Hagkvæm leið til að bregðast við fækkun ferðamanna Þórir Garðarsson skrifar 27. júní 2019 10:07 Framboð á flugferðum til Íslands hefur allt að segja um fjölda ferðamanna sem hingað koma. Brotthvarf WOW sýnir þetta með skýrum hætti, sem og fækkun flugferða hjá Easyjet. Fréttasíðan Túristi hefur sýnt hvernig þýskum ferðamönnum fækkaði þegar þýsk flugfélög hættu Íslandsflugi en þýskir ferðamenn eru mjög mikilvægir yfir sumartímann. Fleiri flugfélög hafa hætt eða dregið úr ferðum. Delta ætlar ekki að fljúga hingað næsta vetur frá New York. Það mun hafa áhrif á komu ferðamanna frá Norður-Ameríku sem eru mjög mikilvægir vetrarferðamenn á Íslandi. Afleiðingarnar af samdrættinum eru afar neikvæðar fyrir þjóðarbúið. Áætlað er að útflutningstekjur lækki um 100 milljarða króna á ári. Ríki og sveitarfélög verða af miklum skatttekjum. Atvinnulausum fjölgar. Afkoma fyrirtækja í ferðaþjónustu versnar. Keflavíkurflugvöllur undir stjórn ríkisfyrirtækisins Isavia hefur hagkvæmasta lykilinn að því að snúa þessari þróun við. Flugvöllurinn hefur í hendi sér að bjóða flugfélögum umtalsverðan tímabundinn hvata til að hefja flugferðir hingað eða fjölga þeim, sérstaklega þó næsta vetur. Notum hvatakerfið til fulls Þetta er ekkert nýtt. Keflavíkurflugvöllur hefur um árabil boðið niðurfellingu eða lækkun gjalda ef flugfélög hefja hingað flug frá nýjum áfangastöðum eða lenda utan mesta annatíma. Þannig hefur flugvöllurinn nýtt innviði og fastakostnað betur, auk þess að hafa miklar tekjur af farþegunum þegar þeir fara um flugstöðina. Með því að hugsa þetta hvatakerfi upp á nýtt, víkka það út og stórauka afslætti og niðurfellingu gjalda til flugfélaga hefur Keflavíkurflugvöllur í hendi sér að stoppa í gatið sem nú blasir við. Aðallega þyrfti að huga að næsta vetri, því þá er fyrirsjáanleg mikil fækkun flugferða. Sérstaklega mætti ná góðum árangri með því að fá flugfélög með stór leiðakerfi til að koma hingað eða auka núverandi ferðatíðni. Þar á meðal má nefna Lufthansa, Finnair, SAS, British Airways, Delta, United, American og KLM-AirFrance, að ógleymdu Icelandair. Þessi flugfélög hafa mestu möguleikana til að fylla vélar hingað til lands með farþegum sem koma í gegnum tengiflugvelli þeirra. Það hefur t.d. sýnt sig að farþegar með bandarísku flugfélögunum koma hvaðanæva að úr Norður-Ameríku í gegnum tengiflugvelli og sama má segja um farþega með stóru flugfélögunum sem hingað fljúga, British Airways, Finnair og SAS. Ef þessi flugfélög fá umtalsverðan hvata til að fljúga hingað til lands eða fjölga ferðum, þá býðst viðskiptavinum þeirra alls staðar að úr heiminum að komast til Íslands á hagstæðan hátt. Félögin eru þá ekki aðeins að selja flugið til Íslands, heldur einnig flug frá fjarmörkuðum, t.d. Indlandi, Kína og Japan. Það hefur t.d. sýnt sig að Asíubúar hafa mikinn áhuga á að koma til Íslands að vetri til með von um að sjá norðurljósin. Dæmi sem gengur upp Fastakostnaður á Keflavíkurflugvelli er sá sami hvort sem þar lenda 100 eða 150 flugvélar á dag. Jaðarkostnaður vegna hverrar flugvélar í viðbót er lítill í stóra samhenginu. Aftur á móti er ljóst að öll flugfélög sem þar lenda þyrftu að njóta góðs af róttæku hvatakerfi, líka þau sem þegar eru með áætlunarflug. Í heild gætu heildartekjur af flugvallargjöldum því lækkað töluvert í nokkurn tíma. Staðreyndin er þó sú að flugvallargjöldin á Keflavíkurflugvelli standa hvort sem er ekki undir rekstri hans. Það eru tekjurnar af viðskiptum farþega í flugstöðinni sem gera það og skila Isavia milljarða króna hagnaði að auki. Skynsemi þess að fjölga farþegum liggur því í augum uppi. Tekjurnar af þeim kæmu á móti lægri flugvallartekjum. Í versta falli kæmi flugvöllurinn út á sléttu. Ávinningurinn fyrir þjóðarbúið er ótvíræður. Hér er búið að fjárfesta verulega til að þjónusta ferðamenn. Meira að segja hefur fjármagn til vegagerðar verið stóraukið til að takast á við vaxandi umferð. Við þurfum öll – einstaklingar, fyrirtæki og hið opinbera – á tekjunum af ferðamönnum að halda til að standa undir þessum fjárfestingum og til að viðhalda atvinnustiginu. Það þarf að hugsa stórt til að láta dæmið ganga upp og það þarf að hugsa um heildarmyndina.Höfundur er stjórnarformaður Gray Line. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Þórir Garðarsson Mest lesið Halldór 26.04.2025 Halldór Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Framboð á flugferðum til Íslands hefur allt að segja um fjölda ferðamanna sem hingað koma. Brotthvarf WOW sýnir þetta með skýrum hætti, sem og fækkun flugferða hjá Easyjet. Fréttasíðan Túristi hefur sýnt hvernig þýskum ferðamönnum fækkaði þegar þýsk flugfélög hættu Íslandsflugi en þýskir ferðamenn eru mjög mikilvægir yfir sumartímann. Fleiri flugfélög hafa hætt eða dregið úr ferðum. Delta ætlar ekki að fljúga hingað næsta vetur frá New York. Það mun hafa áhrif á komu ferðamanna frá Norður-Ameríku sem eru mjög mikilvægir vetrarferðamenn á Íslandi. Afleiðingarnar af samdrættinum eru afar neikvæðar fyrir þjóðarbúið. Áætlað er að útflutningstekjur lækki um 100 milljarða króna á ári. Ríki og sveitarfélög verða af miklum skatttekjum. Atvinnulausum fjölgar. Afkoma fyrirtækja í ferðaþjónustu versnar. Keflavíkurflugvöllur undir stjórn ríkisfyrirtækisins Isavia hefur hagkvæmasta lykilinn að því að snúa þessari þróun við. Flugvöllurinn hefur í hendi sér að bjóða flugfélögum umtalsverðan tímabundinn hvata til að hefja flugferðir hingað eða fjölga þeim, sérstaklega þó næsta vetur. Notum hvatakerfið til fulls Þetta er ekkert nýtt. Keflavíkurflugvöllur hefur um árabil boðið niðurfellingu eða lækkun gjalda ef flugfélög hefja hingað flug frá nýjum áfangastöðum eða lenda utan mesta annatíma. Þannig hefur flugvöllurinn nýtt innviði og fastakostnað betur, auk þess að hafa miklar tekjur af farþegunum þegar þeir fara um flugstöðina. Með því að hugsa þetta hvatakerfi upp á nýtt, víkka það út og stórauka afslætti og niðurfellingu gjalda til flugfélaga hefur Keflavíkurflugvöllur í hendi sér að stoppa í gatið sem nú blasir við. Aðallega þyrfti að huga að næsta vetri, því þá er fyrirsjáanleg mikil fækkun flugferða. Sérstaklega mætti ná góðum árangri með því að fá flugfélög með stór leiðakerfi til að koma hingað eða auka núverandi ferðatíðni. Þar á meðal má nefna Lufthansa, Finnair, SAS, British Airways, Delta, United, American og KLM-AirFrance, að ógleymdu Icelandair. Þessi flugfélög hafa mestu möguleikana til að fylla vélar hingað til lands með farþegum sem koma í gegnum tengiflugvelli þeirra. Það hefur t.d. sýnt sig að farþegar með bandarísku flugfélögunum koma hvaðanæva að úr Norður-Ameríku í gegnum tengiflugvelli og sama má segja um farþega með stóru flugfélögunum sem hingað fljúga, British Airways, Finnair og SAS. Ef þessi flugfélög fá umtalsverðan hvata til að fljúga hingað til lands eða fjölga ferðum, þá býðst viðskiptavinum þeirra alls staðar að úr heiminum að komast til Íslands á hagstæðan hátt. Félögin eru þá ekki aðeins að selja flugið til Íslands, heldur einnig flug frá fjarmörkuðum, t.d. Indlandi, Kína og Japan. Það hefur t.d. sýnt sig að Asíubúar hafa mikinn áhuga á að koma til Íslands að vetri til með von um að sjá norðurljósin. Dæmi sem gengur upp Fastakostnaður á Keflavíkurflugvelli er sá sami hvort sem þar lenda 100 eða 150 flugvélar á dag. Jaðarkostnaður vegna hverrar flugvélar í viðbót er lítill í stóra samhenginu. Aftur á móti er ljóst að öll flugfélög sem þar lenda þyrftu að njóta góðs af róttæku hvatakerfi, líka þau sem þegar eru með áætlunarflug. Í heild gætu heildartekjur af flugvallargjöldum því lækkað töluvert í nokkurn tíma. Staðreyndin er þó sú að flugvallargjöldin á Keflavíkurflugvelli standa hvort sem er ekki undir rekstri hans. Það eru tekjurnar af viðskiptum farþega í flugstöðinni sem gera það og skila Isavia milljarða króna hagnaði að auki. Skynsemi þess að fjölga farþegum liggur því í augum uppi. Tekjurnar af þeim kæmu á móti lægri flugvallartekjum. Í versta falli kæmi flugvöllurinn út á sléttu. Ávinningurinn fyrir þjóðarbúið er ótvíræður. Hér er búið að fjárfesta verulega til að þjónusta ferðamenn. Meira að segja hefur fjármagn til vegagerðar verið stóraukið til að takast á við vaxandi umferð. Við þurfum öll – einstaklingar, fyrirtæki og hið opinbera – á tekjunum af ferðamönnum að halda til að standa undir þessum fjárfestingum og til að viðhalda atvinnustiginu. Það þarf að hugsa stórt til að láta dæmið ganga upp og það þarf að hugsa um heildarmyndina.Höfundur er stjórnarformaður Gray Line.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar