Erlent

Ný­nasisti dæmdur í lífs­tíðar­fangelsi fyrir haturs­glæpi

Sylvía Hall skrifar
Heather Heyer lést þegar hún mótmælti samkomu hvítra þjóðernissinna í Charlottesville.
Heather Heyer lést þegar hún mótmælti samkomu hvítra þjóðernissinna í Charlottesville. Vísir/Getty
Hinn 22 ára gamli yfirlýsti nýnasisti James Alex Fields Jr., sem keyrði inn í hóp mótmælenda í Charlottesville, hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir hatursglæpi. BBC greinir frá.

Í ágúst árið 2017 keyrði hann bíl inn í hóp mótmælenda sem mótmæltu samkomu hvítra þjóðernissinna í Charlottesville með þeim afleiðingum að hin 32 ára gamla Heather Heyer lést. Saksóknarar í málinu sögðu hann hafa farið að mótmælunum með það í huga að „meiða aðra“ en hann var tvítugur þegar árásin átti sér stað en hann var dæmdur í lífstíðarfangelsi vegna morðsins.

Sjá einnig: Morðinginn í Charlottesville dæmdur í lífstíðarfangelsi



Fields hafði lýst yfir stuðningi við Adolf Hitler og stjórnmál hans í Þýskalandi nasismans, þar á meðal helförina. Minna en mánuði fyrir árásina birti hann mynd á Instagram-síðu sinni sem sýndi bíl keyra inn í hóp fólks og skrifaði hann við hana: „Þið hafið rétt á að mótmæla en ég er seinn í vinnuna“.

Eftir árásina gagnrýndi hann móður fórnarlambsins í símtali úr fangelsi og sagði hana vera kommúnista og frjálshyggjumanneskju sem væri á móti hvítum. Hún væri jafnframt „óvinurinn“.

Fields játaði 29 af þeim 30 hatursglæpum sem hann var ákærður fyrir gegn því að saksóknarar fóru ekki fram á dauðarefsingu. Lögfræðingar hans fóru fram á vægari dóm vegna aldurs hans, erfiðrar æsku og geðrænna vandamála.


Tengdar fréttir

Að­dáandi Hitlers bað dómara um miskunn

Maður sem ók bíl sínum inn í hóp mótmælenda, sem mótmæltu fjöldafundi hvítra þjóðernissinna, í Charlottesville í Virginíu fyrir tveimur árum og drap einn einstakling ásamt því að særa fleiri, hefur beðið dómara að sýna sér miskunn og gefa sér styttri fangelsisvist en lífstíðardóm.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×