Mannskæð hitabylgja herjar enn á Evrópubúa Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 29. júní 2019 08:30 Þessi hundur reyndi að kæla sig niður í gosbrunni. Nordicphotos/AFP Hitabylgja gerði Evrópubúum áfram lífið leitt í gær og hættuástand hefur myndast í vestanverðri álfunni. Franska veðurstofan hefur til að mynda gefið út rauða viðvörun á fjórum svæðum í landinu vegna hitans. Hitamet var slegið í Frakklandi í gær. Það féll í bænum Gallargues-le-Monteux og var 45,9 stig. Fyrra hitamet var sett í hitabylgjunni 2003, 44,1 stig. Þúsundir létu lífið í þeirri hitabylgju og sagði Agnes Buzyn heilbrigðismálaráðherra í gær að „allir væru í hættu“ nú. Edouard Philippe forsætisráðherra varaði íbúa við því að taka óþarfa áhættu í því skyni að kæla sig niður. Hann sagði að á hverjum degi drukknaði fólk sem reyndi að flýja hitann með því að stinga sér á kaf. Sömu sögu er að segja á Bretlandi og Spáni. Á Spáni geisa svo enn umfangsmiklir skógareldar, nánar tiltekið í Tarragona í Katalóníu. Eldarnir eru einir þeir verstu í tvo áratugi í héraðinu. Samkvæmt katalónska héraðsmiðlinum ACN hefur gengið erfiðlega í baráttunni við eldana, sérstaklega í ljósi þess að hiti er ekki farinn að lækka. Þótt hitabylgjur séu ekki nýjar af nálinni hafa loftslagsvísindamenn bent á að loftslagsbreytingar af mannavöldum geri ástandið mun verra. Veröldin sé nú um einni gráðu hlýrri en fyrir iðnbyltingu og því séu veðuröfgar orðnar algengari. „Þessi aukning í veðuröfgum er nákvæmlega sú sem loftslagsvísindin hafa spáð og er afleiðing hamfarahlýnunar. Hún er svo afleiðing aukins útblásturs gróðurhúsalofttegunda,“ hafði AP eftir Stefan Rahmstorf, loftslagsvísindamanni hjá loftslagsrannsóknastofnuninni PIK í Þýskalandi. Birtist í Fréttablaðinu Frakkland Loftslagsmál Skógareldar Tengdar fréttir Tveir látnir á Spáni vegna hitabylgjunnar Maðurinn var við störf á akri þegar hann fann skyndilega fyrir miklum svima vegna hitans. Hann greip til þess ráðs að hoppa í kalda sundlaug til að kæla sig niður en þá fékk hann krampakast. Verkamaðurinn var úrskurðaður látinn á Reina Sofía-spítalanum klukkan 13:25 að staðartíma í dag. 28. júní 2019 17:09 Hættuleg hitabylgja hrellir Evrópubúa og er ekki á förum Hiti fór víða yfir fjörutíu stig í álfunni í gær. Hitamet fallið og enn gæti hitnað yfir helgina. Ástandið rakið til vinda frá Norður-Afríku og þurrar jarðar. Loftslagsbreytingar sagðar gera ástandið enn verra. Skógareldar á Spáni. 28. júní 2019 08:00 Hitametin falla á meginlandinu Hitinn á enn að hækka víða á meginlandi Evrópu í dag. Varað er við hættu á skógareldum og ógn við heilsu manna. 27. júní 2019 07:52 Hæsta hitastig sem mælst hefur í Frakklandi frá upphafi Bærinn Carpentas tilheyrir Vaucluse héraðinu sem er eitt fjögurra héraða þar sem efsta varúðarstig er í gildi eða svokölluð rauð viðvörun. Þetta er í fyrsta sinn sem franska veðurstofan grípur til þess að lýsa yfir efsta varúðarstigi. 28. júní 2019 13:46 Rauð viðvörun vegna hitans Líklegt er talið að hitamet verði slegið í Frakklandi síðar í dag en þá gæti hitinn farið vel yfir 44 gráður í landinu. 28. júní 2019 06:54 Sextíu prósent bíla í París tekin úr umferð vegna hitabylgjunnar Borgaryfirvöld fundu sig knúin til að takmarka umferð vegna hitabylgjunnar í Evrópu. 28. júní 2019 11:24 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Hitabylgja gerði Evrópubúum áfram lífið leitt í gær og hættuástand hefur myndast í vestanverðri álfunni. Franska veðurstofan hefur til að mynda gefið út rauða viðvörun á fjórum svæðum í landinu vegna hitans. Hitamet var slegið í Frakklandi í gær. Það féll í bænum Gallargues-le-Monteux og var 45,9 stig. Fyrra hitamet var sett í hitabylgjunni 2003, 44,1 stig. Þúsundir létu lífið í þeirri hitabylgju og sagði Agnes Buzyn heilbrigðismálaráðherra í gær að „allir væru í hættu“ nú. Edouard Philippe forsætisráðherra varaði íbúa við því að taka óþarfa áhættu í því skyni að kæla sig niður. Hann sagði að á hverjum degi drukknaði fólk sem reyndi að flýja hitann með því að stinga sér á kaf. Sömu sögu er að segja á Bretlandi og Spáni. Á Spáni geisa svo enn umfangsmiklir skógareldar, nánar tiltekið í Tarragona í Katalóníu. Eldarnir eru einir þeir verstu í tvo áratugi í héraðinu. Samkvæmt katalónska héraðsmiðlinum ACN hefur gengið erfiðlega í baráttunni við eldana, sérstaklega í ljósi þess að hiti er ekki farinn að lækka. Þótt hitabylgjur séu ekki nýjar af nálinni hafa loftslagsvísindamenn bent á að loftslagsbreytingar af mannavöldum geri ástandið mun verra. Veröldin sé nú um einni gráðu hlýrri en fyrir iðnbyltingu og því séu veðuröfgar orðnar algengari. „Þessi aukning í veðuröfgum er nákvæmlega sú sem loftslagsvísindin hafa spáð og er afleiðing hamfarahlýnunar. Hún er svo afleiðing aukins útblásturs gróðurhúsalofttegunda,“ hafði AP eftir Stefan Rahmstorf, loftslagsvísindamanni hjá loftslagsrannsóknastofnuninni PIK í Þýskalandi.
Birtist í Fréttablaðinu Frakkland Loftslagsmál Skógareldar Tengdar fréttir Tveir látnir á Spáni vegna hitabylgjunnar Maðurinn var við störf á akri þegar hann fann skyndilega fyrir miklum svima vegna hitans. Hann greip til þess ráðs að hoppa í kalda sundlaug til að kæla sig niður en þá fékk hann krampakast. Verkamaðurinn var úrskurðaður látinn á Reina Sofía-spítalanum klukkan 13:25 að staðartíma í dag. 28. júní 2019 17:09 Hættuleg hitabylgja hrellir Evrópubúa og er ekki á förum Hiti fór víða yfir fjörutíu stig í álfunni í gær. Hitamet fallið og enn gæti hitnað yfir helgina. Ástandið rakið til vinda frá Norður-Afríku og þurrar jarðar. Loftslagsbreytingar sagðar gera ástandið enn verra. Skógareldar á Spáni. 28. júní 2019 08:00 Hitametin falla á meginlandinu Hitinn á enn að hækka víða á meginlandi Evrópu í dag. Varað er við hættu á skógareldum og ógn við heilsu manna. 27. júní 2019 07:52 Hæsta hitastig sem mælst hefur í Frakklandi frá upphafi Bærinn Carpentas tilheyrir Vaucluse héraðinu sem er eitt fjögurra héraða þar sem efsta varúðarstig er í gildi eða svokölluð rauð viðvörun. Þetta er í fyrsta sinn sem franska veðurstofan grípur til þess að lýsa yfir efsta varúðarstigi. 28. júní 2019 13:46 Rauð viðvörun vegna hitans Líklegt er talið að hitamet verði slegið í Frakklandi síðar í dag en þá gæti hitinn farið vel yfir 44 gráður í landinu. 28. júní 2019 06:54 Sextíu prósent bíla í París tekin úr umferð vegna hitabylgjunnar Borgaryfirvöld fundu sig knúin til að takmarka umferð vegna hitabylgjunnar í Evrópu. 28. júní 2019 11:24 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Tveir látnir á Spáni vegna hitabylgjunnar Maðurinn var við störf á akri þegar hann fann skyndilega fyrir miklum svima vegna hitans. Hann greip til þess ráðs að hoppa í kalda sundlaug til að kæla sig niður en þá fékk hann krampakast. Verkamaðurinn var úrskurðaður látinn á Reina Sofía-spítalanum klukkan 13:25 að staðartíma í dag. 28. júní 2019 17:09
Hættuleg hitabylgja hrellir Evrópubúa og er ekki á förum Hiti fór víða yfir fjörutíu stig í álfunni í gær. Hitamet fallið og enn gæti hitnað yfir helgina. Ástandið rakið til vinda frá Norður-Afríku og þurrar jarðar. Loftslagsbreytingar sagðar gera ástandið enn verra. Skógareldar á Spáni. 28. júní 2019 08:00
Hitametin falla á meginlandinu Hitinn á enn að hækka víða á meginlandi Evrópu í dag. Varað er við hættu á skógareldum og ógn við heilsu manna. 27. júní 2019 07:52
Hæsta hitastig sem mælst hefur í Frakklandi frá upphafi Bærinn Carpentas tilheyrir Vaucluse héraðinu sem er eitt fjögurra héraða þar sem efsta varúðarstig er í gildi eða svokölluð rauð viðvörun. Þetta er í fyrsta sinn sem franska veðurstofan grípur til þess að lýsa yfir efsta varúðarstigi. 28. júní 2019 13:46
Rauð viðvörun vegna hitans Líklegt er talið að hitamet verði slegið í Frakklandi síðar í dag en þá gæti hitinn farið vel yfir 44 gráður í landinu. 28. júní 2019 06:54
Sextíu prósent bíla í París tekin úr umferð vegna hitabylgjunnar Borgaryfirvöld fundu sig knúin til að takmarka umferð vegna hitabylgjunnar í Evrópu. 28. júní 2019 11:24