Myrkraverk á Svörtuloftum Örn Karlsson skrifar 11. júní 2019 08:00 Árið 1997 var gerð merkileg uppgötvun í hagfræðinni. Uppgötvunin var mikilsverð fyrir Íslendinga sérstaklega af því að við notum verðtryggða krónu á grundvelli vísitölu neysluverðs og ekki síður af því að við breytum stýrivöxtum eftir sömu vísitölu. En fréttir í hagfræðiheiminum eru lengi að berast og enn hafa hagfræðingar háskólanna, stjórnvalda, seðlabanka og greiningardeilda banka ekki frétt af þessari uppgötvun nú rúmlega 20 árum síðar. Uppgötvunin snarbreytti viðmiðunum Seðlabanka Bandaríkjanna við ákvörðun stýrivaxta og uppfinningamaðurinn var gerður að æðsta manni bankans. Hvernig gat þessi stórmerka uppgötvun sem umbreytti nálgun Bandaríkjamanna að peningastjórn farið gersamlega framhjá íslenskum fræðimönnum? Og hvernig stendur á því að hún hefur ekki enn skolast að landi nú 20 árum síðar? Í stuttu máli þá skýrðu Ben Bernanke og fleiri frá því árið 1997, eftir ítarlegar rannsóknir, að olíukreppurnar skelfilegu á síðustu öld hefðu ekki stafað af olíuverðshækkunum eins og flestir gengu út frá fram að því, heldur hefðu kreppurnar verið tilbúnar af Seðlabanka Bandaríkjanna með því að stýrivextir voru hækkaðir sem svar við ört hækkandi vísitölu neysluverðs. Kreppurnar voru því mannanna verk, stjórnenda Seðlabanka Bandaríkjanna. En seðlabankinn bandaríski brást skjótt við. Hann fékk Ben Bernanke til liðs við sig til að glíma við fjármálakreppuna síðla árs 2000 og sama ár hætti bankinn að miða við vísitölu neysluverðs við vaxtaákvarðanir og tók upp nýtt viðmið sem grundvallaðist á mælingum á undirliggjandi verðbólgu (e. core inflation). Ben Bernanke fékk síðar mun stærra hlutverk í bankanum eins og flestum er kunnugt. Til að átta sig á því hvað hér er að gerast er nauðsynlegt að kafa dýpra í klassíska hagfræði. Til hjálpar er gott að nota hugtök Carls Mengers um innra og ytra virði peninga. Innra virðið stendur fyrir verðgildi gjaldmiðilsins á vinnusvæði sínu en ytra virðið ræðst af því hvað hægt er að kaupa fyrir gjaldmiðilinn á gefnum tímapunkti. Ætla mætti við fyrstu sýn að þetta sé sami hluturinn en þegar betur er að gáð er alls ekki svo og þar liggur hundurinn grafinn. Olíukreppurnar riðu yfir af því að menn gerðu ekki greinarmun á. Seðlabanki Íslands gerir enn þann dag í dag ekki greinarmun á og framleiðir því ‚olíukreppur‘ eins og enginn sé morgundagurinn. Við erum einmitt í einni slíkri núna. Gliðnun verður milli breytinga á innra og ytra virðinu þegar atvik óháð peningum leiða til raunbreytinga á verði einstakra vara og vöruflokka. Breytist þá ytra virðið meðan innra virðið stendur í stað. Tökum dæmi: Segjum að húsnæðisverð hækki snögglega vegna atvika óháðra peningum, t.d. skyndilegs áhuga ferðamanna á landinu. Ytra virði krónunnar hefur þá lækkað en innra virðið stendur í stað. Vísitala neysluverðs mælir ytra virðið sennilega þokkalega. Af því að verðtryggðir lánasamningar eru bundnir vísitölu neysluverðs hækka þeir þegar ytra virðið lækkar. Ef innra virðið lækkar ekki til samræmis eins og í þessu dæmi hafa verðtryggðir lánasamningar hækkað að raungildi. Lánastofnanir halda nú á hærri kröfum að raungildi og peningamagn í umferð hefur hækkað að sama skapi að raungildi. Þegar Seðlabankinn hækkar stýrivexti við þessar aðstæður hefur hann í raun hækkað raunvaxtastigið sem þrýstir þá genginu upp. Peningamagn í umferð fær þá meiri kaupmátt. Þetta jafngildir peningaprentun sem nemur kaupmáttaraukningunni. Atvinnufyrirtæki líða fyrir hærra raunvaxtastig og þar kemur að ferlið leiðir til ósjálfbærs hagkerfis vegna afleiddra þrenginga í rekstri atvinnufyrirtækja og falsks kaupmáttar krónunnar. Þetta upplifum við nú. Núverandi seðlabankastjóri var eflaust í góðri trú fyrir rúmum 2 árum þegar hann hélt að hann væri búinn að kveða verðbólgudrauginn niður. Sömuleiðis var hann eflaust í góðri trú þegar hann varði sína háu vexti með því að benda á að þeir væru alls ekkert háir í sögulegu samhengi. Sögulegt samhengi er hins vegar sísti mælikvarði á rétta vexti og síðla árs 2016 lá ljóst fyrir að verðbólgan kraumaði undir ofreistu genginu. Stöðugleikinn sem við öll vonumst eftir kemur aldrei með núverandi peningastefnu. Við verðum að færa vextina til hlutleysis gagnvart stóra hagkerfinu við hliðina á okkur, innan vikmarka, þannig að gengið ráðist af þrótti hagkerfisins og útflutningsatvinnuvega sérstaklega. Peningamálum þarf að stýra um peningamagnið og hafa hömlur á spákaupmennsku. Svisslendingar hafa keyrt á þessu módeli með góðum árangri. Að lokum er ítrekað að verðtrygging í núverandi mynd veldur fjármálalegum óstöðugleika og brýtur auk þess í bága við eignarréttarákvæði stjórnarskrár með því að raunverulegum eignum er mokað til og frá í hagkerfinu samhengis- og samningslaust, í þeirri villutrú, að breytingar á innra og ytra virði peninga gangi alltaf í takti. Fyllast því seint götóttir askar láglaunastétta brunnir í gegn af súru meðali verðtryggingarinnar.Höfundur er vélaverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt ! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena J. Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Sjá meira
Árið 1997 var gerð merkileg uppgötvun í hagfræðinni. Uppgötvunin var mikilsverð fyrir Íslendinga sérstaklega af því að við notum verðtryggða krónu á grundvelli vísitölu neysluverðs og ekki síður af því að við breytum stýrivöxtum eftir sömu vísitölu. En fréttir í hagfræðiheiminum eru lengi að berast og enn hafa hagfræðingar háskólanna, stjórnvalda, seðlabanka og greiningardeilda banka ekki frétt af þessari uppgötvun nú rúmlega 20 árum síðar. Uppgötvunin snarbreytti viðmiðunum Seðlabanka Bandaríkjanna við ákvörðun stýrivaxta og uppfinningamaðurinn var gerður að æðsta manni bankans. Hvernig gat þessi stórmerka uppgötvun sem umbreytti nálgun Bandaríkjamanna að peningastjórn farið gersamlega framhjá íslenskum fræðimönnum? Og hvernig stendur á því að hún hefur ekki enn skolast að landi nú 20 árum síðar? Í stuttu máli þá skýrðu Ben Bernanke og fleiri frá því árið 1997, eftir ítarlegar rannsóknir, að olíukreppurnar skelfilegu á síðustu öld hefðu ekki stafað af olíuverðshækkunum eins og flestir gengu út frá fram að því, heldur hefðu kreppurnar verið tilbúnar af Seðlabanka Bandaríkjanna með því að stýrivextir voru hækkaðir sem svar við ört hækkandi vísitölu neysluverðs. Kreppurnar voru því mannanna verk, stjórnenda Seðlabanka Bandaríkjanna. En seðlabankinn bandaríski brást skjótt við. Hann fékk Ben Bernanke til liðs við sig til að glíma við fjármálakreppuna síðla árs 2000 og sama ár hætti bankinn að miða við vísitölu neysluverðs við vaxtaákvarðanir og tók upp nýtt viðmið sem grundvallaðist á mælingum á undirliggjandi verðbólgu (e. core inflation). Ben Bernanke fékk síðar mun stærra hlutverk í bankanum eins og flestum er kunnugt. Til að átta sig á því hvað hér er að gerast er nauðsynlegt að kafa dýpra í klassíska hagfræði. Til hjálpar er gott að nota hugtök Carls Mengers um innra og ytra virði peninga. Innra virðið stendur fyrir verðgildi gjaldmiðilsins á vinnusvæði sínu en ytra virðið ræðst af því hvað hægt er að kaupa fyrir gjaldmiðilinn á gefnum tímapunkti. Ætla mætti við fyrstu sýn að þetta sé sami hluturinn en þegar betur er að gáð er alls ekki svo og þar liggur hundurinn grafinn. Olíukreppurnar riðu yfir af því að menn gerðu ekki greinarmun á. Seðlabanki Íslands gerir enn þann dag í dag ekki greinarmun á og framleiðir því ‚olíukreppur‘ eins og enginn sé morgundagurinn. Við erum einmitt í einni slíkri núna. Gliðnun verður milli breytinga á innra og ytra virðinu þegar atvik óháð peningum leiða til raunbreytinga á verði einstakra vara og vöruflokka. Breytist þá ytra virðið meðan innra virðið stendur í stað. Tökum dæmi: Segjum að húsnæðisverð hækki snögglega vegna atvika óháðra peningum, t.d. skyndilegs áhuga ferðamanna á landinu. Ytra virði krónunnar hefur þá lækkað en innra virðið stendur í stað. Vísitala neysluverðs mælir ytra virðið sennilega þokkalega. Af því að verðtryggðir lánasamningar eru bundnir vísitölu neysluverðs hækka þeir þegar ytra virðið lækkar. Ef innra virðið lækkar ekki til samræmis eins og í þessu dæmi hafa verðtryggðir lánasamningar hækkað að raungildi. Lánastofnanir halda nú á hærri kröfum að raungildi og peningamagn í umferð hefur hækkað að sama skapi að raungildi. Þegar Seðlabankinn hækkar stýrivexti við þessar aðstæður hefur hann í raun hækkað raunvaxtastigið sem þrýstir þá genginu upp. Peningamagn í umferð fær þá meiri kaupmátt. Þetta jafngildir peningaprentun sem nemur kaupmáttaraukningunni. Atvinnufyrirtæki líða fyrir hærra raunvaxtastig og þar kemur að ferlið leiðir til ósjálfbærs hagkerfis vegna afleiddra þrenginga í rekstri atvinnufyrirtækja og falsks kaupmáttar krónunnar. Þetta upplifum við nú. Núverandi seðlabankastjóri var eflaust í góðri trú fyrir rúmum 2 árum þegar hann hélt að hann væri búinn að kveða verðbólgudrauginn niður. Sömuleiðis var hann eflaust í góðri trú þegar hann varði sína háu vexti með því að benda á að þeir væru alls ekkert háir í sögulegu samhengi. Sögulegt samhengi er hins vegar sísti mælikvarði á rétta vexti og síðla árs 2016 lá ljóst fyrir að verðbólgan kraumaði undir ofreistu genginu. Stöðugleikinn sem við öll vonumst eftir kemur aldrei með núverandi peningastefnu. Við verðum að færa vextina til hlutleysis gagnvart stóra hagkerfinu við hliðina á okkur, innan vikmarka, þannig að gengið ráðist af þrótti hagkerfisins og útflutningsatvinnuvega sérstaklega. Peningamálum þarf að stýra um peningamagnið og hafa hömlur á spákaupmennsku. Svisslendingar hafa keyrt á þessu módeli með góðum árangri. Að lokum er ítrekað að verðtrygging í núverandi mynd veldur fjármálalegum óstöðugleika og brýtur auk þess í bága við eignarréttarákvæði stjórnarskrár með því að raunverulegum eignum er mokað til og frá í hagkerfinu samhengis- og samningslaust, í þeirri villutrú, að breytingar á innra og ytra virði peninga gangi alltaf í takti. Fyllast því seint götóttir askar láglaunastétta brunnir í gegn af súru meðali verðtryggingarinnar.Höfundur er vélaverkfræðingur.
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar