Lífið

Terri nær ekki í mark innan marka en heldur áfram að hjóla

Andri Eysteinsson skrifar
Terri segist hafa notið náttúrufegurðar landsins.
Terri segist hafa notið náttúrufegurðar landsins. Mynd/Aðsend
Terri Huebler sem tók þátt í einstaklingskeppni WOW Cyclothon, mun ekki ná í mark áður en sett tímamörk renna út. Huebler ætlar engu að síður að halda áfram að hjóla og sjá hversu langt hún kemst.

Huebler segist vera yfir sig ástfangna af Íslandi og náttúruöflunum og henni hafi hlýnað um hjartarætur við að upplifa alla þá gæsku og hvatningu sem keppendur og skipuleggjendur hafi sýnt henni. Þá vill hún einnig vara ferðalanga við vindinum sem oft blæs um landið, en þegar í Skagafjörðinn kom höfðu vindhviðurnar orðið svo öflugar að þær feyktu Terri næstum um koll og þurfti hún að reiða hjólið

Veðurguðirnir hafa ekki verið Terri hagstæðir og hefur hún tafist töluvert vegna vinda og veðurs en hefur nýtt tækifærið og upplifað náttúrufegurðina.

Terri hefur gefið það út að hún hyggist gefa Reykjadal keppnishjól sitt eftir að keppni lýkur.

Chris Burkard sigraði einstaklingskeppni WOW Cyclothon 2019 á nýju meti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.