða, að stóru þjóðirnar ráði öllu í ESB; þó við værum inni, myndum við engu ráða. Þetta er enn ein rangfærslan og ósannindaklisjan. Minnstu þjóðirnar hafa hlutfallslega langmest að segja í ESB. Við fengjum 6 þingmenn á Evrópuþingið. Það þýðir 57.000 Íslendinga á bak við hvern þingmann. Þjóðverjar, með sína 82,4 milljónir íbúa, hafa 96 þingmenn; hjá þeim standa 858 þúsund landsmanna á bak við hvern þingmann. Danir, sem eru 5,8 milljónir, hafa 14 þingmenn; 414 þúsund Danir standa á bak við hvern þingmann þeirra á Evrópuþinginu. Svona er það í öllu; þess er gætt, að líka þeir „minnstu“ hafi fullan aðgang að áhrifum og völdum. Hver aðildarþjóð, stór eða smá, fær þannig einn kommissar. Þjóðverjar og Frakkar fá líka bara einn. Oft veljast fulltrúar smærri aðildarþjóða til forustu; Jean-Claude Juncker, frá Lúxemborg, næstfámennasta ríki ESB, hefur t.a.m. verið annar valdamesti maður sambandsins síðustu 5 ár. Margrether Vestager, frá Danmörku, kynni að taka við af honum. Skandinavar hafa alltaf haft mikið að segja í ESB. Hver aðildarþjóð hefur auk þess í raun neitunarvald, þar sem þjóðþing allra – nú 28 – aðildarríkjanna verða að samþykkja alla meiriháttar samninga, sem ESB gerir, og alla meiriháttar löggjöf eða breytingar á fyrri löggjöf. Loks skal bent á, að ESB er nú með fríverzlunarsamninga við þrjú mikilvæg lönd – öfluga markaði með samtals 216 milljónir íbúa; Japan, Suður-Kóreu og Kanada – en þessir fríverzlunarsamningar eru ekki með í EES-samkomulaginu. Full ESB-aðild tryggir þannig í dag frjálsan og tollalausan aðgang að markaði með 729 milljónum manna með verulega eða mikla kaupgetu. Eftir hverju erum við að bíða!?
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar