Spjótin stóðu á Biden í kappræðunum Kjartan Kjartansson skrifar 28. júní 2019 07:55 Af frambjóðendum tíu sem öttu kappi í gær eru þau Biden (t.v.), Sanders (f.m.) og Harris (t.h.) eygja mesta von um sigur í forvalinu. AP/Wilfredo Lee Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, sætti harðri gagnrýni fyrir framgöngu sína í málefnum ólíkra kynþátta í sjónvarpskappræðum frambjóðenda í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í gærkvöldi. Kamala Harris, öldungadeildarþingmaður frá Kaliforníu, gekk sérstaklega hart að Biden sem hefur mælst með langmestan stuðning frambjóðendanna. Seinni hluti fyrstu sjónvarpskappræðna demókrata fóru fram í Míamí á Flórída í gærkvöldi. Tíu frambjóðendur tóku þátt. Auk Harris og Biden voru Bernie Sanders, óháður öldungadeildarþingmaður frá Vermont, og Pete Buttigieg, borgarstjóri South Bend í Indíana á meðal leiðandi frambjóðenda í forvalinu á sviðinu. Kappræðunum var skipt upp í tvö kvöld en tíu aðrir frambjóðendur rökræddu í fyrrakvöld. Biden hefur verið með talsvert forskot á aðra frambjóðendur í skoðanakönnunum og hefur fylgi hans mælst allt upp í þrjátíu prósent. Því var þess beðið með nokkurri eftirvæntingu hvernig hann stæði sig í fyrstu kappræðum kosningabaráttunnar. Harris, sem sjálf er blökkukona af indverskum og jamaískum ættum, deildi á Biden fyrir nýleg ummæli hans um hvernig honum auðnaðist að vinna með íhaldssömum þingmönnum sem voru fylgjandi aðskilnaði kynþátta þegar hann var þingmaður á sínum tíma. Lýsti Harris þeim ummælum sem særandi. Gagnrýndi hún Biden einnig fyrir að hafa verið andsnúnum tilraunum til að draga úr aðskilnaði kynþáttanna á 8. áratugnum með því að senda hvít börn í skóla í öðrum hverfum þar sem svartir nemendur voru í meirihluta með rútum og öfugt. Harris var ein þeirra nemenda sem var send í skóla þar sem flestir nemendurnir voru hvítir. Biden sakaði Harris um að fara með rangt mál um afstöðu hans, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Þetta er mistúlkun á afstöðu minni almennt. Ég lofaði ekki rasista. Það er ekki satt,“ svaraði Biden sem þótti ekki eiga sérlega gott kvöld. Hann sagðist aðeins hafa verið á móti því að alríkisstjórnin skikkaði skóla til þess að draga úr aðskilnaði með þessum hætti.Pete Buttigieg (t.v.) og Joe BIden (t.h.) ræða saman í hléi á kappræðunum í gærkvöldi. Buttigieg er 37 ára gamall samkynhneigður fyrrverandi hermaður sem hefur vakið eftirtekt eftir að hann bauð sig fram í forvalinu.AP/Wilfredo LeeKallaði Trump lygasjúkan rasista Bernie Sanders kom mörgum á óvart í forvali demókrata árið 2016 þegar hann veitti Hillary Clinton samkeppni lengur en búist hafði verið við. Skoðanakannanir hafa bent til þess að hann sé með næstmest fylgi á eftir Biden en vel undir þeim stuðningi sem hann naut fyrir þremur árum. Sanders varði stórum hlutum kappræðnanna í að verja áform sín um gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu fyrir almenning. Viðurkenndi hann að sumt millistéttarfólk gæti þurft að greiða hærri skatta til að fjármagna hana. Þá lét hann Donald Trump forseta heyra það. „Bandaríska þjóðin skilur að Trump er svikahrappur, að Trump er lygasjúkur og rasisti og að hann laug að bandarísku þjóðinni í kosningabaráttu sinni,“ sagði Sanders. Annar frambjóðandi sem hefur vakið athygli í upphafi kosningabaráttunnar er Buttigieg þrátt fyrir ungan aldur. Fyrir hann voru lagðar erfiðar spurningar um rasisma innan lögregluliðs South Bend-borgar þar sem hann var borgarstjóri. Hlutfallslega fáir blökkumenn eru í lögreglunni þar og skammt er síðan hvítir lögreglumenn skutu svartan mann til bana í borginni. Þurfti Buttigieg að viðurkenna að honum hafi mistekist að jafna hlutföll kynþáttanna í lögreglunni. Hann yrði að axla ábyrgð á því að ekki hafi náðst meiri árangur í að hafa eftirlit með störfum lögreglunnar, að því er segir í frétt Reuters.Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tekist á um heilbrigðis- og innflytjendamál í fyrstu kappræðum demókrata Tíu frambjóðendur í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum öttu kappi í sjónvarpi í fyrsta skipti í gærkvöldi. 27. júní 2019 08:24 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Egill Þór er látinn Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Sjá meira
Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, sætti harðri gagnrýni fyrir framgöngu sína í málefnum ólíkra kynþátta í sjónvarpskappræðum frambjóðenda í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í gærkvöldi. Kamala Harris, öldungadeildarþingmaður frá Kaliforníu, gekk sérstaklega hart að Biden sem hefur mælst með langmestan stuðning frambjóðendanna. Seinni hluti fyrstu sjónvarpskappræðna demókrata fóru fram í Míamí á Flórída í gærkvöldi. Tíu frambjóðendur tóku þátt. Auk Harris og Biden voru Bernie Sanders, óháður öldungadeildarþingmaður frá Vermont, og Pete Buttigieg, borgarstjóri South Bend í Indíana á meðal leiðandi frambjóðenda í forvalinu á sviðinu. Kappræðunum var skipt upp í tvö kvöld en tíu aðrir frambjóðendur rökræddu í fyrrakvöld. Biden hefur verið með talsvert forskot á aðra frambjóðendur í skoðanakönnunum og hefur fylgi hans mælst allt upp í þrjátíu prósent. Því var þess beðið með nokkurri eftirvæntingu hvernig hann stæði sig í fyrstu kappræðum kosningabaráttunnar. Harris, sem sjálf er blökkukona af indverskum og jamaískum ættum, deildi á Biden fyrir nýleg ummæli hans um hvernig honum auðnaðist að vinna með íhaldssömum þingmönnum sem voru fylgjandi aðskilnaði kynþátta þegar hann var þingmaður á sínum tíma. Lýsti Harris þeim ummælum sem særandi. Gagnrýndi hún Biden einnig fyrir að hafa verið andsnúnum tilraunum til að draga úr aðskilnaði kynþáttanna á 8. áratugnum með því að senda hvít börn í skóla í öðrum hverfum þar sem svartir nemendur voru í meirihluta með rútum og öfugt. Harris var ein þeirra nemenda sem var send í skóla þar sem flestir nemendurnir voru hvítir. Biden sakaði Harris um að fara með rangt mál um afstöðu hans, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Þetta er mistúlkun á afstöðu minni almennt. Ég lofaði ekki rasista. Það er ekki satt,“ svaraði Biden sem þótti ekki eiga sérlega gott kvöld. Hann sagðist aðeins hafa verið á móti því að alríkisstjórnin skikkaði skóla til þess að draga úr aðskilnaði með þessum hætti.Pete Buttigieg (t.v.) og Joe BIden (t.h.) ræða saman í hléi á kappræðunum í gærkvöldi. Buttigieg er 37 ára gamall samkynhneigður fyrrverandi hermaður sem hefur vakið eftirtekt eftir að hann bauð sig fram í forvalinu.AP/Wilfredo LeeKallaði Trump lygasjúkan rasista Bernie Sanders kom mörgum á óvart í forvali demókrata árið 2016 þegar hann veitti Hillary Clinton samkeppni lengur en búist hafði verið við. Skoðanakannanir hafa bent til þess að hann sé með næstmest fylgi á eftir Biden en vel undir þeim stuðningi sem hann naut fyrir þremur árum. Sanders varði stórum hlutum kappræðnanna í að verja áform sín um gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu fyrir almenning. Viðurkenndi hann að sumt millistéttarfólk gæti þurft að greiða hærri skatta til að fjármagna hana. Þá lét hann Donald Trump forseta heyra það. „Bandaríska þjóðin skilur að Trump er svikahrappur, að Trump er lygasjúkur og rasisti og að hann laug að bandarísku þjóðinni í kosningabaráttu sinni,“ sagði Sanders. Annar frambjóðandi sem hefur vakið athygli í upphafi kosningabaráttunnar er Buttigieg þrátt fyrir ungan aldur. Fyrir hann voru lagðar erfiðar spurningar um rasisma innan lögregluliðs South Bend-borgar þar sem hann var borgarstjóri. Hlutfallslega fáir blökkumenn eru í lögreglunni þar og skammt er síðan hvítir lögreglumenn skutu svartan mann til bana í borginni. Þurfti Buttigieg að viðurkenna að honum hafi mistekist að jafna hlutföll kynþáttanna í lögreglunni. Hann yrði að axla ábyrgð á því að ekki hafi náðst meiri árangur í að hafa eftirlit með störfum lögreglunnar, að því er segir í frétt Reuters.Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tekist á um heilbrigðis- og innflytjendamál í fyrstu kappræðum demókrata Tíu frambjóðendur í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum öttu kappi í sjónvarpi í fyrsta skipti í gærkvöldi. 27. júní 2019 08:24 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Egill Þór er látinn Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Sjá meira
Tekist á um heilbrigðis- og innflytjendamál í fyrstu kappræðum demókrata Tíu frambjóðendur í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum öttu kappi í sjónvarpi í fyrsta skipti í gærkvöldi. 27. júní 2019 08:24