Góð uppskera á þingvetrinum Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 28. júní 2019 08:00 Í ati hversdagsins, þar sem hraði samfélagsmiðlanna ræður för, hættir okkur oft til að gleyma því sem gert hefur verið. Þannig tekur eitt við af öðru, lifir í umræðunni stundarkorn og víkur svo fyrir því næsta. Þingi var frestað í síðustu viku. Mesta athygli á liðnum þingvetri vakti málþóf Miðflokksins, eðlilega. Ýmislegt fleira gerðist þó á þessu þingi og þegar litið er yfir sviðið sést að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur komið ansi mörgum framfaramálum í gegnum þingið. Frumvarp forsætisráðherra um kynrænt sjálfræði er orðið að lögum. Þar er að finna umfangsmikla réttarbót sem löngu er orðin tímabær. Þá er einnig, að undirlagi heilbrigðisráðherra, búið að breyta löggjöf um þungunarrof og tryggja í sessi rétt kvenna yfir eigin líkama og einnig má nefna lög um ófrjósemisaðgerðir sem tryggja sjálfsforræði í ákvörðunum um slíkar aðgerðir. Öll þessi mál eru mikil réttarbót. Fljótlega eftir að ríkisstjórnin tók til starfa skipaði forsætisráðherra nefnd til að fara yfir umbætur á löggjöf á sviði tjáningar-, fjölmiðla- og upplýsingafrelsis. Sú nefnd skilaði tillögum og í kjölfarið hafa verið gerðar löngu tímabærar breytingar á ýmsum lögum, t.d. um tjáningarfrelsi og aðgang að upplýsingum. Nú er svo komið að GRECO, nefnd Evrópuráðsins gegn spillingu, segir okkur á réttri leið með að styrkja stjórnkerfið til að draga úr hættu á spillingu. Gerðar hafa verið breytingar á lögum um mat á umhverfisáhrifum, lög um loftslagsmál styrkt, umferðarlög uppfærð og þjóðinni sett heilbrigðisstefna, í fyrsta skipti sem það er gert. Breytingar hafa verið gerðar á lögum um fiskeldi sem treysta umhverfisþætti betur í sessi og unnið verður að stofnun ráðgjafarstofu innflytjenda. Þetta er fráleitt tæmandi listi yfir þau góðu mál sem þingið afgreiddi á liðnum vetri. Í haust er svo von á fjölmörgum málum þar sem enn verður haldið áfram að bæta samfélagið, svo sem tengdum lífskjarasamningunum. Það skiptir nefnilega máli hver stjórnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Skoðun Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í ati hversdagsins, þar sem hraði samfélagsmiðlanna ræður för, hættir okkur oft til að gleyma því sem gert hefur verið. Þannig tekur eitt við af öðru, lifir í umræðunni stundarkorn og víkur svo fyrir því næsta. Þingi var frestað í síðustu viku. Mesta athygli á liðnum þingvetri vakti málþóf Miðflokksins, eðlilega. Ýmislegt fleira gerðist þó á þessu þingi og þegar litið er yfir sviðið sést að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur komið ansi mörgum framfaramálum í gegnum þingið. Frumvarp forsætisráðherra um kynrænt sjálfræði er orðið að lögum. Þar er að finna umfangsmikla réttarbót sem löngu er orðin tímabær. Þá er einnig, að undirlagi heilbrigðisráðherra, búið að breyta löggjöf um þungunarrof og tryggja í sessi rétt kvenna yfir eigin líkama og einnig má nefna lög um ófrjósemisaðgerðir sem tryggja sjálfsforræði í ákvörðunum um slíkar aðgerðir. Öll þessi mál eru mikil réttarbót. Fljótlega eftir að ríkisstjórnin tók til starfa skipaði forsætisráðherra nefnd til að fara yfir umbætur á löggjöf á sviði tjáningar-, fjölmiðla- og upplýsingafrelsis. Sú nefnd skilaði tillögum og í kjölfarið hafa verið gerðar löngu tímabærar breytingar á ýmsum lögum, t.d. um tjáningarfrelsi og aðgang að upplýsingum. Nú er svo komið að GRECO, nefnd Evrópuráðsins gegn spillingu, segir okkur á réttri leið með að styrkja stjórnkerfið til að draga úr hættu á spillingu. Gerðar hafa verið breytingar á lögum um mat á umhverfisáhrifum, lög um loftslagsmál styrkt, umferðarlög uppfærð og þjóðinni sett heilbrigðisstefna, í fyrsta skipti sem það er gert. Breytingar hafa verið gerðar á lögum um fiskeldi sem treysta umhverfisþætti betur í sessi og unnið verður að stofnun ráðgjafarstofu innflytjenda. Þetta er fráleitt tæmandi listi yfir þau góðu mál sem þingið afgreiddi á liðnum vetri. Í haust er svo von á fjölmörgum málum þar sem enn verður haldið áfram að bæta samfélagið, svo sem tengdum lífskjarasamningunum. Það skiptir nefnilega máli hver stjórnar.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar