Er hægt að borða kökuna og geyma hana líka? Árni Stefánsson skrifar 28. júní 2019 08:00 Á stjórnarfundi í Lífeyrissjóði verzlunarmanna (LV) 24. maí var ákveðið að lækka fasta vexti á verðtryggðum sjóðfélagalánum um 0,2% og hækka breytilega verðtryggða vexti um 0,2%. Vaxtalækkunin fékk enga athygli en öðru máli gegndi um vaxtahækkunina. Formaður VR hefur í framhaldi farið mikinn í fjölmiðlum, lýst ákvörðuninni sem rakalausri geðþóttaákvörðun, gagnrýnt væntanlega hækkun breytilegra vaxta og ásakað fulltrúa VR í stjórninni um trúnaðarbrest. Í framhaldi samþykktu stjórn og fulltrúaráð VR tillögu hans um að setja fulltrúa VR í stjórn LV af. Ástæða þess að breytilegu vextirnir hækka lítillega í ágúst er að breytt var um vaxtaviðmið. Sú ákvörðun átti sér fagleg rök og langan aðdraganda sem formaður VR horfir þó framhjá. Þrátt fyrir komandi hækkun verða vextir sjóðsins áfram meðal allra lægstu vaxta sem bjóðast á sambærilegum lánum. Vandséð er hvaða hagsmunum það þjónar að ráðast gegn fulltrúum félagsins í stjórn LV, öðrum stjórnarmönnum og starfsmönnum sjóðsins. Þetta fólk hefur lagt sig fram um að vinna faglega og efla hag sjóðfélaga. Umboðsskylda stjórnarmanna LV er við sjóðfélaga lífeyrissjóðsins. Svo virðist sem formanni VR mislíki að þeir fulltrúar sem VR skipaði í stjórnina hafi ekki borið einstakar ákvarðanir á sviði stjórnar LV sérstaklega undir hann. Slíkt væri þó ekki í takt við góða stjórnarhætti, lög um lífeyrissjóði eða starfsreglur sjóðsins. Í viðtali í Bítinu á Bylgjunni 21. júní jánkaði Ragnar Þór því að ástæðan fyrir að setja inn nýja stjórnarmenn væri „að sjálfsögðu“ til að draga til baka vaxtaákvörðunina. Gera má ráð fyrir að Fjármálaeftirlitið taki þær yfirlýsingar til skoðunar enda gefa þær tilefni til að áhyggjur þurfi að hafa af sjálfstæði stjórnarmanna skipaðra af VR eigi þeir sífellt á hættu að vera skipt út taki þeir einhverja ákvörðun sem ekki hugnast formanni VR. Hlutverk lífeyrissjóða er að ávaxta þá fjármuni sjóðfélaga sem lífeyrissjóðir taka við til að standa undir lífeyrisgreiðslum til framtíðar. Gangi vel njóta sjóðfélagar þess í auknum lífeyrisréttindum, gangi hins vegar illa að ávaxta fjármunina til lengri tíma kæmi óhjákvæmilega til réttindaskerðinga. Komið hefur fram að um 3.700 sjóðfélagar hafa verðtryggð lán á breytilegum vöxtum hjá LV en við sjóðfélagar erum í heildina um 170.000. Eigi að breyta hlutverki lífeyrissjóða s.s. til að lána til einstakra sjóðfélaga eða til byggingafélaga á kjörum undir almennum markaðskjörum, eins og formaður VR hefur talað fyrir, þyrfti áður að breyta lögum um lífeyrissjóði og jafnframt fara fram umfangsmikil umræða um hvort sjóðfélagar styðji slíkar stefnubreytingar. Slíkt kynni að að færa sjóðfélögum ákveðin gæði framan af ævi sem og þeim sem væru að koma sér þaki yfir höfuðið en myndi síðan birtast í lakari lífeyrisrétti í framtíðinni. Þessu til rökstuðnings má vísa til útreikninga sem Bjarni Þórðarson tryggingastærðfræðingur tók saman veturinn 2011-2012, að beiðni fjármálaráðuneytisins, sem sýna hvaða réttindaskerðingu sjóðfélagar í almennum lífeyrissjóðum mættu búast við ef vaxtaviðmið lífeyrissjóða væri lækkað. Þar kom fram að að ef vaxtaviðmið lækkar úr 3,5% í 2,5% myndi nauðsynleg skerðing áunninna lífeyrisréttinda þrítugs sjóðfélaga verða 36%, fertugs 29,5%, fimmtugs 22,5% og sextugs 14,5%. Það er ljóst að margir sjóðfélagar myndu ekki fella sig við slíkar stefnubreytingar. Það er margsannað að ekki er hægt að borða kökuna og geyma hana á sama tíma. Mikilvægt er að umræða sé á málefnalegum grundvelli og popúlismi eða gífuryrði nái ekki yfirhöndinni. Lífeyrissjóðakerfið er ein meginstoða þjóðfélagsins og hagur okkar allra að um það ríki sátt. Við sem veljumst þar til trúnaðarstarfa þurfum að vanda til verka og tryggja að ákvarðanir séu teknar í takt við lög og góða stjórnarhætti, með hagsmuni sjóðfélaga og heildarinnar að leiðarljósi. Ítarleg útgáfa af greininni er á vef LV, www.live.is. Höfundur er sjóðfélagi og stjórnarmaður í Lífeyrissjóði verslunarmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lífeyrissjóðir Mest lesið Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Á stjórnarfundi í Lífeyrissjóði verzlunarmanna (LV) 24. maí var ákveðið að lækka fasta vexti á verðtryggðum sjóðfélagalánum um 0,2% og hækka breytilega verðtryggða vexti um 0,2%. Vaxtalækkunin fékk enga athygli en öðru máli gegndi um vaxtahækkunina. Formaður VR hefur í framhaldi farið mikinn í fjölmiðlum, lýst ákvörðuninni sem rakalausri geðþóttaákvörðun, gagnrýnt væntanlega hækkun breytilegra vaxta og ásakað fulltrúa VR í stjórninni um trúnaðarbrest. Í framhaldi samþykktu stjórn og fulltrúaráð VR tillögu hans um að setja fulltrúa VR í stjórn LV af. Ástæða þess að breytilegu vextirnir hækka lítillega í ágúst er að breytt var um vaxtaviðmið. Sú ákvörðun átti sér fagleg rök og langan aðdraganda sem formaður VR horfir þó framhjá. Þrátt fyrir komandi hækkun verða vextir sjóðsins áfram meðal allra lægstu vaxta sem bjóðast á sambærilegum lánum. Vandséð er hvaða hagsmunum það þjónar að ráðast gegn fulltrúum félagsins í stjórn LV, öðrum stjórnarmönnum og starfsmönnum sjóðsins. Þetta fólk hefur lagt sig fram um að vinna faglega og efla hag sjóðfélaga. Umboðsskylda stjórnarmanna LV er við sjóðfélaga lífeyrissjóðsins. Svo virðist sem formanni VR mislíki að þeir fulltrúar sem VR skipaði í stjórnina hafi ekki borið einstakar ákvarðanir á sviði stjórnar LV sérstaklega undir hann. Slíkt væri þó ekki í takt við góða stjórnarhætti, lög um lífeyrissjóði eða starfsreglur sjóðsins. Í viðtali í Bítinu á Bylgjunni 21. júní jánkaði Ragnar Þór því að ástæðan fyrir að setja inn nýja stjórnarmenn væri „að sjálfsögðu“ til að draga til baka vaxtaákvörðunina. Gera má ráð fyrir að Fjármálaeftirlitið taki þær yfirlýsingar til skoðunar enda gefa þær tilefni til að áhyggjur þurfi að hafa af sjálfstæði stjórnarmanna skipaðra af VR eigi þeir sífellt á hættu að vera skipt út taki þeir einhverja ákvörðun sem ekki hugnast formanni VR. Hlutverk lífeyrissjóða er að ávaxta þá fjármuni sjóðfélaga sem lífeyrissjóðir taka við til að standa undir lífeyrisgreiðslum til framtíðar. Gangi vel njóta sjóðfélagar þess í auknum lífeyrisréttindum, gangi hins vegar illa að ávaxta fjármunina til lengri tíma kæmi óhjákvæmilega til réttindaskerðinga. Komið hefur fram að um 3.700 sjóðfélagar hafa verðtryggð lán á breytilegum vöxtum hjá LV en við sjóðfélagar erum í heildina um 170.000. Eigi að breyta hlutverki lífeyrissjóða s.s. til að lána til einstakra sjóðfélaga eða til byggingafélaga á kjörum undir almennum markaðskjörum, eins og formaður VR hefur talað fyrir, þyrfti áður að breyta lögum um lífeyrissjóði og jafnframt fara fram umfangsmikil umræða um hvort sjóðfélagar styðji slíkar stefnubreytingar. Slíkt kynni að að færa sjóðfélögum ákveðin gæði framan af ævi sem og þeim sem væru að koma sér þaki yfir höfuðið en myndi síðan birtast í lakari lífeyrisrétti í framtíðinni. Þessu til rökstuðnings má vísa til útreikninga sem Bjarni Þórðarson tryggingastærðfræðingur tók saman veturinn 2011-2012, að beiðni fjármálaráðuneytisins, sem sýna hvaða réttindaskerðingu sjóðfélagar í almennum lífeyrissjóðum mættu búast við ef vaxtaviðmið lífeyrissjóða væri lækkað. Þar kom fram að að ef vaxtaviðmið lækkar úr 3,5% í 2,5% myndi nauðsynleg skerðing áunninna lífeyrisréttinda þrítugs sjóðfélaga verða 36%, fertugs 29,5%, fimmtugs 22,5% og sextugs 14,5%. Það er ljóst að margir sjóðfélagar myndu ekki fella sig við slíkar stefnubreytingar. Það er margsannað að ekki er hægt að borða kökuna og geyma hana á sama tíma. Mikilvægt er að umræða sé á málefnalegum grundvelli og popúlismi eða gífuryrði nái ekki yfirhöndinni. Lífeyrissjóðakerfið er ein meginstoða þjóðfélagsins og hagur okkar allra að um það ríki sátt. Við sem veljumst þar til trúnaðarstarfa þurfum að vanda til verka og tryggja að ákvarðanir séu teknar í takt við lög og góða stjórnarhætti, með hagsmuni sjóðfélaga og heildarinnar að leiðarljósi. Ítarleg útgáfa af greininni er á vef LV, www.live.is. Höfundur er sjóðfélagi og stjórnarmaður í Lífeyrissjóði verslunarmanna.
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar